Andsetni klarinettuleikarinn Jónas Sen skrifar 21. janúar 2017 08:30 Kari Kriikku klarinettuleikari. “Þrátt fyrir tilburðina var leikur hans þó í alla staði fókuseraður, glæsilegur og tæknilega pottþéttur,” segir í dómnum. Mynd/NordicPhoto/Getty Tónlist Sinfóníutónleikar Sibelius, Tsjajkovskí og Kaija Saariaho í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Stjórnandi: Anna-Maria Helsing. Einleikari: Kari Kriikku. Eldborg í Hörpu Fimmtudaginn 19. janúar Einleikskonsert á dagskrá Sinfóníuhljómsveitar Íslands felur í sér að að einleikarinn og stjórnandinn ganga saman fram fyrir áheyrendur. Þeir hneigja sig og byrja svo tónlistarflutninginn. Á tónleikunum á fimmtudagskvöldið var þessu öðruvísi farið. Maður spurði sig hvort eitthvað væri að. Nánast öll ljós voru slökkt eins og það væri rafmagnslaust. Aðeins stjórnandinn, Anna-Maria Helsing, kom fram á sviðið. Einleikarinn, Kari Kriikku klarinettuleikari sást hvergi. Var hann týndur? Hljómsveitin byrjaði að spila. Þetta voru dularfullir hljómar, ómstríðir og afstrakt. Allt í einu kvað við skerandi öskur í fjarska. Röddin var rám og ómennsk, eins og úr bíómynd sem fjallar um andsetningu. Þarna var klarinettuleikarinn kominn. Hann sást þó ekki fyrst um sinn, en loks birtist hann, baðaður ljósi. Hvílík innkoma! Einleikarinn stóð ekki bara kyrr eins og á venjulegum tónleikum, heldur valsaði um salinn, gekk spilandi meðfram áheyrendum og fór svo upp á svið. Hann snerist gjarnan í hringi og lyfti stundum höndunum eins og hann ætlaði að kasta klarinettunni hátt í loft upp. Þrátt fyrir tilburðina var leikur hans þó í alla staði fókuseraður, glæsilegur og tæknilega pottþéttur. Konsertinn var eftir Kaiju Saariaho, finnskt samtímatónskáld. Verk hennar eru dulúðug og myrk, og eru oft afar áhrifamikil. Tónsmíðin hér var frábær. Hún er innblásin af sex veggteppum sem voru ofin í upphafi sextándu aldar og hanga í Miðaldasafninu í París. Þau eru einhver stórkostlegustu listaverk miðalda og tákna skilningarvitin, þessi fimm sem við þekkjum og svo það sjötta. Rétt eins og veggteppin voru kaflar konsertsins sex. Tónlistin var misáköf, en þrungin ólíkum blæbrigðum eftir því um hvaða skilningarvit var fjallað. Af og til tóku tréblástursleikarar hljómsveitarinnar þátt í leikritinu, þeir stóðu upp, einn á eftir öðrum og beindu hljóðfærum sínum að einleikaranum um leið og þeir spiluðu. Hann svaraði í sömu mynt, þetta var eins og samræða þar sem mikið gekk á. Lokakaflinn um sjötta skilningarvitið var magnaður. Þá gengu allmargir strengjaleikarar hægt út af sviðinu og inn á ganginn meðfram áheyrendabekkjunum. Spilandi ofurveikt. Þeir voru eins og svefngenglar eða uppvakningar. Ólguna í tónlistinni hafði lægt, sama kyrrláta hendingin var endurtekin í sífellu, áleitin og dáleiðandi. Stemningin var eins og atriði í The Walking Dead! Annað á efnisskránni var hefðbundnara, Elskhuginn eftir Sibelius og sjötta sinfónían eftir Tsjajkovskíj. Það fyrrnefnda rann ljúflega niður. Þetta er eins konar forleikur í þremur stuttum köflum, tónlistin er blíðleg og nostalgísk. Hljómsveitin gerði henni ágæt skil. Leikurinn var vandvirknislegur og gæddur viðeigandi innileika. Sinfónían eftir Tsjajkovskí var mun stórbrotnari, allt frá þunglyndislegu upphafi og niðurlagi upp í brjálæðislega hápunkta inn á milli. Túlkun hljómsveitarstjórans var sannfærandi, hamslaus og djörf. Spilamennskan var örugg og fagmannleg, en þrungin gríðarlegum ástríðum – akkúrat eins og hún átti að hljóma. Maður hálfpartinn dansaði út í náttmyrkrið á eftir.Niðurstaða: Dásamlegur einleikskonsert með tilkomumikilli sjónrænni vídd og grípandi sinfónía gerðu þetta að sérlega ánægjulegum tónleikum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. janúar 2017 Menning Tónlistargagnrýni Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist Sinfóníutónleikar Sibelius, Tsjajkovskí og Kaija Saariaho í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Stjórnandi: Anna-Maria Helsing. Einleikari: Kari Kriikku. Eldborg í Hörpu Fimmtudaginn 19. janúar Einleikskonsert á dagskrá Sinfóníuhljómsveitar Íslands felur í sér að að einleikarinn og stjórnandinn ganga saman fram fyrir áheyrendur. Þeir hneigja sig og byrja svo tónlistarflutninginn. Á tónleikunum á fimmtudagskvöldið var þessu öðruvísi farið. Maður spurði sig hvort eitthvað væri að. Nánast öll ljós voru slökkt eins og það væri rafmagnslaust. Aðeins stjórnandinn, Anna-Maria Helsing, kom fram á sviðið. Einleikarinn, Kari Kriikku klarinettuleikari sást hvergi. Var hann týndur? Hljómsveitin byrjaði að spila. Þetta voru dularfullir hljómar, ómstríðir og afstrakt. Allt í einu kvað við skerandi öskur í fjarska. Röddin var rám og ómennsk, eins og úr bíómynd sem fjallar um andsetningu. Þarna var klarinettuleikarinn kominn. Hann sást þó ekki fyrst um sinn, en loks birtist hann, baðaður ljósi. Hvílík innkoma! Einleikarinn stóð ekki bara kyrr eins og á venjulegum tónleikum, heldur valsaði um salinn, gekk spilandi meðfram áheyrendum og fór svo upp á svið. Hann snerist gjarnan í hringi og lyfti stundum höndunum eins og hann ætlaði að kasta klarinettunni hátt í loft upp. Þrátt fyrir tilburðina var leikur hans þó í alla staði fókuseraður, glæsilegur og tæknilega pottþéttur. Konsertinn var eftir Kaiju Saariaho, finnskt samtímatónskáld. Verk hennar eru dulúðug og myrk, og eru oft afar áhrifamikil. Tónsmíðin hér var frábær. Hún er innblásin af sex veggteppum sem voru ofin í upphafi sextándu aldar og hanga í Miðaldasafninu í París. Þau eru einhver stórkostlegustu listaverk miðalda og tákna skilningarvitin, þessi fimm sem við þekkjum og svo það sjötta. Rétt eins og veggteppin voru kaflar konsertsins sex. Tónlistin var misáköf, en þrungin ólíkum blæbrigðum eftir því um hvaða skilningarvit var fjallað. Af og til tóku tréblástursleikarar hljómsveitarinnar þátt í leikritinu, þeir stóðu upp, einn á eftir öðrum og beindu hljóðfærum sínum að einleikaranum um leið og þeir spiluðu. Hann svaraði í sömu mynt, þetta var eins og samræða þar sem mikið gekk á. Lokakaflinn um sjötta skilningarvitið var magnaður. Þá gengu allmargir strengjaleikarar hægt út af sviðinu og inn á ganginn meðfram áheyrendabekkjunum. Spilandi ofurveikt. Þeir voru eins og svefngenglar eða uppvakningar. Ólguna í tónlistinni hafði lægt, sama kyrrláta hendingin var endurtekin í sífellu, áleitin og dáleiðandi. Stemningin var eins og atriði í The Walking Dead! Annað á efnisskránni var hefðbundnara, Elskhuginn eftir Sibelius og sjötta sinfónían eftir Tsjajkovskíj. Það fyrrnefnda rann ljúflega niður. Þetta er eins konar forleikur í þremur stuttum köflum, tónlistin er blíðleg og nostalgísk. Hljómsveitin gerði henni ágæt skil. Leikurinn var vandvirknislegur og gæddur viðeigandi innileika. Sinfónían eftir Tsjajkovskí var mun stórbrotnari, allt frá þunglyndislegu upphafi og niðurlagi upp í brjálæðislega hápunkta inn á milli. Túlkun hljómsveitarstjórans var sannfærandi, hamslaus og djörf. Spilamennskan var örugg og fagmannleg, en þrungin gríðarlegum ástríðum – akkúrat eins og hún átti að hljóma. Maður hálfpartinn dansaði út í náttmyrkrið á eftir.Niðurstaða: Dásamlegur einleikskonsert með tilkomumikilli sjónrænni vídd og grípandi sinfónía gerðu þetta að sérlega ánægjulegum tónleikum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. janúar 2017
Menning Tónlistargagnrýni Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira