PR-katastrófa Benedikts Jóhannessonar Jakob Bjarnar skrifar 23. júní 2017 13:45 Jóhannes Þór segir eitt það versta sem pólitíkus, hvað þá ráðherra, lendir í er að þurfa að afneita í dag því sem hann kynnti stoltur í gær. Jóhannes Þór Skúlason segir að ekki hafi verið skynsamlega að kynningarmálum staðið í Stóra-seðlamálinu. Eins og vart hefur farið fram hjá nokkrum braust út mikil reiði þegar Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra, og formaður Viðreisnar, kynnti áform um að leggja af 10 og 5 þúsund króna seðlana, þá til að koma böndum á umfangsmikil skattsvik. Jóhannes Þór starfar nú hjá eigin kynningarfyrirtæki sem heitir Orðspor en hann er hins vegar afar vel sjóaður í ólgusjó almenningsálitsins sem fyrrverandi aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fyrrverandi forsætisráðherra. „Þetta fár hefði að ég tel mátt losna við að mestu með því að leggja svolítið meiri hugsun í það hvernig málið var kynnt, meta hvert líklegt væri að umræðan hlypi og setja strax í upphafi fram svör við t.d. augljósu spurningunum um seðlana. Ef aldrei stóð til að taka tíuþúsundkallinn úr umferð hefði verið skynsamlegt að segja það strax við kynninguna,“ segir Jóhannes Þór. Í samtali við Vísi segir hann þetta sannarlega ekki gott. „Það hefðu allir í kring um þetta átt að geta vitað að þetta atriði yrði blásið út. Og það hefði ekki verið neitt mál að slökkva í því strax.“Benedikt bara eins og hver annar áhorfandi „Þetta er voða mikið í línu við það sem maður hefur séð áður frá ráðuneytunum (og þurft að berjast á móti á sínum tíma) - það koma einhverjar skýrslur, skrifuð fréttatilkynning - öllu hent út á vefinn í einum graut. Sem hefur þau áhrif að blaðamenn pikka auðvitað það út sem þeim finnst áhugaverðast,“ segir Jóhannes Þór. Og það sé algerlega augljóst í þessu tilfelli. „Þessi umræða var meira að segja búin að koma upp áður! Lykilatriðið er að það hefði verið hægt að losna við þetta klúður algerlega með smá undirbúningi og breytingu á framsetningu. Og markvissri upplýsingagjöf.“ Hið versta sé fyrir formann Viðreisnar að nú lítur þetta út sem hann hafi ekki kynnt sér innihaldið í þessu fyrirfram. „Hann sat þarna bara eins og hver annar áhorfandi útí sal þegar þetta var kynnt.“ Jóhannes segir eitt það versta sem pólitíkus, hvað þá ráðherra, lendir í er að þurfa að afneita í dag því sem hann kynnti stoltur í gær.Bjarni gerir ekkert til hjálpar frænda sínum En, hvað er til ráða? Hvað getur Benedikt gert? Er ekki eitthvað til sem heitir „damage control“ í þessum fræðum? „Ég myndi ráðleggja honum að taka „ég er gaurinn sem hlustar á þjóðina“. Hann er aðeins að narta í þá átt í dag. Þyrfti að taka það miklu sterkar. Sumsé ekki fara í „það stóð aldrei til að gera þetta“ því enginn trúir því. Fara í „þetta eru auðvitað bara ein af mörgum tillögum sem ráðuneytið og ríkisstjórnin þarf að vinna frekar og það er mikilvægt að hlusta á sjónarmið almennings við úrvinnslu þeirra.“ Vera svo bara harður á því að þetta sé ekkert að gerast, benda á að Seðlabankinn ráði þessu í raun og reyna að koma Svarta Pétri yfir á Má Guðmundsson Seðlabankastjóra. Skaðinn er samt skeður og stóri vandinn sem hann lendir í eru þessar tengingar við Borgun. Hann kemst aldrei út úr því, sama hversu ósanngjarnt það er. En einmitt það hefði hann átt að sjá fyrir og taka þess vegna fast á þessu strax í kynningunni og útiloka þetta.“ Jóhannes Þór segir stóra vanda Benedikts þann að vaða úr einni óvinsælli ákvörðun eða máli yfir í annað. Og hann finni engin góð mál til að kynna og velta sér upp úr. „Og það er mjög athyglivert að forsætisráðherra er nákvæmlega ekki neitt að hjálpa til að toga hann upp úr mykjunni.“ Tengdar fréttir Lagt til að 10.000 og 5.000 krónu seðlar verði afnumdir Talið er að um hundrað milljörðum sé komið undan skatti á Íslandi á hverju ári og segir fjármálaráðherra raunhæft að ná í stóran hluta þess fjár. 22. júní 2017 11:53 Fjármálaráðherra fordæmdur á Facebook Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra er úthrópaður á samfélagsmiðlum eftir að hann kynnti þær fyrirætlanir sínar að taka 5 og 10 þúsund króna seðlana úr umferð. 22. júní 2017 16:02 Benedikt dregur í land með afnám seðlanna Fjármálaráðherra segir þjóðina ekki tilbúna í slíkar aðgerðir. 23. júní 2017 11:02 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Jóhannes Þór Skúlason segir að ekki hafi verið skynsamlega að kynningarmálum staðið í Stóra-seðlamálinu. Eins og vart hefur farið fram hjá nokkrum braust út mikil reiði þegar Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra, og formaður Viðreisnar, kynnti áform um að leggja af 10 og 5 þúsund króna seðlana, þá til að koma böndum á umfangsmikil skattsvik. Jóhannes Þór starfar nú hjá eigin kynningarfyrirtæki sem heitir Orðspor en hann er hins vegar afar vel sjóaður í ólgusjó almenningsálitsins sem fyrrverandi aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fyrrverandi forsætisráðherra. „Þetta fár hefði að ég tel mátt losna við að mestu með því að leggja svolítið meiri hugsun í það hvernig málið var kynnt, meta hvert líklegt væri að umræðan hlypi og setja strax í upphafi fram svör við t.d. augljósu spurningunum um seðlana. Ef aldrei stóð til að taka tíuþúsundkallinn úr umferð hefði verið skynsamlegt að segja það strax við kynninguna,“ segir Jóhannes Þór. Í samtali við Vísi segir hann þetta sannarlega ekki gott. „Það hefðu allir í kring um þetta átt að geta vitað að þetta atriði yrði blásið út. Og það hefði ekki verið neitt mál að slökkva í því strax.“Benedikt bara eins og hver annar áhorfandi „Þetta er voða mikið í línu við það sem maður hefur séð áður frá ráðuneytunum (og þurft að berjast á móti á sínum tíma) - það koma einhverjar skýrslur, skrifuð fréttatilkynning - öllu hent út á vefinn í einum graut. Sem hefur þau áhrif að blaðamenn pikka auðvitað það út sem þeim finnst áhugaverðast,“ segir Jóhannes Þór. Og það sé algerlega augljóst í þessu tilfelli. „Þessi umræða var meira að segja búin að koma upp áður! Lykilatriðið er að það hefði verið hægt að losna við þetta klúður algerlega með smá undirbúningi og breytingu á framsetningu. Og markvissri upplýsingagjöf.“ Hið versta sé fyrir formann Viðreisnar að nú lítur þetta út sem hann hafi ekki kynnt sér innihaldið í þessu fyrirfram. „Hann sat þarna bara eins og hver annar áhorfandi útí sal þegar þetta var kynnt.“ Jóhannes segir eitt það versta sem pólitíkus, hvað þá ráðherra, lendir í er að þurfa að afneita í dag því sem hann kynnti stoltur í gær.Bjarni gerir ekkert til hjálpar frænda sínum En, hvað er til ráða? Hvað getur Benedikt gert? Er ekki eitthvað til sem heitir „damage control“ í þessum fræðum? „Ég myndi ráðleggja honum að taka „ég er gaurinn sem hlustar á þjóðina“. Hann er aðeins að narta í þá átt í dag. Þyrfti að taka það miklu sterkar. Sumsé ekki fara í „það stóð aldrei til að gera þetta“ því enginn trúir því. Fara í „þetta eru auðvitað bara ein af mörgum tillögum sem ráðuneytið og ríkisstjórnin þarf að vinna frekar og það er mikilvægt að hlusta á sjónarmið almennings við úrvinnslu þeirra.“ Vera svo bara harður á því að þetta sé ekkert að gerast, benda á að Seðlabankinn ráði þessu í raun og reyna að koma Svarta Pétri yfir á Má Guðmundsson Seðlabankastjóra. Skaðinn er samt skeður og stóri vandinn sem hann lendir í eru þessar tengingar við Borgun. Hann kemst aldrei út úr því, sama hversu ósanngjarnt það er. En einmitt það hefði hann átt að sjá fyrir og taka þess vegna fast á þessu strax í kynningunni og útiloka þetta.“ Jóhannes Þór segir stóra vanda Benedikts þann að vaða úr einni óvinsælli ákvörðun eða máli yfir í annað. Og hann finni engin góð mál til að kynna og velta sér upp úr. „Og það er mjög athyglivert að forsætisráðherra er nákvæmlega ekki neitt að hjálpa til að toga hann upp úr mykjunni.“
Tengdar fréttir Lagt til að 10.000 og 5.000 krónu seðlar verði afnumdir Talið er að um hundrað milljörðum sé komið undan skatti á Íslandi á hverju ári og segir fjármálaráðherra raunhæft að ná í stóran hluta þess fjár. 22. júní 2017 11:53 Fjármálaráðherra fordæmdur á Facebook Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra er úthrópaður á samfélagsmiðlum eftir að hann kynnti þær fyrirætlanir sínar að taka 5 og 10 þúsund króna seðlana úr umferð. 22. júní 2017 16:02 Benedikt dregur í land með afnám seðlanna Fjármálaráðherra segir þjóðina ekki tilbúna í slíkar aðgerðir. 23. júní 2017 11:02 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Lagt til að 10.000 og 5.000 krónu seðlar verði afnumdir Talið er að um hundrað milljörðum sé komið undan skatti á Íslandi á hverju ári og segir fjármálaráðherra raunhæft að ná í stóran hluta þess fjár. 22. júní 2017 11:53
Fjármálaráðherra fordæmdur á Facebook Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra er úthrópaður á samfélagsmiðlum eftir að hann kynnti þær fyrirætlanir sínar að taka 5 og 10 þúsund króna seðlana úr umferð. 22. júní 2017 16:02
Benedikt dregur í land með afnám seðlanna Fjármálaráðherra segir þjóðina ekki tilbúna í slíkar aðgerðir. 23. júní 2017 11:02