Brexit gæti leitt til greiðari markaðsaðgangs fyrir Ísland Sæunn Gísladóttir skrifar 15. júní 2017 07:00 Brexit gæti haft í för tækifæri fyrir íslenskan sjávarútveg. Vísir/Vilhelm „Í þeim skilaboðum sem ég hef séð frá breskum stjórnvöldum og af þeim fundum sem ég hef setið þá er ríkur vilji af hálfu Breta að halda áfram að vinna að traustu viðskiptasambandi við Ísland. Við höfum séð jákvæð merki um það og finnum ekki fyrir öðru,“ segir Ingólfur Friðriksson, sérfræðingur hjá utanríkisráðuneytinu. Ingólfur heldur erindi á morgunverðarfundi sem fer fram á Grand Hóteli í dag undir yfirskriftinni Brexit – tækifæri og áskoranir til sjós og lands. „Þetta er stórt og mikið hagsmunamál, þetta er nágrannaríki okkar og 11 prósent af þjónustu- og vöruviðskiptum fara þangað, það er mikilvægt að tryggja íslenska hagsmuni,“ segir Ingólfur.Ingólfur Friðriksson, sérfræðingur hjá utanríkisráðuneytinu. Mynd/AðsendFram kemur í hagsmunagreiningu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins frá því í lok maí að tryggja megi áframhaldandi greiðan markaðsaðgang fyrir íslenskar sjávarafurðir til Bretlands með gerð hagfellds fríverslunarsamnings, tvíhliða eða með hinum EFTA-ríkjunum. Slíkur samningur gæti skapað tækifæri fyrir enn greiðari aðgang en nú er með því að tollar féllu einnig niður af afurðum sem í dag bera toll inn til ESB. Ingólfur bendir á að margar af okkar helstu útflutningsvörum til Bretlands njóti fríverslunar í dag. Ef ekki væri fyrir EES-samninginn myndu vörur okkar mæta allt að 18 prósenta tollum. Ingólfur telur þó tækifæri í að endursemja við Breta. „Það sem við þurfum að horfast í augu við er að EES-samningurinn og þeir samningar sem við höfum verið að styðjast við eru orðnir dálítið gamlir. Við erum enn að byggja ákveðin viðskiptakjör á samningum frá 1972 og 1992, þó að þessir samningar gefi okkur mikinn aðgang inn á Evrópu þá taka þeir mið af viðskiptamynstri sem var þá. Í dag er til dæmis meiri eftirspurn eftir ferskum fiski sem þetta endurspeglar ekki. Þarna eru vissulega sóknartækifæri í samningum við Bretana og hina á Evrópumarkaði,“ segir Ingólfur. Að hans mati munu nýliðnar kosningar í Bretlandi koma til með að hafa áhrif á samninga. „Óvissan er núna um hvort stefnubreytingu verði, um hvað Brexit muni þýða og hvað muni taka við, hvort það verði „hart“ eða „mjúkt“ Brexit.“ Verið er að vinna hagsmunagreiningu með þátttöku allra ráðuneyta. Þegar hún liggur fyrir verður farið í viðtækt samráð við hagsmunaaðila til að undirbúa Ísland áfram fyrir viðræðurnar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
„Í þeim skilaboðum sem ég hef séð frá breskum stjórnvöldum og af þeim fundum sem ég hef setið þá er ríkur vilji af hálfu Breta að halda áfram að vinna að traustu viðskiptasambandi við Ísland. Við höfum séð jákvæð merki um það og finnum ekki fyrir öðru,“ segir Ingólfur Friðriksson, sérfræðingur hjá utanríkisráðuneytinu. Ingólfur heldur erindi á morgunverðarfundi sem fer fram á Grand Hóteli í dag undir yfirskriftinni Brexit – tækifæri og áskoranir til sjós og lands. „Þetta er stórt og mikið hagsmunamál, þetta er nágrannaríki okkar og 11 prósent af þjónustu- og vöruviðskiptum fara þangað, það er mikilvægt að tryggja íslenska hagsmuni,“ segir Ingólfur.Ingólfur Friðriksson, sérfræðingur hjá utanríkisráðuneytinu. Mynd/AðsendFram kemur í hagsmunagreiningu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins frá því í lok maí að tryggja megi áframhaldandi greiðan markaðsaðgang fyrir íslenskar sjávarafurðir til Bretlands með gerð hagfellds fríverslunarsamnings, tvíhliða eða með hinum EFTA-ríkjunum. Slíkur samningur gæti skapað tækifæri fyrir enn greiðari aðgang en nú er með því að tollar féllu einnig niður af afurðum sem í dag bera toll inn til ESB. Ingólfur bendir á að margar af okkar helstu útflutningsvörum til Bretlands njóti fríverslunar í dag. Ef ekki væri fyrir EES-samninginn myndu vörur okkar mæta allt að 18 prósenta tollum. Ingólfur telur þó tækifæri í að endursemja við Breta. „Það sem við þurfum að horfast í augu við er að EES-samningurinn og þeir samningar sem við höfum verið að styðjast við eru orðnir dálítið gamlir. Við erum enn að byggja ákveðin viðskiptakjör á samningum frá 1972 og 1992, þó að þessir samningar gefi okkur mikinn aðgang inn á Evrópu þá taka þeir mið af viðskiptamynstri sem var þá. Í dag er til dæmis meiri eftirspurn eftir ferskum fiski sem þetta endurspeglar ekki. Þarna eru vissulega sóknartækifæri í samningum við Bretana og hina á Evrópumarkaði,“ segir Ingólfur. Að hans mati munu nýliðnar kosningar í Bretlandi koma til með að hafa áhrif á samninga. „Óvissan er núna um hvort stefnubreytingu verði, um hvað Brexit muni þýða og hvað muni taka við, hvort það verði „hart“ eða „mjúkt“ Brexit.“ Verið er að vinna hagsmunagreiningu með þátttöku allra ráðuneyta. Þegar hún liggur fyrir verður farið í viðtækt samráð við hagsmunaaðila til að undirbúa Ísland áfram fyrir viðræðurnar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira