Sér ekki að innanlandsflug verði flutt úr Vatnsmýri á næstu árum Sæunn Gísladóttir skrifar 23. júní 2017 07:00 Jón Gunnarsson samgönguráðherra hefur átt sæti á Alþinig frá 2007 en hann er þingmaður suðvesturkjördæmis. Fréttablaðið/Vilhelm „Ég hef aldrei sagt að ég vilji absalút hafa innanlandsflugvöllinn í Vatnsmýrinni. Það er bara einhver misskilningur,“ segir Jón Gunnarsson samgönguráðherra. Eins og greint var frá í gær vonast Jón til að hægt verði að hefja framkvæmdir á næsta ári við nýja flugstöð í Vatnsmýrinni. Í Morgunblaðinu á miðvikudag var fullyrt að að mati Jóns væri miðstöð innanlandsflugs í Vatnsmýri til frambúðar. Framkvæmdir í Vatnsmýri er ekki að finna í Fjármálaáætlun 2018-2022. Að mati Jóns er samt hægt að ganga í verkið. „Það er ekki víst að ríkið þurfi endilega að byggja þessa flugstöð. Við getum fengið aðra til þess.“ Áform Jóns hafa farið öfugt ofan í suma stjórnarliða. Jón bendir hins vegar á að á meðan engin ákvörðun hafi verið tekin um að flytja miðstöðina úr Vatnsmýrinni þýði ekki annað en að halda áfram bráðnauðsynlegri uppbyggingu þar. „Ég hef enga trú á að við séum að fara að byggja flugvöll eða flytja miðstöð innanlandsflugs úr Vatnsmýrinni á allra næstu árum. Þá ætti eftir að fara í mikla vinnu og undirbúning.“Jón Gunnarsson telur að miðstöð innanlandsflugs úr Vatnsmýrinni verði ekki flutt á allra næstu árum. Fréttablaðið/EyþórBorgarstjóri hefur talað um að borgin gefi ekki leyfi fyrir framkvæmdinni nema nýja flugstöðin verði færanleg. Jón segir að ef verði ákveðið að byggja nýjan flugvöll eða flytja miðstöðina þurfi húsið að geta þjónað einhverjum öðrum tilgangi. Jón hefur skipað nýja nefnd til að taka við keflinu af Rögnunefndinni sem komst að því að Hvassahraun væri álitlegasti staðurinn fyrir innanlandsflug. Jón telur margt ábótavant í vinnu nefndarinnar. „Við erum að láta vinna núna skýrslu um öryggishlutverk vallarins sem ég tel að hafi verið vanreifað í skýrslu Rögnunefndar. Sú skýrsla kemur væntanlega út í sumar.“ Jón nefnir einnig upplýsingar um að Hvassahraunsstaðurinn sé á vatnsupptökusvæði sveitarfélaga Suðurnesja. „Það þarf að skoða. Svo skoðuðu menn ekki heldur af neinu viti að breyta legu flugvallarins í Vatnsmýrinni og reyna að mæta sjónarmiði þeirra sem vilja land undir byggingar. Það verður verkefni þessa starfshóps að kafa ofan í þetta allt saman,“ segir Jón. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Fleiri fréttir Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Sjá meira
„Ég hef aldrei sagt að ég vilji absalút hafa innanlandsflugvöllinn í Vatnsmýrinni. Það er bara einhver misskilningur,“ segir Jón Gunnarsson samgönguráðherra. Eins og greint var frá í gær vonast Jón til að hægt verði að hefja framkvæmdir á næsta ári við nýja flugstöð í Vatnsmýrinni. Í Morgunblaðinu á miðvikudag var fullyrt að að mati Jóns væri miðstöð innanlandsflugs í Vatnsmýri til frambúðar. Framkvæmdir í Vatnsmýri er ekki að finna í Fjármálaáætlun 2018-2022. Að mati Jóns er samt hægt að ganga í verkið. „Það er ekki víst að ríkið þurfi endilega að byggja þessa flugstöð. Við getum fengið aðra til þess.“ Áform Jóns hafa farið öfugt ofan í suma stjórnarliða. Jón bendir hins vegar á að á meðan engin ákvörðun hafi verið tekin um að flytja miðstöðina úr Vatnsmýrinni þýði ekki annað en að halda áfram bráðnauðsynlegri uppbyggingu þar. „Ég hef enga trú á að við séum að fara að byggja flugvöll eða flytja miðstöð innanlandsflugs úr Vatnsmýrinni á allra næstu árum. Þá ætti eftir að fara í mikla vinnu og undirbúning.“Jón Gunnarsson telur að miðstöð innanlandsflugs úr Vatnsmýrinni verði ekki flutt á allra næstu árum. Fréttablaðið/EyþórBorgarstjóri hefur talað um að borgin gefi ekki leyfi fyrir framkvæmdinni nema nýja flugstöðin verði færanleg. Jón segir að ef verði ákveðið að byggja nýjan flugvöll eða flytja miðstöðina þurfi húsið að geta þjónað einhverjum öðrum tilgangi. Jón hefur skipað nýja nefnd til að taka við keflinu af Rögnunefndinni sem komst að því að Hvassahraun væri álitlegasti staðurinn fyrir innanlandsflug. Jón telur margt ábótavant í vinnu nefndarinnar. „Við erum að láta vinna núna skýrslu um öryggishlutverk vallarins sem ég tel að hafi verið vanreifað í skýrslu Rögnunefndar. Sú skýrsla kemur væntanlega út í sumar.“ Jón nefnir einnig upplýsingar um að Hvassahraunsstaðurinn sé á vatnsupptökusvæði sveitarfélaga Suðurnesja. „Það þarf að skoða. Svo skoðuðu menn ekki heldur af neinu viti að breyta legu flugvallarins í Vatnsmýrinni og reyna að mæta sjónarmiði þeirra sem vilja land undir byggingar. Það verður verkefni þessa starfshóps að kafa ofan í þetta allt saman,“ segir Jón.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Fleiri fréttir Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Sjá meira