„Er þessi stelpa um borð hjá okkur?“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. ágúst 2017 09:49 Nukaraaq Larsen gengur inn í dómsal í dag. vísir/anton brink Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Møller Olsen var framhaldið í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Þinghald hófst klukkan níu og þá kom fyrir dóminn Nukaraaq Larsen sem er skipverji á Polar Nanoq og var því vinnufélagi Thomasar á þeim tíma þegar Birna Brjánsdóttir hvarf þann 14. janúar síðastliðinn.Fylgjast má með beinni textalýsingu Vísis úr réttarsal hér. Thomas er ákærður fyrir að hafa orðið Birnu að bana en hann neitar sök. Hann gaf skýrslu fyrir dómi í dag og fylgdist svo með því sem fram fór í dómsal en hann er ekki mættur í salinn í dag. Kolbrún Benediktsdóttir, sækjandi málsins, byrjaði á að spyrja Nukaraaq út í það hvort hann hefði rætt eitthvað við annan vinnufélaga sinn, Nikolaj Olsen, eftir að Polar Nanoq fór úr höfn í Hafnarfirði. Nikolaj hafði um tíma stöðu sakbornings í málinu en hann gaf skýrslu fyrir dómi í gær. Vissu að einhverjir um borð væru grunaðir Nukaraaq sagði að hann vissi að Nikolaj hefði drukkið á föstudagskvöldið og aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Þeir hefðu rætt það en ekki mikið frekar um það sem gerðist. Nukaraaq kvaðst hins vegar hafa áttað sig á því að eitthvað hefði gerst þegar skipinu var snúið við. Þegar fregnir af hvarfi Birnu bárust sagðist hann svo hafa gantast í Nikolaj. „Svo gantast ég við hann „Er þessi stelpa um borð hjá okkur?“ og hann sagði nei. Þegar skipinu var snúið við vissum við að einhverjir um borð væru grunaðir. Við fáum að vita að lögreglan kæmi til okkar og myndi vilja ræða við okkur en Nikolaj sagði að hann hefði enga ástæðu til að hafa áhyggjur,“ sagði Nukaraaq. Hann lýsti því svo að Nikolaj hefði sagst hafa verið ansi fullur þessa nótt. Hann hafi sofnað í rauða Kia Rio-bílnum og egar hann vaknaði í bílnum og leit til baka minntist hann þess að hafa séð tvær konur í aftursætinu. „Hann sagði að hann hefði komið einn í skipið og farið upp í rúm,“ sagði Nukaraaq. Aðspurður kvaðst hann ekkert hafa rætt við Thomas. Verjandi Thomasar, Páll Rúnar M. Kristjánsson, spurði Nukaraaq hvort hann hefði tekið eftir einhverjum áverkum á höndum Nikolaj. Nukaraaq kvaðst ekki muna eftir því og sagðist ekki hafa verið að reyna að taka eftir neinu. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Enginn Thomas Møller í dómsal Tuttugu vitni koma fyrir dóminn í dag. 22. ágúst 2017 09:30 Spurnum sækjanda ósvarað Aðalmeðferð í sakamáli gegn grænlenskum sjómanni, sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, hófst í gær. Heyra mátti saumnál detta meðan ákærði gaf skýrslu. Framburður hans tók óvænta stefnu. 22. ágúst 2017 06:00 Í beinni: Aðalmeðferð í Birnumálinu heldur áfram Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen heldur áfram í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9 í dag en hún hófst í gær. 22. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Møller Olsen var framhaldið í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Þinghald hófst klukkan níu og þá kom fyrir dóminn Nukaraaq Larsen sem er skipverji á Polar Nanoq og var því vinnufélagi Thomasar á þeim tíma þegar Birna Brjánsdóttir hvarf þann 14. janúar síðastliðinn.Fylgjast má með beinni textalýsingu Vísis úr réttarsal hér. Thomas er ákærður fyrir að hafa orðið Birnu að bana en hann neitar sök. Hann gaf skýrslu fyrir dómi í dag og fylgdist svo með því sem fram fór í dómsal en hann er ekki mættur í salinn í dag. Kolbrún Benediktsdóttir, sækjandi málsins, byrjaði á að spyrja Nukaraaq út í það hvort hann hefði rætt eitthvað við annan vinnufélaga sinn, Nikolaj Olsen, eftir að Polar Nanoq fór úr höfn í Hafnarfirði. Nikolaj hafði um tíma stöðu sakbornings í málinu en hann gaf skýrslu fyrir dómi í gær. Vissu að einhverjir um borð væru grunaðir Nukaraaq sagði að hann vissi að Nikolaj hefði drukkið á föstudagskvöldið og aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Þeir hefðu rætt það en ekki mikið frekar um það sem gerðist. Nukaraaq kvaðst hins vegar hafa áttað sig á því að eitthvað hefði gerst þegar skipinu var snúið við. Þegar fregnir af hvarfi Birnu bárust sagðist hann svo hafa gantast í Nikolaj. „Svo gantast ég við hann „Er þessi stelpa um borð hjá okkur?“ og hann sagði nei. Þegar skipinu var snúið við vissum við að einhverjir um borð væru grunaðir. Við fáum að vita að lögreglan kæmi til okkar og myndi vilja ræða við okkur en Nikolaj sagði að hann hefði enga ástæðu til að hafa áhyggjur,“ sagði Nukaraaq. Hann lýsti því svo að Nikolaj hefði sagst hafa verið ansi fullur þessa nótt. Hann hafi sofnað í rauða Kia Rio-bílnum og egar hann vaknaði í bílnum og leit til baka minntist hann þess að hafa séð tvær konur í aftursætinu. „Hann sagði að hann hefði komið einn í skipið og farið upp í rúm,“ sagði Nukaraaq. Aðspurður kvaðst hann ekkert hafa rætt við Thomas. Verjandi Thomasar, Páll Rúnar M. Kristjánsson, spurði Nukaraaq hvort hann hefði tekið eftir einhverjum áverkum á höndum Nikolaj. Nukaraaq kvaðst ekki muna eftir því og sagðist ekki hafa verið að reyna að taka eftir neinu.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Enginn Thomas Møller í dómsal Tuttugu vitni koma fyrir dóminn í dag. 22. ágúst 2017 09:30 Spurnum sækjanda ósvarað Aðalmeðferð í sakamáli gegn grænlenskum sjómanni, sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, hófst í gær. Heyra mátti saumnál detta meðan ákærði gaf skýrslu. Framburður hans tók óvænta stefnu. 22. ágúst 2017 06:00 Í beinni: Aðalmeðferð í Birnumálinu heldur áfram Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen heldur áfram í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9 í dag en hún hófst í gær. 22. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Spurnum sækjanda ósvarað Aðalmeðferð í sakamáli gegn grænlenskum sjómanni, sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, hófst í gær. Heyra mátti saumnál detta meðan ákærði gaf skýrslu. Framburður hans tók óvænta stefnu. 22. ágúst 2017 06:00
Í beinni: Aðalmeðferð í Birnumálinu heldur áfram Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen heldur áfram í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9 í dag en hún hófst í gær. 22. ágúst 2017 07:00