Sævar Helgi: Orð geta ekki lýst almyrkva Kjartan Kjartansson skrifar 22. ágúst 2017 21:00 Gárungarnir hafa kallað Sævar Helga Sólmyrkva-Sævar eftir að hann stóð að því að gefa skólabörnum á Íslandi sólmyrkvagleraugu fyrir tveimur árum. Vísir/Sævar Helgi Bragason Fólk gapti og trúði ekki eigin augum þegar sólin myrkvaðist yfir Bandaríkjunum í gær. Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, segir engin orð til sem geta lýst því sem fólk upplifi við almyrkva. Almyrkvinn á sólu í gær var sá fyrsti sem gekk yfir Bandaríkin þver í 99 ár. Sævar Helgi fylgdist með sjónarspilinu nærri bænum Glendo í Wyoming-ríki. Sá staður varð fyrir valinu þar sem hann var hvað næstur miðlínu myrkvans en þar stóð almyrkvinn lengst, tæpa tvær og hálfa mínútu. „Það er ekki hægt að lýsa þessu. Það er sagt að það séu til orð yfir allt á íslensku en það eru bara ekki til orð til að lýsa því sem maður sér og upplifir þegar maður horfir á þetta. Þetta er engu líkt,“ segir Sævar Helgi sem var enn uppnuminn þegar Vísir náði tali af honum síðdegis í dag. Svo mikil voru hughrifin að Sævar Helgi segist fá gæsahúð í hvert skipti sem hann segi fólki frá upplifuninni. Almyrkvi sé eitthvað sem allir verði að upplifa um ævina. „Maður sér skugga tunglsins nálgast mann. Smám saman dimmir, maður finnur hitastigið lækka, birtuna breytast. Maður heyrir dýraríkið þagna, öll náttúran bregst við. Það er ótrúlega sterkt að upplifa það,“ segir Sævar Helgi.Kóróna sólarinnar varð greinileg þegar tunglið myrkvaði skífu hennar algerlega. Kórónan er ysta lag lofthjúps sólarinnar og teygir sig milljónir kílómetra út í geiminn.Sævar Helgi BragasonSkemmtilegra að deila með öðru fólkiMikill áhugi var á sólmyrkvanum vestanhafs og var gríðarleg umferð í kringum slóð skuggans yfir Bandaríkin. Sævar Helgi segir að bílferðin til Glendo hafi átt að taka fjórar klukkustundir en hún hafi tekið sex klukkustundir vegna umferðarinnar. Heimferðin tók svo heilar tíu klukkustundir. Upphaflega ætlaði Sævar Helgi og samferðarfólk hans að njóta almyrkvans í bænum Casper í Wyoming en umferðarþunginn varð til þess að þau breyttu þeim áformum. Var Sævar Helgi jafnvel farinn að óttast að þau kæmust ekki á staðinn í tæka tíð en allt fór þó vel að lokum. „Það voru tugir þúsunda sem ætluðu að leggja leið sína þangað. Fólk lagði bara úti í vegarkanti og kom sér fyrir hér og þar til að fylgjast með,“ segir Sævar Helgi. Stemming á meðal fólksins var þó skemmtileg að hans sögn. Hann og félagar hans drógu skiljanlega að sér nokkra athygli enda betur tækjum búnir en flestir aðrir. „Þá leið manni bara eins og þegar maður er heima að sýna Íslendingum himininn. Það er það sem gefur þessu ennþá meira vægi enda skemmtilegra að deila þessu með öðrum,“ segir Sævar Helgi sem varð þjóðþekktur þegar hann og fleiri höfðu frumkvæði að því að dreifa sólmyrkvagleraugum til skólabarna fyrir deildarmyrkvann á Íslandi fyrir tveimur árum.Samsett mynd sem sýnir hvernig tunglið gekk fyrir sólina yfir Wyoming í gærmorgun.Sævar Helgi BragasonLangferðir til að upplifa myrkvaÞetta er ekki í fyrsta skipti sem Sævar Helgi leggur land undir fót til að verða vitni að almyrkva á sólu. Í fyrra fór hann og tveir félagar hans í langt ferðalag til Indónesíu í sama tilgangi. Hann segir upplifunina nú betri en í fyrra þar sem að himininn yfir Bandaríkjunum var heiðari en í Indónesíu. „Við sáum kórónu sólarinnar mun betur fyrir vikið. Svo blasti Venus við sem var rosalega áberandi þegar myrkvaði,“ segir Sævar Helgi sem ætlar sér einnig að fara til Síle til að sjá almyrkva þar eftir tvö ár.