Undirbúa embættissviptingu Mugabe Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. nóvember 2017 06:00 Nemendur við Háskólann í Simbabve mótmæltu í gær, vopnaðir mynd af forsetaefninu Emmerson Mnangagwa. Þeir kröfðust afsagnar Mugabe og þess að Grace Mugabe forsetafrú yrði svipt doktorsgráðu sinni. vísir/afp Zanu-PF, ráðandi stjórnmálaflokkur í Simbabve, hóf undirbúning embættissviptingar (e. impeachment) forsetans Roberts Mugabe í gær. Mugabe hafði fengið frest frá flokknum í gær til að segja af sér en gerði ekki. BBC fjallaði í gær um drögin að embættissviptingartillögunni sem lögð verður fyrir þingið. Í drögunum er Mugabe sagður valda óstöðugleika í ríkinu, hann hafi sýnt lögum og reglu vanvirðingu og fordæmalaus niðursveifla hagkerfisins undanfarin fimmtán ár sé honum að kenna. Tillagan verður að öllum líkindum tekin fyrir þegar þing kemur saman í dag. Lovemore Matuke, hátt settur þingmaður Zanu-PF, sagði við Reuters í gær að fundað hafi verið um tillöguna í gær. Í frétt miðilsins kemur fram að í ljósi þess yfirgnæfandi meirihluta sem er að baki sviptingunni yrði málið ef til vill klárað á morgun. Þeir lögfræðingar sem BBC ræddi við eru ögn varkárari. Telja þeir að ferlið gæti tekið nokkra daga. Þótt Mugabe hafi ekki sagt af sér í gær er óhætt að segja að þrýstingurinn á hann sé mikill. Meirihluti flokks hans er á móti honum sem og öll stjórnarandstaðan. Þá tók herinn völdin í landinu í síðustu viku og setti forsetann í stofufangelsi. Er talið líklegt að kveikjan að aðgerðum hersins hafi verið brottrekstur varaforsetans Emmersons Mnangagwa. Sá þótti líklegur arftaki Mugabe en forsetafrúin, Grace Mugabe, vill einnig taka við af hinum 93 ára forseta. Þótti forsetinn lýsa yfir stuðningi við eiginkonuna með aðgerðum sínum. Ungliðahreyfing Zanu-PF var harðorð í garð Grace Mugabe í yfirlýsingu sem ríkisblaðið Herald fjallaði um í gær. Kom þar fram að frú Mugabe væri ekki nógu fáguð og hefði ekki sterkt móðureðli, það sæist best á hinu ljóta orðbragði sem hún notaði á stuðningsmannafundum. Hreyfingin ályktaði einnig að reka bæri formanninn Kudzanai Chipanga og varaformanninn Mpehlabayo úr embættum sínum auk nokkurra annarra. Viðkomandi eru yfirlýstir stuðningsmenn Grace Mugabe. Þess ber þó að geta að Herald hefur verið gagnrýnt talsvert fyrir hlutdrægni og þykir hliðhollt Zanu-PF. Hin áhrifamiklu samtök uppgjafahermanna í landinu héldu því fram í gær að Mugabe hafi skipt út þeirri ræðu sem hann flutti á sunnudagskvöld á síðustu stundu. Mugabe hafi átt að segja af sér í ávarpinu, sem var hans fyrsta frá því herinn tók völdin, en hafi skipt út ræðunni til að komast hjá því. „Það olli okkur vonbrigðum að forsetinn, umkringdur herforingjum, skipti um ræðu,“ sagði Chris Mutsvangwa, formaður samtakanna, í gær. Sagði hann að uppgjafahermenn myndu kalla til mótmæla og beita sér gegn forsetanum ef hann segði ekki af sér. Mugabe minntist ekki einu orði í ræðu sinni á þann þrýsting sem hann er nú beittur heldur lýsti hann því yfir að herinn hefði ekkert gert af sér þegar hann tók völdin í landinu. „Hvað sem manni kann að finnast um kosti og galla aðgerða hersins ber ég, sem æðsti yfirmaður hersins, virðingu fyrir áhyggjum hermanna,“ sagði Mugabe. Minntist hann jafnframt á að landsþing Zanu-PF eigi að fara fram í desember og sagðist hann ætla að stýra þinginu. Áður en Mugabe tók til máls var tilkynnt um að Mnangagwa yrði forsetaefni flokksins í kosningunum sem fram eiga að fara á næsta ári. Þá var Grace Mugabe jafnframt rekin úr flokknum. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Settur af sem formaður en hyggst sitja áfram Forseta Simbabve bíður vantraustsyfirlýsing síðar í dag segi hann ekki af sér af sjálfsdáðum. Skautaði fram hjá aðstæðum í ávarpi í gærkvöldi. Eiginkona hans og samstarfsmenn hennar hafa verið rekin með skömm úr stjórnarflokknum. 