Flóki segist ekki hafa afneitað jólasveininum Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. desember 2017 07:00 Flóki Kristinsson, Elínborg Sturludóttir, Geir Waage. „Það vill nú svo til að ég rakst á þetta um daginn þegar ég var að raða blöðum hjá mér og var með blaðið hérna fyrir framan mig,“ segir séra Flóki Kristinsson, sóknarprestur á Hvanneyri. Frétt DV frá 19. desember 2005 hristi verulega upp í fólki á sínum tíma. Þar var greint frá því að Flóki hefði sagt börnum í 1. bekk Andakílsskóla að jólasveinninn væri ekki til. Foreldrar sem tjáðu sig við blaðið á sínum tíma voru ósáttir við þessa afhjúpun. Flóki harðneitar því að hann hafi verið í krossferð gegn jólasveininum. Hann segir að þarna hafi verið sjö krakkar í 1. bekk grunnskóla sem voru nýkomin úr útiveru að þrátta um tilvist jólasveinsins. „Það var þarna strákur sem gafst upp fyrir þessum andmælum og spurði mig hvort jólasveinninn væri til. Ég svaraði drengnum þannig að ég sagði: Auðvitað er jólasveinninn til eins og Grýla er til í ævintýrunum. Þetta var nú allt og sumt,“ segir Flóki. Nokkrum dögum síðar hafi hann síðan verið í matvöruverslun og þá séð mynd af sjálfum sér á forsíðu DV.„Þetta var síðan bara sjatlað á fundi innan skólans. Ég einhvern veginn hafði ekki geð í mér til þess að vera að hafa mig í frammi út af þessu. Þetta varð síðan til þess að ég lét af störfum sem kennari,“ segir Flóki, sem starfar enn sem sóknarprestur á Hvanneyri. Hann segir DV hafa ítrekað birt fréttir af málinu. Nokkrum árum áður en frásögnin um afhjúpun Flóka birtist í DV höfðu fjölmiðlar sagt frá skoðanaskiptum hans við Jón heitinn Stefánsson organista í Langholtskirkju um staðsetningu á kirkjuorgelinu þar. „Fólki hefur þótt ég liggja vel við höggi eftir að hafa lent í þessu Langholtsmáli sem svo var kallað,“ segir hann. Flóki segir að sér hafi þótt Langholtsmálið mjög sárt á sínum tíma. „Svo bættist þetta við. En ég lifi við það að það er búið að búa til mynd af mér sem ókunnugir margir hafa tileinkað sér,“ segir hann og segist ekki vita hvernig hann eigi að svara til þegar hann er spurður hvort hann sé sáttur við hlutskipti sitt í dag. „Svona fer lífið stundum,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Biðst afsökunar á sleggjudómum um dómstóla Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Sjá meira
„Það vill nú svo til að ég rakst á þetta um daginn þegar ég var að raða blöðum hjá mér og var með blaðið hérna fyrir framan mig,“ segir séra Flóki Kristinsson, sóknarprestur á Hvanneyri. Frétt DV frá 19. desember 2005 hristi verulega upp í fólki á sínum tíma. Þar var greint frá því að Flóki hefði sagt börnum í 1. bekk Andakílsskóla að jólasveinninn væri ekki til. Foreldrar sem tjáðu sig við blaðið á sínum tíma voru ósáttir við þessa afhjúpun. Flóki harðneitar því að hann hafi verið í krossferð gegn jólasveininum. Hann segir að þarna hafi verið sjö krakkar í 1. bekk grunnskóla sem voru nýkomin úr útiveru að þrátta um tilvist jólasveinsins. „Það var þarna strákur sem gafst upp fyrir þessum andmælum og spurði mig hvort jólasveinninn væri til. Ég svaraði drengnum þannig að ég sagði: Auðvitað er jólasveinninn til eins og Grýla er til í ævintýrunum. Þetta var nú allt og sumt,“ segir Flóki. Nokkrum dögum síðar hafi hann síðan verið í matvöruverslun og þá séð mynd af sjálfum sér á forsíðu DV.„Þetta var síðan bara sjatlað á fundi innan skólans. Ég einhvern veginn hafði ekki geð í mér til þess að vera að hafa mig í frammi út af þessu. Þetta varð síðan til þess að ég lét af störfum sem kennari,“ segir Flóki, sem starfar enn sem sóknarprestur á Hvanneyri. Hann segir DV hafa ítrekað birt fréttir af málinu. Nokkrum árum áður en frásögnin um afhjúpun Flóka birtist í DV höfðu fjölmiðlar sagt frá skoðanaskiptum hans við Jón heitinn Stefánsson organista í Langholtskirkju um staðsetningu á kirkjuorgelinu þar. „Fólki hefur þótt ég liggja vel við höggi eftir að hafa lent í þessu Langholtsmáli sem svo var kallað,“ segir hann. Flóki segir að sér hafi þótt Langholtsmálið mjög sárt á sínum tíma. „Svo bættist þetta við. En ég lifi við það að það er búið að búa til mynd af mér sem ókunnugir margir hafa tileinkað sér,“ segir hann og segist ekki vita hvernig hann eigi að svara til þegar hann er spurður hvort hann sé sáttur við hlutskipti sitt í dag. „Svona fer lífið stundum,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Biðst afsökunar á sleggjudómum um dómstóla Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Sjá meira