Skortur á upplýsingum um matarsóun Lovísa Arnardóttir skrifar 16. desember 2017 07:00 Upplýsingar um matarsóun Íslendinga eru af skornum skammti. Engin leið er að mæla árangur. mynd/estelle divorne „Mér finnst mikilvægt að fólk átti sig á því hver raunveruleg áhrif af þessu eru. Við erum að eyðileggja náttúruauðlindir, við erum að stuðla að eymd fólks í öðrum löndum. Það er verið að stunda þrælahald fyrir mat sem við hendum svo. Það er verið að eyðileggja regnskóga fyrir mat sem við hendum svo. Fólk þarf að átta sig á því hverju það er að henda“ segir segir Rannveig Magnúsdóttir, verkefnastjóri Matarsóunarverkefnis Landverndar. Stefna um úrgangsforvarnir er sett til tólf ára í senn af umhverfisráðherra. Stefnan hefur það markmið að draga markvisst úr myndun úrgangs. Ný stefna, Saman gegn sóun – almenn stefna um úrgangsforvarnir, var sett árið 2016 og gildir því til ársins 2027.Rannveig Magnúsdóttir, verkefnastjóri Matarsóunarverkefnis Landverndar.Úr einkasafni.Hins vegar eru ekki til upplýsingar um matarsóun Íslendinga, aðrar en þær sem safnað var saman í tveimur rannsóknum, sem framkvæmdar voru annars vegar 2015 og hins vegar 2016. Niðurstöður beggja rannsókna eru byggðar á matardagbókum sem einstaklingar eða fjölskyldur héldu í allt að viku og mældu allt sem til spillis fór á þeirra heimilum. Út frá niðurstöðum rannsóknanna er áætlað hversu miklu hver einstaklingur sóar af mat og drykk. Gallinn er þó sá að ekki er hægt að meta hvort matarsóun sé breytileg á milli mánaða, ára eða til dæmis hátíða. Að sama skapi er engin leið að mæla árangur áherslu stefnunnar síðastliðin tvö ár, því engar aðrar upplýsingar eru til um matarsóun á Íslandi. Ekki er stefnt á að framkvæma aðra álíka rannsókn fyrr en að tveimur eða þremur árum liðnum. „Þetta var risaverkefni. Þetta var styrkur til að gera grunnrannsókn en okkur langar að gera aftur rannsókn eftir ár eða tvö, þremur árum frá grunnrannsókn og sjá hvort ástandið sé eitthvað að batna” segir Ingunn Gunnarsdóttir hjá Umhverfisstofnun.Ingunn Gunnarsdóttir, hjá UmhverfisstofnunÁhrif matarsóunar eru margvísleg. Bæði er um að ræða mat sem hefði mögulega getað verið nýttur annars staðar, en einnig er um að ræða umhverfis- og samfélagsleg áhrif, sem geta náð langt út fyrir landsteinana. Í stefnu um úrgangsforvarnir er áhersla lögð á níu flokka úrgangs á gildistímanum, sem skipt er í tvennt eftir því í hvers konar forgangi þeir eru. Sex flokkar eru í forgangi í tvö ár í senn, en hina þrjá flokkana er unnið með til lengri tíma. Fyrsti flokkurinn sem lögð var áhersla á var matarsóun undir yfirskriftinni Matur er mannsins megin. Ýmis verkefni hafa verið framkvæmd á tímabilinu og á heimasíðunni www.matarsoun.is er að finna samantekt á þeim, ásamt góðum ráðum til að sporna við henni. Í byrjun næsta árs tekur plast við af matarsóun sem næsta forgangsverkefni stefnunnar til tveggja ára og eru bæði Umhverfisstofnun og Landvernd að búa sig undir breyttar áherslur. Nú eru í þróun svokallaðir umhverfisvísar hjá Umhverfisstofnun, til að mæla árangur stefnunnar og meta stöðu Íslendinga þegar kemur að öllum þeim flokkum sem til umræðu eru í úrgangsstefnunni. Tillaga um umhverfisvísa verður lögð fyrir nýjan umhverfisráðherra fyrir áramót. Að gefnu samþykki ráðherra ætti að vera hægt að taka þá í notkun á næsta ári. „Það fylgja þessu markmið, fyrir þessa vísa. Þeir munu taka hvern flokk fyrir sig. Það verða skilgreindir vísar fyrir matarsóun, plast og textíl og síðan þessa þrjá flokka sem eru í forgangi allan gildistíma stefnunnar“ segir Guðmundur B. Ingvarsson hjá Umhverfisstofnun. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
„Mér finnst mikilvægt að fólk átti sig á því hver raunveruleg áhrif af þessu eru. Við erum að eyðileggja náttúruauðlindir, við erum að stuðla að eymd fólks í öðrum löndum. Það er verið að stunda þrælahald fyrir mat sem við hendum svo. Það er verið að eyðileggja regnskóga fyrir mat sem við hendum svo. Fólk þarf að átta sig á því hverju það er að henda“ segir segir Rannveig Magnúsdóttir, verkefnastjóri Matarsóunarverkefnis Landverndar. Stefna um úrgangsforvarnir er sett til tólf ára í senn af umhverfisráðherra. Stefnan hefur það markmið að draga markvisst úr myndun úrgangs. Ný stefna, Saman gegn sóun – almenn stefna um úrgangsforvarnir, var sett árið 2016 og gildir því til ársins 2027.Rannveig Magnúsdóttir, verkefnastjóri Matarsóunarverkefnis Landverndar.Úr einkasafni.Hins vegar eru ekki til upplýsingar um matarsóun Íslendinga, aðrar en þær sem safnað var saman í tveimur rannsóknum, sem framkvæmdar voru annars vegar 2015 og hins vegar 2016. Niðurstöður beggja rannsókna eru byggðar á matardagbókum sem einstaklingar eða fjölskyldur héldu í allt að viku og mældu allt sem til spillis fór á þeirra heimilum. Út frá niðurstöðum rannsóknanna er áætlað hversu miklu hver einstaklingur sóar af mat og drykk. Gallinn er þó sá að ekki er hægt að meta hvort matarsóun sé breytileg á milli mánaða, ára eða til dæmis hátíða. Að sama skapi er engin leið að mæla árangur áherslu stefnunnar síðastliðin tvö ár, því engar aðrar upplýsingar eru til um matarsóun á Íslandi. Ekki er stefnt á að framkvæma aðra álíka rannsókn fyrr en að tveimur eða þremur árum liðnum. „Þetta var risaverkefni. Þetta var styrkur til að gera grunnrannsókn en okkur langar að gera aftur rannsókn eftir ár eða tvö, þremur árum frá grunnrannsókn og sjá hvort ástandið sé eitthvað að batna” segir Ingunn Gunnarsdóttir hjá Umhverfisstofnun.Ingunn Gunnarsdóttir, hjá UmhverfisstofnunÁhrif matarsóunar eru margvísleg. Bæði er um að ræða mat sem hefði mögulega getað verið nýttur annars staðar, en einnig er um að ræða umhverfis- og samfélagsleg áhrif, sem geta náð langt út fyrir landsteinana. Í stefnu um úrgangsforvarnir er áhersla lögð á níu flokka úrgangs á gildistímanum, sem skipt er í tvennt eftir því í hvers konar forgangi þeir eru. Sex flokkar eru í forgangi í tvö ár í senn, en hina þrjá flokkana er unnið með til lengri tíma. Fyrsti flokkurinn sem lögð var áhersla á var matarsóun undir yfirskriftinni Matur er mannsins megin. Ýmis verkefni hafa verið framkvæmd á tímabilinu og á heimasíðunni www.matarsoun.is er að finna samantekt á þeim, ásamt góðum ráðum til að sporna við henni. Í byrjun næsta árs tekur plast við af matarsóun sem næsta forgangsverkefni stefnunnar til tveggja ára og eru bæði Umhverfisstofnun og Landvernd að búa sig undir breyttar áherslur. Nú eru í þróun svokallaðir umhverfisvísar hjá Umhverfisstofnun, til að mæla árangur stefnunnar og meta stöðu Íslendinga þegar kemur að öllum þeim flokkum sem til umræðu eru í úrgangsstefnunni. Tillaga um umhverfisvísa verður lögð fyrir nýjan umhverfisráðherra fyrir áramót. Að gefnu samþykki ráðherra ætti að vera hægt að taka þá í notkun á næsta ári. „Það fylgja þessu markmið, fyrir þessa vísa. Þeir munu taka hvern flokk fyrir sig. Það verða skilgreindir vísar fyrir matarsóun, plast og textíl og síðan þessa þrjá flokka sem eru í forgangi allan gildistíma stefnunnar“ segir Guðmundur B. Ingvarsson hjá Umhverfisstofnun.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira