Íbúar hafa ýmist skemmt sér af útliti trésins eða lýst yfir reiði sinni með val bæjarstarfsmanna á jólatré.
„Jólatrésskrímsli“ og „Ég hef aldrei séð neitt svo ljótt“ eru meðal orða sem hafa verið látin falla um tréð sem staðsett er fyrir utan gamla apótekið í bænum.
Mogens Kristensen, starfsmaður bæjarins, segir í samtali við BT að fjöldi kvartana hafi borist og þykir honum leitt að bæjarbúar hafi fengið svo ljótt tré til að skapa jólastemmningu á götum bæjarins. Hann heitir því að tréð verði fjarlægt síðar í vikunni.
Að neðan má sjá mynd af trénu sem farið hefur í dreifingu á Facebook.