Víti í Vestmannaeyjum er fjölskyldumynd með vísun í sannsögulega atburði. Myndin er byggð á fyrstu bókinni í vinsælum barnabókaflokki eftir Gunnar Helgason sem notið hefur mikilla vinsælda. Síðasta bókin af fjórum kom út árið 2014 en Bragi Þór Hinriksson, sem leikstýrði Sveppamyndunum, leikstýrir myndinni.
Hermann Hreiðarsson og Margrét Lára Viðarsdóttir leika sjálfa sig í myndinni sem verður frumsýnd 9. mars næstkomandi.
Þá fékk Saga Film landsliðsmarkmanninn Hannes Þór Halldórsson til þess að klippa stikluna en hana má sjá hér fyrir neðan.
Víti í Vestmannaeyjum - stikla from Sagafilm Productions on Vimeo.