Þessi skólabörn í Missouri voru á meðal þeirra milljóna Bandaríkjamanna sem fylgdust hugfangnar með almyrkvanum í gær.Vísir/AFP Vísindi Tengdar fréttir Beðið í ofvæni eftir almyrkva Þetta er í fyrsta skipti síðan 1918 sem tunglið gengur í veg fyrir sólu og veldur almyrkva af þessu tagi þvert yfir Bandaríkin. 21. ágúst 2017 07:43 Veðurfréttamaður hágrét í beinni þegar hann fjallaði um sólmyrkvann Milljónir Bandaríkjamanna litu upp til sólarinnar í gær til þess að verða vitni að fyrsta almyrkva af þessu tagi í 99 ár sem gengur þvert yfir Bandaríkin. 22. ágúst 2017 13:30 Milljónir upplifðu almyrkva á sólu Almyrkvinn sást fyrst frá Oregon-ríki klukkan korter yfir tíu að staðartíma, eða korter yfir fimm að íslenskum tíma. Lauk honum í Suður-Karólínu um klukkan korter í sjö. 21. ágúst 2017 23:30 Geimfarar sáu skugga tunglsins yfir Bandaríkjunum Aðeins sex manneskjur voru í þeirri einstöku stöðu að geta séð skugga almyrkvans á sólu yfir Bandaríkjunum í gær. 22. ágúst 2017 14:11 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
Fólk gapti og trúði ekki eigin augum þegar sólin myrkvaðist yfir Bandaríkjunum í gær. Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, segir engin orð til sem geta lýst því sem fólk upplifi við almyrkva. Almyrkvinn á sólu í gær var sá fyrsti sem gekk yfir Bandaríkin þver í 99 ár. Sævar Helgi fylgdist með sjónarspilinu nærri bænum Glendo í Wyoming-ríki. Sá staður varð fyrir valinu þar sem hann var hvað næstur miðlínu myrkvans en þar stóð almyrkvinn lengst, tæpa tvær og hálfa mínútu. „Það er ekki hægt að lýsa þessu. Það er sagt að það séu til orð yfir allt á íslensku en það eru bara ekki til orð til að lýsa því sem maður sér og upplifir þegar maður horfir á þetta. Þetta er engu líkt,“ segir Sævar Helgi sem var enn uppnuminn þegar Vísir náði tali af honum síðdegis í dag. Svo mikil voru hughrifin að Sævar Helgi segist fá gæsahúð í hvert skipti sem hann segi fólki frá upplifuninni. Almyrkvi sé eitthvað sem allir verði að upplifa um ævina. „Maður sér skugga tunglsins nálgast mann. Smám saman dimmir, maður finnur hitastigið lækka, birtuna breytast. Maður heyrir dýraríkið þagna, öll náttúran bregst við. Það er ótrúlega sterkt að upplifa það,“ segir Sævar Helgi.Kóróna sólarinnar varð greinileg þegar tunglið myrkvaði skífu hennar algerlega. Kórónan er ysta lag lofthjúps sólarinnar og teygir sig milljónir kílómetra út í geiminn.Sævar Helgi BragasonSkemmtilegra að deila með öðru fólkiMikill áhugi var á sólmyrkvanum vestanhafs og var gríðarleg umferð í kringum slóð skuggans yfir Bandaríkin. Sævar Helgi segir að bílferðin til Glendo hafi átt að taka fjórar klukkustundir en hún hafi tekið sex klukkustundir vegna umferðarinnar. Heimferðin tók svo heilar tíu klukkustundir. Upphaflega ætlaði Sævar Helgi og samferðarfólk hans að njóta almyrkvans í bænum Casper í Wyoming en umferðarþunginn varð til þess að þau breyttu þeim áformum. Var Sævar Helgi jafnvel farinn að óttast að þau kæmust ekki