PR-katastrófa Benedikts Jóhannessonar Jakob Bjarnar skrifar 23. júní 2017 13:45 Jóhannes Þór segir eitt það versta sem pólitíkus, hvað þá ráðherra, lendir í er að þurfa að afneita í dag því sem hann kynnti stoltur í gær. Jóhannes Þór Skúlason segir að ekki hafi verið skynsamlega að kynningarmálum staðið í Stóra-seðlamálinu. Eins og vart hefur farið fram hjá nokkrum braust út mikil reiði þegar Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra, og formaður Viðreisnar, kynnti áform um að leggja af 10 og 5 þúsund króna seðlana, þá til að koma böndum á umfangsmikil skattsvik. Jóhannes Þór starfar nú hjá eigin kynningarfyrirtæki sem heitir Orðspor en hann er hins vegar afar vel sjóaður í ólgusjó almenningsálitsins sem fyrrverandi aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fyrrverandi forsætisráðherra. „Þetta fár hefði að ég tel mátt losna við að mestu með því að leggja svolítið meiri hugsun í það hvernig málið var kynnt, meta hvert líklegt væri að umræðan hlypi og setja strax í upphafi fram svör við t.d. augljósu spurningunum um seðlana. Ef aldrei stóð til að taka tíuþúsundkallinn úr umferð hefði verið skynsamlegt að segja það strax við kynninguna,“ segir Jóhannes Þór. Í samtali við Vísi segir hann þetta sannarlega ekki gott. „Það hefðu allir í kring um þetta átt að geta vitað að þetta atriði yrði blásið út. Og það hefði ekki verið neitt mál að slökkva í því strax.“Benedikt bara eins og hver annar áhorfandi „Þetta er voða mikið í línu við það sem maður hefur séð áður frá ráðuneytunum (og þurft að berjast á móti á sínum tíma) - það koma einhverjar skýrslur, skrifuð fréttatilkynning - öllu hent út á vefinn í einum graut. Sem hefur þau áhrif að blaðamenn pikka auðvitað það út sem þeim finnst áhugaverðast,“ segir Jóhannes Þór. Og það sé algerlega augljóst í þessu tilfelli. „Þessi umræða var meira að segja búin að koma upp áður! Lykilatriðið er að það hefði verið hægt að losna við þetta klúður algerlega með smá undirbúningi og breytingu á framsetningu. Og markvissri upplýsingagjöf.“ Hið versta sé fyrir formann Viðreisnar að nú lítur þetta út sem hann hafi ekki kynnt sér innihaldið í þessu fyrirfram. „Hann sat þarna bara eins og hver annar áhorfandi útí sal þegar þetta var kynnt.“ Jóhannes segir eitt það versta sem pólitíkus, hvað þá ráðherra, lendir í er að þurfa að afneita í dag því sem hann kynnti stoltur í gær.Bjarni gerir ekkert til hjálpar frænda sínum En, hvað er til ráða? Hvað getur Benedikt gert? Er ekki eitthvað til sem heitir „damage control“ í þessum fræðum? „Ég myndi ráðleggja honum að taka „ég er gaurinn sem hlustar á þjóðina“. Hann er aðeins að narta í þá átt í dag. Þyrfti að taka það miklu sterkar. Sumsé ekki fara í „það stóð aldrei til að gera þetta“ því enginn trúir því. Fara í „þetta eru auðvitað bara ein af mörgum tillögum sem ráðuneytið og ríkisstjórnin þarf að vinna frekar og það er mikilvægt að hlusta á sjónarmið almennings við úrvinnslu þeirra.“ Vera svo bara harður á því að þetta sé ekkert að gerast, benda á að Seðlabankinn ráði þessu í raun og reyna að koma Svarta Pétri yfir á Má Guðmundsson Seðlabankastjóra. Skaðinn er samt skeður og stóri vandinn sem hann lendir í eru þessar tengingar við Borgun. Hann kemst aldrei út úr því, sama hversu ósanngjarnt það er. En einmitt það hefði hann átt að sjá fyrir og taka þess vegna fast á þessu strax í kynningunni og útiloka þetta.“ Jóhannes Þór segir stóra vanda Benedikts þann að vaða úr einni óvinsælli ákvörðun eða máli yfir í annað. Og hann finni engin góð mál til að kynna og velta sér upp úr. „Og það er mjög athyglivert að forsætisráðherra er nákvæmlega ekki neitt að hjálpa til að toga hann upp úr mykjunni.“ Tengdar fréttir Lagt til að 10.000 og 5.000 krónu seðlar verði afnumdir Talið er að um hundrað milljörðum sé komið undan skatti á Íslandi á hverju ári og segir fjármálaráðherra raunhæft að ná í stóran hluta þess fjár. 22. júní 2017 11:53 Fjármálaráðherra fordæmdur á Facebook Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra er úthrópaður á samfélagsmiðlum eftir að hann kynnti þær fyrirætlanir sínar að taka 5 og 10 þúsund króna seðlana úr umferð. 22. júní 2017 16:02 Benedikt dregur í land með afnám seðlanna Fjármálaráðherra segir þjóðina ekki tilbúna í slíkar aðgerðir. 23. júní 2017 11:02 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Jóhannes Þór Skúlason segir að ekki hafi verið skynsamlega að kynningarmálum staðið í Stóra-seðlamálinu. Eins og vart hefur farið fram hjá nokkrum braust út mikil reiði þegar Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra, og formaður Viðreisnar, kynnti áform um að leggja af 10 og 5 þúsund króna seðlana, þá til að koma böndum á umfangsmikil skattsvik. Jóhannes Þór starfar nú hjá eigin kynningarfyrirtæki sem heitir Orðspor en hann er hins vegar afar vel sjóaður í ólgusjó almenningsálitsins sem fyrrverandi aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fyrrverandi forsætisráðherra. „Þetta fár hefði að ég tel mátt losna við að mestu með því að leggja svolítið meiri hugsun í það hvernig málið var kynnt, meta hvert líklegt væri að umræðan hlypi og setja strax í upphafi fram svör við t.d. augljósu spurningunum um seðlana. Ef aldrei stóð til að taka tíuþúsundkallinn úr umferð hefði verið skynsamlegt að segja það strax við kynninguna,“ segir Jóhannes Þór. Í samtali við Vísi segir hann þetta sannarlega ekki gott. „Það hefðu allir í kring um þetta átt að geta vitað að þetta atriði yrði blásið út. Og það hefði ekki verið neitt mál að slökkva í því strax.“Benedikt bara eins og hver annar áhorfandi „Þetta er voða mikið í línu við það sem maður hefur séð áður frá ráðuneytunum (og þurft að berjast á móti á sínum tíma) - það koma einhverjar skýrslur, skrifuð fréttatilkynning - öllu hent út á vefinn í einum graut. Sem hefur þau áhrif að blaðamenn pikka auðvitað það út sem þeim finnst áhugaverðast,“ segir Jóhannes Þór. Og það sé algerlega augljóst í þessu tilfelli. „Þessi umræða var meira að segja búin að koma upp áður! Lykilatriðið er að það hefði verið hægt að losna við þetta klúður algerlega með smá undirbúningi og breytingu á framsetningu. Og markvissri upplýsingagjöf.“ Hið versta sé fyrir formann Viðreisnar að nú lítur þetta út sem hann hafi ekki kynnt sér innihaldið í þessu fyrirfram. „Hann sat þarna bara eins og hver annar áhorfandi útí sal þegar þetta var kynnt.“ Jóhannes segir eitt það versta sem pólitíkus, hvað þá ráðherra, lendir í er að þurfa að afneita í dag því sem hann kynnti stoltur í gær.Bjarni gerir ekkert til hjálpar frænda sínum En, hvað er til ráða? Hvað getur Benedikt gert? Er ekki eitthvað til sem heitir „damage control“ í þessum fræðum? „Ég myndi ráðleggja honum að taka „ég er gaurinn sem hlustar á þjóðina“. Hann er aðeins að narta í þá átt í dag. Þyrfti að taka það miklu sterkar. Sumsé ekki fara í „það stóð aldrei til að gera þetta“ því enginn trúir því. Fara í „þetta eru auðvitað bara ein af mörgum tillögum sem ráðuneytið og ríkisstjórnin þarf að vinna frekar og það er mikilvægt að hlusta á sjónarmið almennings við úrvinnslu þeirra.“ Vera svo bara harður á því að þetta sé ekkert að gerast, benda á að Seðlabankinn ráði þessu í raun og reyna að koma Svarta Pétri yfir á Má Guðmundsson Seðlabankastjóra. Skaðinn er samt skeður og stóri vandinn sem hann lendir í eru þessar tengingar við Borgun. Hann kemst aldrei út úr því, sama hversu ósanngjarnt það er. En einmitt það hefði hann átt að sjá fyrir og taka þess vegna fast á þessu strax í kynningunni og útiloka þetta.“ Jóhannes Þór segir stóra vanda Benedikts þann að vaða úr einni óvinsælli ákvörðun eða máli yfir í annað. Og hann finni engin góð mál til að kynna og velta sér upp úr. „Og það er mjög athyglivert að forsætisráðherra er nákvæmlega ekki neitt að hjálpa til að toga hann upp úr mykjunni.“
Tengdar fréttir Lagt til að 10.000 og 5.000 krónu seðlar verði afnumdir Talið er að um hundrað milljörðum sé komið undan skatti á Íslandi á hverju ári og segir fjármálaráðherra raunhæft að ná í stóran hluta þess fjár. 22. júní 2017 11:53 Fjármálaráðherra fordæmdur á Facebook Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra er úthrópaður á samfélagsmiðlum eftir að hann kynnti þær fyrirætlanir sínar að taka 5 og 10 þúsund króna seðlana úr umferð. 22. júní 2017 16:02 Benedikt dregur í land með afnám seðlanna Fjármálaráðherra segir þjóðina ekki tilbúna í slíkar aðgerðir. 23. júní 2017 11:02 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Lagt til að 10.000 og 5.000 krónu seðlar verði afnumdir Talið er að um hundrað milljörðum sé komið undan skatti á Íslandi á hverju ári og segir fjármálaráðherra raunhæft að ná í stóran hluta þess fjár. 22. júní 2017 11:53
Fjármálaráðherra fordæmdur á Facebook Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra er úthrópaður á samfélagsmiðlum eftir að hann kynnti þær fyrirætlanir sínar að taka 5 og 10 þúsund króna seðlana úr umferð. 22. júní 2017 16:02
Benedikt dregur í land með afnám seðlanna Fjármálaráðherra segir þjóðina ekki tilbúna í slíkar aðgerðir. 23. júní 2017 11:02