Enski boltinn

Chelsea styður Aluko: Hvers konar mismunun hryllileg

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mark Sampson, landsliðsþjálfari Englands.
Mark Sampson, landsliðsþjálfari Englands. Vísir/Getty
Chelsea hefur stigið fram með yfirlýsingu þar sem Eni Aluko er hampað fyrir að stíga fram í sviðsljósið vegna meintra kynþáttafordóma Mark Sampson, landsliðsþjálfari kvennalandsliðs Englands í knattspyrnu.

Aluko, sem er fædd í Nígeríu, segir að Sampson hafi í fyrra sagt við hana að passa upp á ættingjar hennar frá fæðingarlandinu mydnu ekki koma með ebóluveiruna með sér þegar þeir kæmu á landsleik.

Aluko heldur því fram að enska knattspyrnusambandið hafi vitað af þessum ummælum þjálfarans síðan í nóvember árið 2016 en kosið að aðhafast ekkert.

Sjá einnig: Sakar landsliðsþjálfarann um kynþáttafordóma

Í yfirlýsingunni kemur fram að Chelsea telur hvers konar mismunun hræðileg og að það sé nauðsynlegt að leikmenn fái stuðning þegar þeir stígi fram og ræði slík málefni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×