Tilfærslan olía á eld hinna öfgasinnaðri Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. desember 2017 06:00 Sjúkraliðar hlúa að manni sem særðist á Gaza. Samkvæmt Rauða hálfmánanum særðust yfir 750 í gær. NORDIC PHOTOS/AFP Í það minnsta einn Palestínumaður týndi lífi og hundruð særðust í átökum við ísraelska hermenn í gær. Palestínumenn mótmæltu í gær sendiráðstilfærslu Donalds Trump víðsvegar á Vesturbakkanum, á Gaza-ströndinni og á götum úti í austurhluta Jerúsalem. Upphaflega hermdi palestínska heilbrigðisráðuneytið að tveir hefðu fallið í átökum en sú tala var síðar lækkuð um helming. Samkvæmt starfsfólki Rauða hálfmánans fengu rúmlega 750 manns aðstoð vegna meiðsla sem þeir hlutu í mótmælunum. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman til neyðarfundar í gær eftir að átta þjóðir ráðsins kölluðu eftir fundi. Þar var ákvörðun forseta Bandaríkjanna, að færa sendiráð ríkisins í Ísrael frá Tel Aviv til Jerúsalem, fordæmd. Ákvörðun Trumps var algerlega einhliða og lét hann viðvaranir leiðtoga annarra ríkja, sem og samstarfsmanna sinna, sem vind um eyru þjóta. „Tilfærslan mun ekki eiga sér stað á þessu ári og sennilega ekki á því næsta. Forsetinn er hins vegar mjög staðfastur í að færa sendiráðið til Jerúsalem um leið og færi gefst,“ segir Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hann var meðal þeirra sem ráðlögðu forsetanum að hafa sendiráðið áfram í Tel Aviv. Leiðtogi Hamas kallaði eftir því í fyrradag að íbúar Palestínu mótmæltu í borgum og bæjum ríkisins. Kallaði hann eftir nýju „intifada“ en orðið er arabískt og þýðir upprisa eða „að hrista einhvern af sér“. Grjótkasti Palestínumanna var svarað með táragasi og gúmmíkúlum.Bryndís Silja Pálmadóttir, varaformaður Íslands-Palestínu„Palestínumenn eru auðvitað reiðir og það eru mótmæli út um allan Vesturbakkann en lífið heldur auðvitað áfram hérna í Palestínu,“ segir Bryndís Silja Pálmadóttir, varaformaður Íslands-Palestínu. Bryndís er stödd í borginni Nablus á Vesturbakkanum, rétt um 50 kílómetra norður af Jerúsalem. Þar hefur hún dvalið undanfarna tvo mánuði en fyrirhuguð heimkoma er í næstu viku. Þetta er í þriðja sinn sem hún dvelur í landinu en hún var þar einnig árin 2013 og 2014 en þá í Hebron. Fyrst í þrjá mánuði en síðan í hálft ár. „Þegar þú býrð undir hernámi þá heldur lífið bara áfram, næstum sama hvað. Og eins og allt hérna þá ætlar fólk ekki að gefast upp, það er þessi staðfesta sem maður finnur fyrir á hverjum degi. Þrátt fyrir vonbrigði á borð við yfirlýsingu Trumps, og auðvitað daglegt áreiti og ofbeldi sem fylgir hernámi og stækkandi landtökubyggðum, þá ætlar fólk ekki að gefast upp,“ segir Bryndís. Hún segir þó að andrúmsloftið nú minni hana á stöðuna eins og hún var þegar Bryndís var þar árið 2014. Þá stóðu árásir Ísraelsmanna á Gaza-svæðinu sem hæst og þúsundir týndu lífi. „Þá var auðvitað örvænting, mótmæli og mikil reiði út um allt. Ísraelski herinn svarar hins vegar öllu með meira ofbeldi, meiri vopnum. Hann nýtir hvert tækifæri til þess að beita hóprefsingum og auka veru sína hérna á Vesturbakkanum. Ég óttast að staðan nú gæti orðið til þess að sprengjum verði varpað á Gaza á nýjan leik,“ segir Bryndís. „Það er ekki að sjá á Ísraelum að mikið hafi breyst frá því í fyrradag. Í Tel Aviv í dag var fólk rólegt og ekki aukinn viðbúnað að sjá,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, aðjúnkt í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Þegar Fréttablaðið náði tali af henni var hún stödd í Tel Aviv en gerði ráð fyrir að heimsækja Jerúsalem í dag. „Kollegar mínir í akademíunni hér segja þó að þessi yfirlýsing geri þá órólega, því afleiðingarnar séu algjörlega ófyrirsjáanlegar. Viðbrögð þeirra eru því meira í takt við leiðtoga nágrannaríkjanna en viðbrögð Netanyahu, sem tók yfirlýsingunni fagnandi. Það sýnir auðvitað þennan gífurlega aðstöðumun sem er á þjóðunum tveimur, að Palestínumönnum finnst þeir ekki eiga annarra kosta völ en að mótmæla á götum úti, á meðan Ísraelar geta haldið áfram í hversdagsleikanum,“ segir Silja. „Þessi yfirlýsing hefur í raun gert hófsömum talsmönnum málstaðar Palestínu erfiðara um vik og er sennilega ekkert nema olía á eld hinna öfgasinnaðri.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vara Palestínumenn við að aflýsa viðræðum við Pence Bandaríkjamenn segja það vinna gegn friðarferlinu, verði hætt við viðræðurnar við varaforseta Bandaríkjanna. 8. desember 2017 08:29 Leiðtogi Hamas hvetur almenning til aðgerða Óttast er að sendiráðstilfærsla Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem geti virkað sem neisti í púðurtunnu. Leiðtogi Hamas vill að Palestínumenn hristi Ísrael af sér en Fatah vill leita diplómatískra leiða til að leysa vandann. 8. desember 2017 06:00 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Í það minnsta einn Palestínumaður týndi lífi og hundruð særðust í átökum við ísraelska hermenn í gær. Palestínumenn mótmæltu í gær sendiráðstilfærslu Donalds Trump víðsvegar á Vesturbakkanum, á Gaza-ströndinni og á götum úti í austurhluta Jerúsalem. Upphaflega hermdi palestínska heilbrigðisráðuneytið að tveir hefðu fallið í átökum en sú tala var síðar lækkuð um helming. Samkvæmt starfsfólki Rauða hálfmánans fengu rúmlega 750 manns aðstoð vegna meiðsla sem þeir hlutu í mótmælunum. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman til neyðarfundar í gær eftir að átta þjóðir ráðsins kölluðu eftir fundi. Þar var ákvörðun forseta Bandaríkjanna, að færa sendiráð ríkisins í Ísrael frá Tel Aviv til Jerúsalem, fordæmd. Ákvörðun Trumps var algerlega einhliða og lét hann viðvaranir leiðtoga annarra ríkja, sem og samstarfsmanna sinna, sem vind um eyru þjóta. „Tilfærslan mun ekki eiga sér stað á þessu ári og sennilega ekki á því næsta. Forsetinn er hins vegar mjög staðfastur í að færa sendiráðið til Jerúsalem um leið og færi gefst,“ segir Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hann var meðal þeirra sem ráðlögðu forsetanum að hafa sendiráðið áfram í Tel Aviv. Leiðtogi Hamas kallaði eftir því í fyrradag að íbúar Palestínu mótmæltu í borgum og bæjum ríkisins. Kallaði hann eftir nýju „intifada“ en orðið er arabískt og þýðir upprisa eða „að hrista einhvern af sér“. Grjótkasti Palestínumanna var svarað með táragasi og gúmmíkúlum.Bryndís Silja Pálmadóttir, varaformaður Íslands-Palestínu„Palestínumenn eru auðvitað reiðir og það eru mótmæli út um allan Vesturbakkann en lífið heldur auðvitað áfram hérna í Palestínu,“ segir Bryndís Silja Pálmadóttir, varaformaður Íslands-Palestínu. Bryndís er stödd í borginni Nablus á Vesturbakkanum, rétt um 50 kílómetra norður af Jerúsalem. Þar hefur hún dvalið undanfarna tvo mánuði en fyrirhuguð heimkoma er í næstu viku. Þetta er í þriðja sinn sem hún dvelur í landinu en hún var þar einnig árin 2013 og 2014 en þá í Hebron. Fyrst í þrjá mánuði en síðan í hálft ár. „Þegar þú býrð undir hernámi þá heldur lífið bara áfram, næstum sama hvað. Og eins og allt hérna þá ætlar fólk ekki að gefast upp, það er þessi staðfesta sem maður finnur fyrir á hverjum degi. Þrátt fyrir vonbrigði á borð við yfirlýsingu Trumps, og auðvitað daglegt áreiti og ofbeldi sem fylgir hernámi og stækkandi landtökubyggðum, þá ætlar fólk ekki að gefast upp,“ segir Bryndís. Hún segir þó að andrúmsloftið nú minni hana á stöðuna eins og hún var þegar Bryndís var þar árið 2014. Þá stóðu árásir Ísraelsmanna á Gaza-svæðinu sem hæst og þúsundir týndu lífi. „Þá var auðvitað örvænting, mótmæli og mikil reiði út um allt. Ísraelski herinn svarar hins vegar öllu með meira ofbeldi, meiri vopnum. Hann nýtir hvert tækifæri til þess að beita hóprefsingum og auka veru sína hérna á Vesturbakkanum. Ég óttast að staðan nú gæti orðið til þess að sprengjum verði varpað á Gaza á nýjan leik,“ segir Bryndís. „Það er ekki að sjá á Ísraelum að mikið hafi breyst frá því í fyrradag. Í Tel Aviv í dag var fólk rólegt og ekki aukinn viðbúnað að sjá,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, aðjúnkt í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Þegar Fréttablaðið náði tali af henni var hún stödd í Tel Aviv en gerði ráð fyrir að heimsækja Jerúsalem í dag. „Kollegar mínir í akademíunni hér segja þó að þessi yfirlýsing geri þá órólega, því afleiðingarnar séu algjörlega ófyrirsjáanlegar. Viðbrögð þeirra eru því meira í takt við leiðtoga nágrannaríkjanna en viðbrögð Netanyahu, sem tók yfirlýsingunni fagnandi. Það sýnir auðvitað þennan gífurlega aðstöðumun sem er á þjóðunum tveimur, að Palestínumönnum finnst þeir ekki eiga annarra kosta völ en að mótmæla á götum úti, á meðan Ísraelar geta haldið áfram í hversdagsleikanum,“ segir Silja. „Þessi yfirlýsing hefur í raun gert hófsömum talsmönnum málstaðar Palestínu erfiðara um vik og er sennilega ekkert nema olía á eld hinna öfgasinnaðri.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vara Palestínumenn við að aflýsa viðræðum við Pence Bandaríkjamenn segja það vinna gegn friðarferlinu, verði hætt við viðræðurnar við varaforseta Bandaríkjanna. 8. desember 2017 08:29 Leiðtogi Hamas hvetur almenning til aðgerða Óttast er að sendiráðstilfærsla Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem geti virkað sem neisti í púðurtunnu. Leiðtogi Hamas vill að Palestínumenn hristi Ísrael af sér en Fatah vill leita diplómatískra leiða til að leysa vandann. 8. desember 2017 06:00 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Vara Palestínumenn við að aflýsa viðræðum við Pence Bandaríkjamenn segja það vinna gegn friðarferlinu, verði hætt við viðræðurnar við varaforseta Bandaríkjanna. 8. desember 2017 08:29
Leiðtogi Hamas hvetur almenning til aðgerða Óttast er að sendiráðstilfærsla Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem geti virkað sem neisti í púðurtunnu. Leiðtogi Hamas vill að Palestínumenn hristi Ísrael af sér en Fatah vill leita diplómatískra leiða til að leysa vandann. 8. desember 2017 06:00