Ár liðið frá valdaránstilrauninni í Tyrklandi Ingvar Þór Björnsson skrifar 15. júlí 2017 10:29 Recap Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti. Hann hefur gegnt því embætti frá árinu 2014. Fjölmargir viðburðir verða haldnir víðs vegar í Tyrklandi í dag til að minnast þess að ár er liðið frá misheppnaðri valdaránstilraun þar í landi. Tilraunin var gerð af hluta Tyrklandshers en 260 manns létust í átökunum og að minnsta kosti 2196 slösuðust. Síðan þá hefur ríkisstjórnin rekið rúmlega 150 þúsund ríkisstarfsmenn. Þá hafa um 50.000 manns verið handteknir. Fyrstu dómarnir féllu í síðasta mánuði en þá dæmdi dómstóll í Ankara tuttugu og þrjá einstaklinga í lífstíðarfangelsi fyrir frelsissviptingu og að virða stjórnarskrána að vettugi. Ríkisstjórnin telur nauðsynlegt að uppræta stuðningsmenn tilraunarinnar. Auglýsingaskilti í Istanbúl þar sem sigri Erdogan er gert hátt undir höfði. Auglýsingaskilti af þessari gerð má finna víða í Tyrklandi í dag.Í gær voru sjö þúsund embættismenn og opinberir starfsmenn reknir samkvæmt tilskipun frá ríkisstjórninni. Rúmlega tvö þúsund lögreglumenn eru í þeim hópi og um þrjú hundruð háskólaprófessorar. Andstæðingar Erdogan telja að með þessum aðgerðum sé forsetinn að taka pólitíska andstæðinga sína úr umferð en í síðustu viku komu hundruðir þúsunda saman í Istanbúl til að mótmæla þessum aðgerðum. Skipuleggjandi mótmælanna, stjórnarandstæðingurinn Kemal Kilicdaroglu, fordæmdi valdaránstilraunina en sagði að aðgerðir Erdogans séu í raun og veru önnur valdaránstilraun. Forsetinn sakaði hins vegar mótmælendur um að styðja hryðjuverk.Fethullah Gulen á heimili sínu í Bandaríkjunum. Hann var eitt sinn bandamaður Erdogans en flúði til Bandaríkjanna árið 1999 þegar Erdogan hugðistað kæra hann fyrir landráð.Fjölmennar samkomur munu eiga sér stað seinna í dag. Til að mynda mun forsetinn ávarpa þingið á þeim tíma þegar það var sprengt fyrir ári. Einnig mun hann fagna deginum með stuðningmönnum sínum í Istanbúl á Bosphorus brúnni þar sem almenningur stóð upp í hárinu á hernum. Yfirvöld í Tyrklandi hafa sakað hreyfingu hliðhollri klerkinum Fethullah Gulen um að skipuleggja valdaránstilraunin. Gulen, sem býr í borginni Saylorsburgh í Bandaríkjunum, neitar allri aðild. Bandarísk yfirvöld hafa ekki fallist á að framselja hann til Tyrklands þrátt fyrir formlega beiðni Erdogans. Gulen hefur einnig fært rök fyrir því að valdaránstilraunin hafi verið sviðsett.Recap Tayyip Erdogan hefur gegnt embætti forseta Tyrklands frá árinu 2014. Hann var forsætisráðherra frá árinu 2003 og fram að embættistöku sinni sem forseti. Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Sjá meira
Fjölmargir viðburðir verða haldnir víðs vegar í Tyrklandi í dag til að minnast þess að ár er liðið frá misheppnaðri valdaránstilraun þar í landi. Tilraunin var gerð af hluta Tyrklandshers en 260 manns létust í átökunum og að minnsta kosti 2196 slösuðust. Síðan þá hefur ríkisstjórnin rekið rúmlega 150 þúsund ríkisstarfsmenn. Þá hafa um 50.000 manns verið handteknir. Fyrstu dómarnir féllu í síðasta mánuði en þá dæmdi dómstóll í Ankara tuttugu og þrjá einstaklinga í lífstíðarfangelsi fyrir frelsissviptingu og að virða stjórnarskrána að vettugi. Ríkisstjórnin telur nauðsynlegt að uppræta stuðningsmenn tilraunarinnar. Auglýsingaskilti í Istanbúl þar sem sigri Erdogan er gert hátt undir höfði. Auglýsingaskilti af þessari gerð má finna víða í Tyrklandi í dag.Í gær voru sjö þúsund embættismenn og opinberir starfsmenn reknir samkvæmt tilskipun frá ríkisstjórninni. Rúmlega tvö þúsund lögreglumenn eru í þeim hópi og um þrjú hundruð háskólaprófessorar. Andstæðingar Erdogan telja að með þessum aðgerðum sé forsetinn að taka pólitíska andstæðinga sína úr umferð en í síðustu viku komu hundruðir þúsunda saman í Istanbúl til að mótmæla þessum aðgerðum. Skipuleggjandi mótmælanna, stjórnarandstæðingurinn Kemal Kilicdaroglu, fordæmdi valdaránstilraunina en sagði að aðgerðir Erdogans séu í raun og veru önnur valdaránstilraun. Forsetinn sakaði hins vegar mótmælendur um að styðja hryðjuverk.Fethullah Gulen á heimili sínu í Bandaríkjunum. Hann var eitt sinn bandamaður Erdogans en flúði til Bandaríkjanna árið 1999 þegar Erdogan hugðistað kæra hann fyrir landráð.Fjölmennar samkomur munu eiga sér stað seinna í dag. Til að mynda mun forsetinn ávarpa þingið á þeim tíma þegar það var sprengt fyrir ári. Einnig mun hann fagna deginum með stuðningmönnum sínum í Istanbúl á Bosphorus brúnni þar sem almenningur stóð upp í hárinu á hernum. Yfirvöld í Tyrklandi hafa sakað hreyfingu hliðhollri klerkinum Fethullah Gulen um að skipuleggja valdaránstilraunin. Gulen, sem býr í borginni Saylorsburgh í Bandaríkjunum, neitar allri aðild. Bandarísk yfirvöld hafa ekki fallist á að framselja hann til Tyrklands þrátt fyrir formlega beiðni Erdogans. Gulen hefur einnig fært rök fyrir því að valdaránstilraunin hafi verið sviðsett.Recap Tayyip Erdogan hefur gegnt embætti forseta Tyrklands frá árinu 2014. Hann var forsætisráðherra frá árinu 2003 og fram að embættistöku sinni sem forseti.
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Sjá meira