Hugmynd strandaglóps skapar 25 ný störf á Hvolsvelli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. janúar 2017 22:57 Tuttugu og fimm ný störf verða til á Hvolsvelli þegar ný Eldfjalla- og jarðskjálftamiðstöð Íslands verður opnuð þar í sumar. Í miðstöðinni fá gestir að kynnast því hvernig Ísland varð til þar sem möttulstrókurinn undir landinu verður i aðalhlutverki í tólf metra hárri bygginu. LAVA, eldfjalla- og jarðskjálftamiðstöðin, blasir við þeim sem koma á Hvolsvöll, risa bygging við þorpið sem ætluð er ferðamönnum. Fjölmenni mætti í reisugilið þar sem framkvæmdastjórinn gerði grein fyrir stöðu mála og því sem framundan er. „Nú eru innanhússframkvæmdir komnar á fullt og við stefnum ótrauð á það að opna hér 1. júní fyrir gesti og gangandi í glæsilegan veitingastað, flotta verslun Rammagerðarinnar og svo auðvitað þessa ótrúlega flottu sýningu sem við erum að setja hér upp,“ segir Ásbjörn Björgvinsson, framkvæmdastjóri LAVA.Samlokustrandaglópur átti hugmyndina „Þetta er bara alhliða fræðslu- og upplifunarsýning um jarðfræði Íslands þar sem við byggjum raunverulega á því að sýna fólki fram á hvernig Ísland varð til og hvernig þetta allt virkar sem liggur undir jörðinni. Hjartað í sýningunni er möttulstrókurinn sem er undir Íslandi núna og er að fæða langflest af okkar stóru eldstöðvakerfum. Við erum að skapa hér 12 metra hátt rými þar sem möttulstrókurinn verður miðjupunkturinn. “ Um 25 ný störf verða til á Hvolsvelli með nýja fyrirtækinu. En hver átti hugmyndina að starfseminni? „Skúli Gunnar Sigfússon sem á Subway fékk hugmyndina þegar hann var fastur í Bandaríkjunum út af Eyjafjallagosinu og sá mikið af fréttum í Bandaríkjunum. Allt „Live from Hvolsvöllur.“ Þá datt honum í hug að hér yrði að setja upp eitthvað eldfjallasetur og þannig þróaðist hugmyndin. Viðtalið við Ásbjörn, sem og svipmyndir úr miðstöðinni, má sjá í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Tuttugu og fimm ný störf verða til á Hvolsvelli þegar ný Eldfjalla- og jarðskjálftamiðstöð Íslands verður opnuð þar í sumar. Í miðstöðinni fá gestir að kynnast því hvernig Ísland varð til þar sem möttulstrókurinn undir landinu verður i aðalhlutverki í tólf metra hárri bygginu. LAVA, eldfjalla- og jarðskjálftamiðstöðin, blasir við þeim sem koma á Hvolsvöll, risa bygging við þorpið sem ætluð er ferðamönnum. Fjölmenni mætti í reisugilið þar sem framkvæmdastjórinn gerði grein fyrir stöðu mála og því sem framundan er. „Nú eru innanhússframkvæmdir komnar á fullt og við stefnum ótrauð á það að opna hér 1. júní fyrir gesti og gangandi í glæsilegan veitingastað, flotta verslun Rammagerðarinnar og svo auðvitað þessa ótrúlega flottu sýningu sem við erum að setja hér upp,“ segir Ásbjörn Björgvinsson, framkvæmdastjóri LAVA.Samlokustrandaglópur átti hugmyndina „Þetta er bara alhliða fræðslu- og upplifunarsýning um jarðfræði Íslands þar sem við byggjum raunverulega á því að sýna fólki fram á hvernig Ísland varð til og hvernig þetta allt virkar sem liggur undir jörðinni. Hjartað í sýningunni er möttulstrókurinn sem er undir Íslandi núna og er að fæða langflest af okkar stóru eldstöðvakerfum. Við erum að skapa hér 12 metra hátt rými þar sem möttulstrókurinn verður miðjupunkturinn. “ Um 25 ný störf verða til á Hvolsvelli með nýja fyrirtækinu. En hver átti hugmyndina að starfseminni? „Skúli Gunnar Sigfússon sem á Subway fékk hugmyndina þegar hann var fastur í Bandaríkjunum út af Eyjafjallagosinu og sá mikið af fréttum í Bandaríkjunum. Allt „Live from Hvolsvöllur.“ Þá datt honum í hug að hér yrði að setja upp eitthvað eldfjallasetur og þannig þróaðist hugmyndin. Viðtalið við Ásbjörn, sem og svipmyndir úr miðstöðinni, má sjá í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira