Sólríkir hveitibrauðsdagar Guðný Hrönn skrifar 20. júlí 2017 13:15 Aron Einar og Kristbjörg Jónasdóttir vörðu hveitibrauðsdögunum á Maldíveyjum. MYND/KRISTBJÖRG Nýgift hjón fagna gjarnan ástinni með því að fara í skemmtiferð út fyrir landsteinana á hveitibrauðsdögunum. Sólríkir staðir eru vinsælir, gríska eyjan Mykonos og Seychelles-eyjar þykja til dæmis fullkomnir áfangastaðir fyrir ástfangin pör. Knattspyrnumaðurinn Aron Einar Gunnarsson og einkaþjálfarinn Kristbjörg Jónasdóttir fögnuðu ástinni á Maldíveyjum. „Það hefur alltaf verið draumur að fara til Maldíveyja og við ákváðum að láta verða af því að fara þangað í brúðkaupsferð. Við sjáum sko ekki eftir því,“ segir Kristbjörg sem gefur Maldív eyjum hæstu einkunn.„Við vorum á eyju sem heitir Hurawalhi og ef ég ætti að lýsa henni í einu orði þá væri það: „draumaparadís“. Maturinn var mjög góður og þjónustan og allt þjónustufólk yndislegt. Þó svo að ferðalagið hafi verið langt þá var þetta 100% þess virði,“ segir Kristbjörg sem náði góðri slökun í brúð- kaupsferðinni. „Það er ekkert það mikið sem er hægt að gera en alltaf hægt að finna eitthvað, fullkomið fyrir afslöppun og til að njóta með makanum. Þetta er ekta áfangastaður fyrir kærustupör eða hjón, og ég mæli klárlega með þessum stað.“Ása Reginsdóttir og Emil Hallfreðsson giftu sig árið 2012 og eftir það var haldið til Dubai.„Við fórum til Dubai beint eftir brúðkaupið en þar vorum við viss um að fá sól og hita. Og þangað var þægilegt og gott að fara með son okkar sem var þá kornabarn.“ „Ári seinna fórum við svo bara tvö í örlítið rómantískari ferð til Santorini og Mykonos og það má eiginlega segja að það hafi verið hin eiginlega brúðkaupsferð,“ segir Ása.Vilhjálmur prins og Katrín, hertogaynja- af Cambridge, giftu sig árið 2011 og vörðu svo hveitibrauðsdögunum á afskekktum stað á Seych elleseyjum.Bubbi Morthens og Hrafnhildur Hafsteinsdóttir héldu til rómantísku borgarinnar Par- ísar eftir brúðkaupið árið 2008.Jennifer Aniston og Justin Theroux vörðu sínum hveitibrauðsdögum á eldfjallaeyjunni Bora-Bora. Hjónin Chrissy Teigen og John Legend nutu lífsins í í Portofino á Ítalíu. Þau gengu í það heilaga á Ítalíu árið 2013. Söngvarinn Jón Ragnar Jónsson og tannlæknirinn Hafdís Björk Jónsdóttir létu pússa sig saman í byrjun júlí. Þau fögnuðu ástinni á Mykonos og svo á Santorini. HJÓN á Mykonos... Ennþá að springa úr ást og þakklæti í garð allra snillinganna í kringum okkur sem gerðu daginn okkar ógleymanlegan og partíið tryllt ❤️ #hjon1717 A post shared by Jon Jonsson (@jonjonssonmusic) on Jul 7, 2017 at 12:56pm PDTTónlistarfólkið Beyoncé og Jay Z giftu sig árið 2008 og fóru til Maldíveyja í brúðkaupsferð. Árið 1956 gitust leik konan Grace Kelly og Rainier fursti af Mónakó. Því var fagnað með sjö vikna brúðkaupsferð um Miðjarðar haf. Hönnuðurinn Victoria Beckham og fyrrverandi fótboltakappinn David Beckham vörðu hveitibrauðsdögunum í París árið 1999.George Clooney og Amal Alamuddin fóru til Seychelles-eyja til að fagna hjónabandi sínu en þau giftu sig árið 2014 á Ítalíu. Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Frægar í fantaformi Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira
Nýgift hjón fagna gjarnan ástinni með því að fara í skemmtiferð út fyrir landsteinana á hveitibrauðsdögunum. Sólríkir staðir eru vinsælir, gríska eyjan Mykonos og Seychelles-eyjar þykja til dæmis fullkomnir áfangastaðir fyrir ástfangin pör. Knattspyrnumaðurinn Aron Einar Gunnarsson og einkaþjálfarinn Kristbjörg Jónasdóttir fögnuðu ástinni á Maldíveyjum. „Það hefur alltaf verið draumur að fara til Maldíveyja og við ákváðum að láta verða af því að fara þangað í brúðkaupsferð. Við sjáum sko ekki eftir því,“ segir Kristbjörg sem gefur Maldív eyjum hæstu einkunn.„Við vorum á eyju sem heitir Hurawalhi og ef ég ætti að lýsa henni í einu orði þá væri það: „draumaparadís“. Maturinn var mjög góður og þjónustan og allt þjónustufólk yndislegt. Þó svo að ferðalagið hafi verið langt þá var þetta 100% þess virði,“ segir Kristbjörg sem náði góðri slökun í brúð- kaupsferðinni. „Það er ekkert það mikið sem er hægt að gera en alltaf hægt að finna eitthvað, fullkomið fyrir afslöppun og til að njóta með makanum. Þetta er ekta áfangastaður fyrir kærustupör eða hjón, og ég mæli klárlega með þessum stað.“Ása Reginsdóttir og Emil Hallfreðsson giftu sig árið 2012 og eftir það var haldið til Dubai.„Við fórum til Dubai beint eftir brúðkaupið en þar vorum við viss um að fá sól og hita. Og þangað var þægilegt og gott að fara með son okkar sem var þá kornabarn.“ „Ári seinna fórum við svo bara tvö í örlítið rómantískari ferð til Santorini og Mykonos og það má eiginlega segja að það hafi verið hin eiginlega brúðkaupsferð,“ segir Ása.Vilhjálmur prins og Katrín, hertogaynja- af Cambridge, giftu sig árið 2011 og vörðu svo hveitibrauðsdögunum á afskekktum stað á Seych elleseyjum.Bubbi Morthens og Hrafnhildur Hafsteinsdóttir héldu til rómantísku borgarinnar Par- ísar eftir brúðkaupið árið 2008.Jennifer Aniston og Justin Theroux vörðu sínum hveitibrauðsdögum á eldfjallaeyjunni Bora-Bora. Hjónin Chrissy Teigen og John Legend nutu lífsins í í Portofino á Ítalíu. Þau gengu í það heilaga á Ítalíu árið 2013. Söngvarinn Jón Ragnar Jónsson og tannlæknirinn Hafdís Björk Jónsdóttir létu pússa sig saman í byrjun júlí. Þau fögnuðu ástinni á Mykonos og svo á Santorini. HJÓN á Mykonos... Ennþá að springa úr ást og þakklæti í garð allra snillinganna í kringum okkur sem gerðu daginn okkar ógleymanlegan og partíið tryllt ❤️ #hjon1717 A post shared by Jon Jonsson (@jonjonssonmusic) on Jul 7, 2017 at 12:56pm PDTTónlistarfólkið Beyoncé og Jay Z giftu sig árið 2008 og fóru til Maldíveyja í brúðkaupsferð. Árið 1956 gitust leik konan Grace Kelly og Rainier fursti af Mónakó. Því var fagnað með sjö vikna brúðkaupsferð um Miðjarðar haf. Hönnuðurinn Victoria Beckham og fyrrverandi fótboltakappinn David Beckham vörðu hveitibrauðsdögunum í París árið 1999.George Clooney og Amal Alamuddin fóru til Seychelles-eyja til að fagna hjónabandi sínu en þau giftu sig árið 2014 á Ítalíu.
Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Frægar í fantaformi Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira