Katar kaupir orustuflugvélar af Bandaríkjamönnum
BBC greinir frá því að vélarnar hafi kostað 12 milljarða Bandaríkjadala, rúmlega 1.200 milljarða króna, og gengið hafi verið frá kaupunum í Washington í dag.
Stjórnvöld í Katar hafna ásökunum um að yfirvöld séu að fjármagna hryðjuverkasamtök. Fyrr í þessum mánuði slitu Sádi Arabía, Egyptaland, Barein, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Jemen stjórnmálasambandi við Katar út af því.
Stærsta herstöð Bandaríkjanna í mið-Austurlöndum er í Katar í Al-Udeid. Þar búa 10 þúsund bandarískir hermenn sem gegna lykilhlutverki í baráttu Bandaríkjanna við meðlimi Íslamska ríkisins í Sýrlandi og Írak.
Tengdar fréttir
Neikvæð efnahagsleg áhrif líklega þegar komin fram í Katar
Vísbendingar eru um að ákvörðun arabaríkja um að slíta stjórnmálasambandi við Katar hafi nú þegar haft skaðleg efnahags- og félagsleg áhrif á landið.
Katar ætlar ekki að leggja árar í bát
Utanríkisráðherra Katar segir þarlend stjórnvöld ekki ætla að lúffa fyrir nágrannaríkjum sínum þrátt fyrir viðskiptaþvinganir. Erindrekar sem reyna að miðla málum segja að markmiðið þessa stundina sé að koma í veg fyrir að samskipti arabaríkjanna versni ekki enn frekar.
Íran sendir hundruð tonna af mat til Katar
Írönsk yfirvöld hafa sent fjórar flugvélar af mat til Katar en yfirvöld þar í landi reyna nú að bæta í forðabúr sitt eftir að helstu birgðasalar þess slitu stjórnmála- og viðskiptasambandi við landið.
Trump ræddi við konung Sádí Arabíu um Katar
Bandaríkjaforseti hvatti konung til samstöðu ríkjanna við Persaflóann sem nú hafa einangrað Katar sökum meints stuðnings ríkisins við hryðjuverkamenn.