Innlent

Ekkert dregið úr rafleiðni og enn brennisteinsfnykur

Gissur Sigurðsson skrifar
Hvannadalshnjúkur er hæsti tindur Öræfajökuls.
Hvannadalshnjúkur er hæsti tindur Öræfajökuls. VÍSIR/VILHELM
Rafleiðni í Kvíá undan Öræfajökli mældist svipuð í nótt og undanfarna daga. Enn er sterk brennisteinslykt af henni samkvæmt athugunum tveggja starfsmanna Veðurstofunnar á vettvangi í nótt. Þá var þar sáralítil skjálftavirkni.

Afleit veðurspá er fyrir svæðið og gæti óveður truflað eftirlit síðar í dag og næstu daga.

Sjá einnig: Björgunarsveitir koma fólki til bjargar á Holtavörðuheiði

Síðdegis er spáð að ofsaveður mælist í vindhviðum í Öræfasveit og hefur borgarafundi með viðbragðsaðilum og heimamönnum um drög að neyðarrýmingaráæltun verið frestað um óákveðinn tíma.

Enn er verið að vinna úr gögnum sem vísindamenn öfluðu á svæðinu um helgina og er búist við niðurstöðum fyrir helgi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×