20. nóvember 2017 06:00 Þúsundir mótmæla í Simbabve og krefjast afsagnar Mugabe Mótmælendur krefjast afsagnar Mugabe, sem hefur gegnt embætti forseta í 37 ár. 18. nóvember 2017 11:38 Mugabe settur af sem leiðtogi flokksins Fyrrverandi varaforseti Simbabve, Emmerson Mnangagwa, hefur verið skipaður nýr leiðtogi Zanu-PF. 19. nóvember 2017 13:49 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Zanu-PF, ráðandi stjórnmálaflokkur í Simbabve, hóf undirbúning embættissviptingar (e. impeachment) forsetans Roberts Mugabe í gær. Mugabe hafði fengið frest frá flokknum í gær til að segja af sér en gerði ekki. BBC fjallaði í gær um drögin að embættissviptingartillögunni sem lögð verður fyrir þingið. Í drögunum er Mugabe sagður valda óstöðugleika í ríkinu, hann hafi sýnt lögum og reglu vanvirðingu og fordæmalaus niðursveifla hagkerfisins undanfarin fimmtán ár sé honum að kenna. Tillagan verður að öllum líkindum tekin fyrir þegar þing kemur saman í dag. Lovemore Matuke, hátt settur þingmaður Zanu-PF, sagði við Reuters í gær að fundað hafi verið um tillöguna í gær. Í frétt miðilsins kemur fram að í ljósi þess yfirgnæfandi meirihluta sem er að baki sviptingunni yrði málið ef til vill klárað á morgun. Þeir lögfræðingar sem BBC ræddi við eru ögn varkárari. Telja þeir að ferlið gæti tekið nokkra daga. Þótt Mugabe hafi ekki sagt af sér í gær er óhætt að segja að þrýstingurinn á hann sé mikill. Meirihluti flokks hans er á móti honum sem og öll stjórnarandstaðan. Þá tók herinn völdin í landinu í síðustu viku og setti forsetann í stofufangelsi. Er talið líklegt að kveikjan að aðgerðum hersins hafi verið brottrekstur varaforsetans Emmersons Mnangagwa. Sá þótti líklegur arftaki Mugabe en forsetafrúin, Grace Mugabe, vill einnig taka við af hinum 93 ára forseta. Þótti forsetinn lýsa yfir stuðningi við eiginkonuna með aðgerðum sínum. Ungliðahreyfing Zanu-PF var harðorð í garð Grace Mugabe í yfirlýsingu sem ríkisblaðið Herald fjallaði um í gær. Kom þar fram að frú Mugabe væri ekki nógu fáguð og hefði ekki sterkt móðureðli, það sæist best á hinu ljóta orðbragði sem hún notaði á stuðningsmannafundum. Hreyfingin ályktaði einnig að reka bæri formanninn Kudzanai Chipanga og varaformanninn Mpehlabayo úr embættum sínum auk nokkurra annarra. Viðkomandi eru yfirlýstir stuðningsmenn Grace Mugabe. Þess ber þó að geta að Herald hefur verið gagnrýnt talsvert fyrir hlutdrægni og þykir hliðhollt Zanu-PF. Hin áhrifamiklu samtök uppgjafahermanna í landinu héldu því fram í gær að Mugabe hafi skipt út þeirri ræðu sem hann flutti á sunnudagskvöld á síðustu stundu. Mugabe hafi átt að segja af sér í ávarpinu, sem var hans fyrsta frá því herinn tók völdin, en hafi skipt út ræðunni til að komast hjá því. „Það olli okkur vonbrigðum að forsetinn, umkringdur herforingjum, skipti um ræðu,“ sagði Chris Mutsvangwa, formaður samtakanna, í gær. Sagði hann að uppgjafahermenn myndu kalla til mótmæla og beita sér gegn forsetanum ef hann segði ekki af sér. Mugabe minntist ekki einu orði í ræðu sinni á þann þrýsting sem hann er nú beittur heldur lýsti hann því yfir að herinn hefði ekkert gert af sér þegar hann tók völdin í landinu. „Hvað sem manni kann að finnast um kosti og galla aðgerða hersins ber ég, sem æðsti yfirmaður hersins, virðingu fyrir áhyggjum hermanna,“ sagði Mugabe. Minntist hann jafnframt á að landsþing Zanu-PF eigi að fara fram í desember og sagðist hann ætla að stýra þinginu. Áður en Mugabe tók til máls var tilkynnt um að Mnangagwa yrði forsetaefni flokksins í kosningunum sem fram eiga að fara á næsta ári. Þá var Grace Mugabe jafnframt rekin úr flokknum.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Settur af sem formaður en hyggst sitja áfram Forseta Simbabve bíður vantraustsyfirlýsing síðar í dag segi hann ekki af sér af sjálfsdáðum. Skautaði fram hjá aðstæðum í ávarpi í gærkvöldi. Eiginkona hans og samstarfsmenn hennar hafa verið rekin með skömm úr stjórnarflokknum. 20. nóvember 2017 06:00 Þúsundir mótmæla í Simbabve og krefjast afsagnar Mugabe Mótmælendur krefjast afsagnar Mugabe, sem hefur gegnt embætti forseta í 37 ár. 18. nóvember 2017 11:38 Mugabe settur af sem leiðtogi flokksins Fyrrverandi varaforseti Simbabve, Emmerson Mnangagwa, hefur verið skipaður nýr leiðtogi Zanu-PF. 19. nóvember 2017 13:49 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Settur af sem formaður en hyggst sitja áfram Forseta Simbabve bíður vantraustsyfirlýsing síðar í dag segi hann ekki af sér af sjálfsdáðum. Skautaði fram hjá aðstæðum í ávarpi í gærkvöldi. Eiginkona hans og samstarfsmenn hennar hafa verið rekin með skömm úr stjórnarflokknum. 20. nóvember 2017 06:00
Þúsundir mótmæla í Simbabve og krefjast afsagnar Mugabe Mótmælendur krefjast afsagnar Mugabe, sem hefur gegnt embætti forseta í 37 ár. 18. nóvember 2017 11:38
Mugabe settur af sem leiðtogi flokksins Fyrrverandi varaforseti Simbabve, Emmerson Mnangagwa, hefur verið skipaður nýr leiðtogi Zanu-PF. 19. nóvember 2017 13:49