Flóki segist ekki hafa afneitað jólasveininum Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. desember 2017 07:00 Flóki Kristinsson, Elínborg Sturludóttir, Geir Waage. „Það vill nú svo til að ég rakst á þetta um daginn þegar ég var að raða blöðum hjá mér og var með blaðið hérna fyrir framan mig,“ segir séra Flóki Kristinsson, sóknarprestur á Hvanneyri. Frétt DV frá 19. desember 2005 hristi verulega upp í fólki á sínum tíma. Þar var greint frá því að Flóki hefði sagt börnum í 1. bekk Andakílsskóla að jólasveinninn væri ekki til. Foreldrar sem tjáðu sig við blaðið á sínum tíma voru ósáttir við þessa afhjúpun. Flóki harðneitar því að hann hafi verið í krossferð gegn jólasveininum. Hann segir að þarna hafi verið sjö krakkar í 1. bekk grunnskóla sem voru nýkomin úr útiveru að þrátta um tilvist jólasveinsins. „Það var þarna strákur sem gafst upp fyrir þessum andmælum og spurði mig hvort jólasveinninn væri til. Ég svaraði drengnum þannig að ég sagði: Auðvitað er jólasveinninn til eins og Grýla er til í ævintýrunum. Þetta var nú allt og sumt,“ segir Flóki. Nokkrum dögum síðar hafi hann síðan verið í matvöruverslun og þá séð mynd af sjálfum sér á forsíðu DV.„Þetta var síðan bara sjatlað á fundi innan skólans. Ég einhvern veginn hafði ekki geð í mér til þess að vera að hafa mig í frammi út af þessu. Þetta varð síðan til þess að ég lét af störfum sem kennari,“ segir Flóki, sem starfar enn sem sóknarprestur á Hvanneyri. Hann segir DV hafa ítrekað birt fréttir af málinu. Nokkrum árum áður en frásögnin um afhjúpun Flóka birtist í DV höfðu fjölmiðlar sagt frá skoðanaskiptum hans við Jón heitinn Stefánsson organista í Langholtskirkju um staðsetningu á kirkjuorgelinu þar. „Fólki hefur þótt ég liggja vel við höggi eftir að hafa lent í þessu Langholtsmáli sem svo var kallað,“ segir hann. Flóki segir að sér hafi þótt Langholtsmálið mjög sárt á sínum tíma. „Svo bættist þetta við. En ég lifi við það að það er búið að búa til mynd af mér sem ókunnugir margir hafa tileinkað sér,“ segir hann og segist ekki vita hvernig hann eigi að svara til þegar hann er spurður hvort hann sé sáttur við hlutskipti sitt í dag. „Svona fer lífið stundum,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
„Það vill nú svo til að ég rakst á þetta um daginn þegar ég var að raða blöðum hjá mér og var með blaðið hérna fyrir framan mig,“ segir séra Flóki Kristinsson, sóknarprestur á Hvanneyri. Frétt DV frá 19. desember 2005 hristi verulega upp í fólki á sínum tíma. Þar var greint frá því að Flóki hefði sagt börnum í 1. bekk Andakílsskóla að jólasveinninn væri ekki til. Foreldrar sem tjáðu sig við blaðið á sínum tíma voru ósáttir við þessa afhjúpun. Flóki harðneitar því að hann hafi verið í krossferð gegn jólasveininum. Hann segir að þarna hafi verið sjö krakkar í 1. bekk grunnskóla sem voru nýkomin úr útiveru að þrátta um tilvist jólasveinsins. „Það var þarna strákur sem gafst upp fyrir þessum andmælum og spurði mig hvort jólasveinninn væri til. Ég svaraði drengnum þannig að ég sagði: Auðvitað er jólasveinninn til eins og Grýla er til í ævintýrunum. Þetta var nú allt og sumt,“ segir Flóki. Nokkrum dögum síðar hafi hann síðan verið í matvöruverslun og þá séð mynd af sjálfum sér á forsíðu DV.„Þetta var síðan bara sjatlað á fundi innan skólans. Ég einhvern veginn hafði ekki geð í mér til þess að vera að hafa mig í frammi út af þessu. Þetta varð síðan til þess að ég lét af störfum sem kennari,“ segir Flóki, sem starfar enn sem sóknarprestur á Hvanneyri. Hann segir DV hafa ítrekað birt fréttir af málinu. Nokkrum árum áður en frásögnin um afhjúpun Flóka birtist í DV höfðu fjölmiðlar sagt frá skoðanaskiptum hans við Jón heitinn Stefánsson organista í Langholtskirkju um staðsetningu á kirkjuorgelinu þar. „Fólki hefur þótt ég liggja vel við höggi eftir að hafa lent í þessu Langholtsmáli sem svo var kallað,“ segir hann. Flóki segir að sér hafi þótt Langholtsmálið mjög sárt á sínum tíma. „Svo bættist þetta við. En ég lifi við það að það er búið að búa til mynd af mér sem ókunnugir margir hafa tileinkað sér,“ segir hann og segist ekki vita hvernig hann eigi að svara til þegar hann er spurður hvort hann sé sáttur við hlutskipti sitt í dag. „Svona fer lífið stundum,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira