„Við viljum vera siðmenntað ríki sem þýðir að við gefum mönnum annað tækifæri“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. júní 2017 22:00 Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Roberts Downey, sem í dag hlaut á ný lögmannsréttindi. vísir/gva Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Roberts Downey sem í dag hlaut lögmannsréttindi á ný, gagnrýnir fjölmiðla fyrir að rifja upp þau brot sem skjólstæðingur hans var dæmdur fyrir í Hæstarétti árið 2008. Ekki er laust við að nokkurrar reiði gæti á samfélagsmiðlum vegna málsins en Jón Steinar minnir á að í íslenskum rétti sé það svo að menn fái annað tækifæri. Robert, sem áður hét Róbert Árni Hreiðarsson, var árið 2008 dæmdur í Hæstarétti í þriggja ára fangelsi fyrir að brjóta gegn fjórum unglingsstúlkum. Í september í fyrra veitti Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, honum uppreist æru eftir tillögu frá Ólöfu Nordal, þáverandi innanríkisráðherra, og er hann því með óflekkað mannorð samkvæmt lögum.Þórdís Elva Þorvaldsdóttir sem barist hefur gegn kynbundnu ofbeldi í fjölda ára birti þessa færslu á Facebook í dag vegna máls Roberts Downey.Í dómi Hæstaréttar er vísað í að árið 1980 fékk maður, sem dæmdur hafði verið í 16 ára fangelsi fyrir manndráp, lögmannsréttindi á ný eftir að hafa verið sviptur þeim. Jón Steinar segir að honum finnist þessi tilvísun Hæstaréttar sérkennileg og langsótt en hún sé í raun ekki aðalatriðið í málinu. „Aðalatriðið er auðvitað það að við viljum vera siðmenntað ríki sem þýðir að við gefum mönnum sem hafa brotið af sér, verið dæmdir fyrir það og tekið út sína refsingu annað tækifæri. Íslensk lög ganga út á það, menn geta svo fengið uppreist æru og starfsréttindi sín aftur sem hafa verið tekin af þeim,“ segir Jón Steinar í samtali við Vísi. Undrar sig á reiði fólks vegna málsins „Í þessu tilfelli missti maðurinn ekki starfsréttindin út af því að hann hafði misfarið neitt með þau heldur hafði hann brotið af sér á annan hátt. Í málinu núna var ekki bara sýnt fram á það að hann hefði fengið uppreist æru heldur voru líka lögð fram gögn um það að hann hefði leitað sér hjálpar við þeim vanda sem leiddu hann í þessi brot og vottorð voru lögð fram um það. En það er þó ekkert minnst á það í forsendum Hæstaréttar.“ Jón Steinar undrar sig á reiði fólks vegna þessa máls. „Mér finnst að fólk eigi ekki að stíga svona til jarðar. Það sem er verið að gera hér er að það er verið að veita manni sem hefur misstigið sig illilega annað tækifæri. Er fólk á móti því? Vill fólk að ef manni verður eitthvað á í lífinu að hann sé þá bara dæmdur út úr okkar samfélagi til æviloka? Ef maðurinn sér að eins og þessi maður telur sig hafa gert, hvaða skaði er að því að hann fái annað tækifæri? Getur hann gert einhverjum eitthvað þó að hann fái málflutningsleyfið aftur?“Einhverjir óttast að hann kunni að brjóta af sér aftur? „Það veit enginn um það hver brýtur af sér. Ég gæti gert það og þú gætir gert það. Það er enginn óhultur fyrir því og eins er með þennan mann, það er ekki tæknilega útilokað. Að vísu telur hann sig hafa yfirunnið þessa bágu hvöt sem olli því að hann framdi þessi brot,“ segir Jón Steinar. Tengdar fréttir Dæmdur kynferðisbrotamaður fær lögmannsréttindi á ný Maður sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum hefur fengið lögmannsréttindi sín á ný samkvæmt úrskurði Hæstaréttar. 15. júní 2017 17:33 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Roberts Downey sem í dag hlaut lögmannsréttindi á ný, gagnrýnir fjölmiðla fyrir að rifja upp þau brot sem skjólstæðingur hans var dæmdur fyrir í Hæstarétti árið 2008. Ekki er laust við að nokkurrar reiði gæti á samfélagsmiðlum vegna málsins en Jón Steinar minnir á að í íslenskum rétti sé það svo að menn fái annað tækifæri. Robert, sem áður hét Róbert Árni Hreiðarsson, var árið 2008 dæmdur í Hæstarétti í þriggja ára fangelsi fyrir að brjóta gegn fjórum unglingsstúlkum. Í september í fyrra veitti Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, honum uppreist æru eftir tillögu frá Ólöfu Nordal, þáverandi innanríkisráðherra, og er hann því með óflekkað mannorð samkvæmt lögum.Þórdís Elva Þorvaldsdóttir sem barist hefur gegn kynbundnu ofbeldi í fjölda ára birti þessa færslu á Facebook í dag vegna máls Roberts Downey.Í dómi Hæstaréttar er vísað í að árið 1980 fékk maður, sem dæmdur hafði verið í 16 ára fangelsi fyrir manndráp, lögmannsréttindi á ný eftir að hafa verið sviptur þeim. Jón Steinar segir að honum finnist þessi tilvísun Hæstaréttar sérkennileg og langsótt en hún sé í raun ekki aðalatriðið í málinu. „Aðalatriðið er auðvitað það að við viljum vera siðmenntað ríki sem þýðir að við gefum mönnum sem hafa brotið af sér, verið dæmdir fyrir það og tekið út sína refsingu annað tækifæri. Íslensk lög ganga út á það, menn geta svo fengið uppreist æru og starfsréttindi sín aftur sem hafa verið tekin af þeim,“ segir Jón Steinar í samtali við Vísi. Undrar sig á reiði fólks vegna málsins „Í þessu tilfelli missti maðurinn ekki starfsréttindin út af því að hann hafði misfarið neitt með þau heldur hafði hann brotið af sér á annan hátt. Í málinu núna var ekki bara sýnt fram á það að hann hefði fengið uppreist æru heldur voru líka lögð fram gögn um það að hann hefði leitað sér hjálpar við þeim vanda sem leiddu hann í þessi brot og vottorð voru lögð fram um það. En það er þó ekkert minnst á það í forsendum Hæstaréttar.“ Jón Steinar undrar sig á reiði fólks vegna þessa máls. „Mér finnst að fólk eigi ekki að stíga svona til jarðar. Það sem er verið að gera hér er að það er verið að veita manni sem hefur misstigið sig illilega annað tækifæri. Er fólk á móti því? Vill fólk að ef manni verður eitthvað á í lífinu að hann sé þá bara dæmdur út úr okkar samfélagi til æviloka? Ef maðurinn sér að eins og þessi maður telur sig hafa gert, hvaða skaði er að því að hann fái annað tækifæri? Getur hann gert einhverjum eitthvað þó að hann fái málflutningsleyfið aftur?“Einhverjir óttast að hann kunni að brjóta af sér aftur? „Það veit enginn um það hver brýtur af sér. Ég gæti gert það og þú gætir gert það. Það er enginn óhultur fyrir því og eins er með þennan mann, það er ekki tæknilega útilokað. Að vísu telur hann sig hafa yfirunnið þessa bágu hvöt sem olli því að hann framdi þessi brot,“ segir Jón Steinar.
Tengdar fréttir Dæmdur kynferðisbrotamaður fær lögmannsréttindi á ný Maður sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum hefur fengið lögmannsréttindi sín á ný samkvæmt úrskurði Hæstaréttar. 15. júní 2017 17:33 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Dæmdur kynferðisbrotamaður fær lögmannsréttindi á ný Maður sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum hefur fengið lögmannsréttindi sín á ný samkvæmt úrskurði Hæstaréttar. 15. júní 2017 17:33