Trump lofar forstjórum skattalækkun og að koma Obamacare fyrir kattarnef Heimir Már Pétursson skrifar 20. júlí 2017 19:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti vonar að John McCain öldungadeildarþingmaður jafni sig fljótt eftir að hann greindist með heilaæxli til að hann geti greitt atkvæði með frumvarpi sem komi heilbrigðislögum Obama fyrir kattarnef. Talið er að um tuttugu milljónir manna muni missa heilbrigðistryggingu sína nái frumvarp Trump fram að ganga. John McCain öldungadeildarþingmaður Repúblikana og forsetaframbjóðandi gegn Barack Obama fyrrverandi forseta greindist með heilaæxli í vikunni og er því frá þingstörfum. Bandarískir þingmenn þurfa hins vegar ekki að óttast að fá ekki heilbrigðisþjónustu þar sem starfi þeirra fylgir besta heilbrigðistrygging sem völ er á í Bandaríkjunum. Meirihluti Repúblikana í öldungadeildinni er naumur þar sem þeir hafa 52 fulltrúa af eitt hundrað. Nokkrir þingmenn hafa einnig gefið í skyn að þeir muni ekki styðja frumvarp Trump forseta um breytingar á lögum frá tíð Obama sem kölluð hafa verið Obamacare. Þeir óttast pólitískar afleiðingar verði frumvarpið að lögum en það gæti svift um 20 milljónir venjulegra Bandaríkjamanna heilbrigðistryggingu sinni. Donald Trump forseti Bandaríkjanna ítrekaði forgangsröð sína þegar forstjórar framleiðslufyrirtækja heimsóttu Hvíta húsið í dag. „Við verðum að lækka skatta á fyrirtæki til að þjóð okkar geti blómstrað, eina hæstu skatta í heimi. Við verðum að afnema Obamacare sem drepur störf í landinu, við verðum að gera það. Og ég get sagt ykkur að við vonum að John McCain jafni sig mjög fljótlega vegna þess að við söknum hans. Hann er sterk rödd í Washington og við þurfum á atkvæði hans að halda,“ sagði Trump og uppskar að launum mikinn hlátur hjá forstjórunum. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti vonar að John McCain öldungadeildarþingmaður jafni sig fljótt eftir að hann greindist með heilaæxli til að hann geti greitt atkvæði með frumvarpi sem komi heilbrigðislögum Obama fyrir kattarnef. Talið er að um tuttugu milljónir manna muni missa heilbrigðistryggingu sína nái frumvarp Trump fram að ganga. John McCain öldungadeildarþingmaður Repúblikana og forsetaframbjóðandi gegn Barack Obama fyrrverandi forseta greindist með heilaæxli í vikunni og er því frá þingstörfum. Bandarískir þingmenn þurfa hins vegar ekki að óttast að fá ekki heilbrigðisþjónustu þar sem starfi þeirra fylgir besta heilbrigðistrygging sem völ er á í Bandaríkjunum. Meirihluti Repúblikana í öldungadeildinni er naumur þar sem þeir hafa 52 fulltrúa af eitt hundrað. Nokkrir þingmenn hafa einnig gefið í skyn að þeir muni ekki styðja frumvarp Trump forseta um breytingar á lögum frá tíð Obama sem kölluð hafa verið Obamacare. Þeir óttast pólitískar afleiðingar verði frumvarpið að lögum en það gæti svift um 20 milljónir venjulegra Bandaríkjamanna heilbrigðistryggingu sinni. Donald Trump forseti Bandaríkjanna ítrekaði forgangsröð sína þegar forstjórar framleiðslufyrirtækja heimsóttu Hvíta húsið í dag. „Við verðum að lækka skatta á fyrirtæki til að þjóð okkar geti blómstrað, eina hæstu skatta í heimi. Við verðum að afnema Obamacare sem drepur störf í landinu, við verðum að gera það. Og ég get sagt ykkur að við vonum að John McCain jafni sig mjög fljótlega vegna þess að við söknum hans. Hann er sterk rödd í Washington og við þurfum á atkvæði hans að halda,“ sagði Trump og uppskar að launum mikinn hlátur hjá forstjórunum.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Sjá meira