á staðinn í tæka tíð en allt fór þó vel að lokum. „Það voru tugir þúsunda sem ætluðu að leggja leið sína þangað. Fólk lagði bara úti í vegarkanti og kom sér fyrir hér og þar til að fylgjast með,“ segir Sævar Helgi. Stemming á meðal fólksins var þó skemmtileg að hans sögn. Hann og félagar hans drógu skiljanlega að sér nokkra athygli enda betur tækjum búnir en flestir aðrir. „Þá leið manni bara eins og þegar maður er heima að sýna Íslendingum himininn. Það er það sem gefur þessu ennþá meira vægi enda skemmtilegra að deila þessu með öðrum,“ segir Sævar Helgi sem varð þjóðþekktur þegar hann og fleiri höfðu frumkvæði að því að dreifa sólmyrkvagleraugum til skólabarna fyrir deildarmyrkvann á Íslandi fyrir tveimur árum.Samsett mynd sem sýnir hvernig tunglið gekk fyrir sólina yfir Wyoming í gærmorgun.Sævar Helgi BragasonLangferðir til að upplifa myrkvaÞetta er ekki í fyrsta skipti sem Sævar Helgi leggur land undir fót til að verða vitni að almyrkva á sólu. Í fyrra fór hann og tveir félagar hans í langt ferðalag til Indónesíu í sama tilgangi. Hann segir upplifunina nú betri en í fyrra þar sem að himininn yfir Bandaríkjunum var heiðari en í Indónesíu. „Við sáum kórónu sólarinnar mun betur fyrir vikið. Svo blasti Venus við sem var rosalega áberandi þegar myrkvaði,“ segir Sævar Helgi sem ætlar sér einnig að fara til Síle til að sjá almyrkva þar eftir tvö ár.Þessi skólabörn í Missouri voru á meðal þeirra milljóna Bandaríkjamanna sem fylgdust hugfangnar með almyrkvanum í gær.Vísir/AFP
Vísindi Tengdar fréttir Beðið í ofvæni eftir almyrkva Þetta er í fyrsta skipti síðan 1918 sem tunglið gengur í veg fyrir sólu og veldur almyrkva af þessu tagi þvert yfir Bandaríkin. 21. ágúst 2017 07:43 Veðurfréttamaður hágrét í beinni þegar hann fjallaði um sólmyrkvann Milljónir Bandaríkjamanna litu upp til sólarinnar í gær til þess að verða vitni að fyrsta almyrkva af þessu tagi í 99 ár sem gengur þvert yfir Bandaríkin. 22. ágúst 2017 13:30 Milljónir upplifðu almyrkva á sólu Almyrkvinn sást fyrst frá Oregon-ríki klukkan korter yfir tíu að staðartíma, eða korter yfir fimm að íslenskum tíma. Lauk honum í Suður-Karólínu um klukkan korter í sjö. 21. ágúst 2017 23:30 Geimfarar sáu skugga tunglsins yfir Bandaríkjunum Aðeins sex manneskjur voru í þeirri einstöku stöðu að geta séð skugga almyrkvans á sólu yfir Bandaríkjunum í gær. 22. ágúst 2017 14:11 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
Beðið í ofvæni eftir almyrkva Þetta er í fyrsta skipti síðan 1918 sem tunglið gengur í veg fyrir sólu og veldur almyrkva af þessu tagi þvert yfir Bandaríkin. 21. ágúst 2017 07:43
Veðurfréttamaður hágrét í beinni þegar hann fjallaði um sólmyrkvann Milljónir Bandaríkjamanna litu upp til sólarinnar í gær til þess að verða vitni að fyrsta almyrkva af þessu tagi í 99 ár sem gengur þvert yfir Bandaríkin. 22. ágúst 2017 13:30
Milljónir upplifðu almyrkva á sólu Almyrkvinn sást fyrst frá Oregon-ríki klukkan korter yfir tíu að staðartíma, eða korter yfir fimm að íslenskum tíma. Lauk honum í Suður-Karólínu um klukkan korter í sjö. 21. ágúst 2017 23:30
Geimfarar sáu skugga tunglsins yfir Bandaríkjunum Aðeins sex manneskjur voru í þeirri einstöku stöðu að geta séð skugga almyrkvans á sólu yfir Bandaríkjunum í gær. 22. ágúst 2017 14:11