Kerfisbundið barnaníð í Ástralíu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. desember 2017 07:00 Barnaníð innan kaþólsku kirkjunnar hefur verið hitamál í Ástralíu svo árum skiptir. George Pell kardinála var mótmælt í fyrra fyrir að hylma yfir með barnaníðingum. Voru hann og páfi hvattir til að opinbera brotin. Nordicphotos/AFP Um sextíu þúsund þolendur barnaníðs í Ástralíu gætu átt rétt á skaðabótum og fjögur þúsund stofnanir ástralsks samfélags hafa verið sakaðar um að hylma yfir slíkt ofbeldi. Þetta eru niðurstöður fimm ára rannsóknar ástralskrar rannsóknarnefndar sem birtar voru í gær. Elstu málin ná aftur til miðrar síðustu aldar. Einna verst þykir ástandið hafa verið innan kaþólsku kirkjunnar. „Tugir þúsunda barna hafa verið misnotuð kynferðislega innan margra ástralskra stofnana. Við munum aldrei komast að því hver rétt tala er. Hér er ekki um nokkra „svarta sauði“ að ræða. Eitthvað alvarlegt er að stærstu stofnunum samfélagsins,“ segir í skýrslu nefndarinnar. Við rannsóknina heyrði nefndin í tugum þúsunda einstaklinga, þar af rúmlega átta þúsund þolendum sem sögðu frá því ofbeldi sem þau voru beitt. Þá bárust um 1.300 bréf frá þolendum. Nefndin hefur frá því rannsóknin hófst bent lögreglu á samtals 2.559 mál og hafa verið gefnar út 230 ákærur í kjölfarið. Einna verst þykja brot háttsettra meðlima trúarfélaga. Þannig hefur áður verið greint frá því að um sjö prósent kaþólskra presta hafi verið sakaðir um að misnota rúmlega 4.440 börn. Barnaníð er einnig sagt hafa þrifist innan ensku biskupakirkjunnar þar í landi en nefndinni bárust 1.100 frásagnir af barnaníði presta úr þeim söfnuði. Þá komst nefndin aukinheldur að því að Vottar Jehóva hefðu ekki tilkynnt lögreglu um þau rúmlega þúsund brot sem framin hefðu verið innan kirkjunnar. Nefndin hefur beint um fjögur hundruð tilmælum til ýmissa samfélagsstofnana. Í skýrslunni er meðal annars mælt með því að kaþólskir prestar sæti refsingu, tilkynni þeir ekki um brot annarra presta. Þá biðlar nefndin til Páfagarðs um að breyta lögum kirkjunnar á þann veg að prestum sé heimilt að tilkynna lögreglu um brot sem aðrir prestar játuðu á sig við skriftir. Einnig var Páfagarður beðinn um að endurskoða skírlífisreglur. Þótt ekki sé beint orsakasamhengi á milli skírlífis og barnaníðs stuðli það, ásamt öðrum áhættuþáttum, að aukinni tíðni brota. Denis Hart, erkibiskup kaþólikka í Ástralíu og forseti ástralska biskuparáðsins, baðst afsökunar í gær. „Þetta er skammarleg fortíð og þöggunarmenning hennar og sjálfsbjargarviðleitni leiddi til óþarfra þjáninga fjöldamargra fórnarlamba og fjölskyldna þeirra,“ sagði erkibiskupinn. Hann neitaði því hins vegar að breyta ætti lögum kirkjunnar er varða skriftir. „Sambandið sem Guð hefur innsiglað á milli prestsins og þess sem biður um syndaaflausn má aldrei skaða,“ sagði Hart. Hins vegar væri undir páfa komið að endurskoða skírlífisreglur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Um sextíu þúsund þolendur barnaníðs í Ástralíu gætu átt rétt á skaðabótum og fjögur þúsund stofnanir ástralsks samfélags hafa verið sakaðar um að hylma yfir slíkt ofbeldi. Þetta eru niðurstöður fimm ára rannsóknar ástralskrar rannsóknarnefndar sem birtar voru í gær. Elstu málin ná aftur til miðrar síðustu aldar. Einna verst þykir ástandið hafa verið innan kaþólsku kirkjunnar. „Tugir þúsunda barna hafa verið misnotuð kynferðislega innan margra ástralskra stofnana. Við munum aldrei komast að því hver rétt tala er. Hér er ekki um nokkra „svarta sauði“ að ræða. Eitthvað alvarlegt er að stærstu stofnunum samfélagsins,“ segir í skýrslu nefndarinnar. Við rannsóknina heyrði nefndin í tugum þúsunda einstaklinga, þar af rúmlega átta þúsund þolendum sem sögðu frá því ofbeldi sem þau voru beitt. Þá bárust um 1.300 bréf frá þolendum. Nefndin hefur frá því rannsóknin hófst bent lögreglu á samtals 2.559 mál og hafa verið gefnar út 230 ákærur í kjölfarið. Einna verst þykja brot háttsettra meðlima trúarfélaga. Þannig hefur áður verið greint frá því að um sjö prósent kaþólskra presta hafi verið sakaðir um að misnota rúmlega 4.440 börn. Barnaníð er einnig sagt hafa þrifist innan ensku biskupakirkjunnar þar í landi en nefndinni bárust 1.100 frásagnir af barnaníði presta úr þeim söfnuði. Þá komst nefndin aukinheldur að því að Vottar Jehóva hefðu ekki tilkynnt lögreglu um þau rúmlega þúsund brot sem framin hefðu verið innan kirkjunnar. Nefndin hefur beint um fjögur hundruð tilmælum til ýmissa samfélagsstofnana. Í skýrslunni er meðal annars mælt með því að kaþólskir prestar sæti refsingu, tilkynni þeir ekki um brot annarra presta. Þá biðlar nefndin til Páfagarðs um að breyta lögum kirkjunnar á þann veg að prestum sé heimilt að tilkynna lögreglu um brot sem aðrir prestar játuðu á sig við skriftir. Einnig var Páfagarður beðinn um að endurskoða skírlífisreglur. Þótt ekki sé beint orsakasamhengi á milli skírlífis og barnaníðs stuðli það, ásamt öðrum áhættuþáttum, að aukinni tíðni brota. Denis Hart, erkibiskup kaþólikka í Ástralíu og forseti ástralska biskuparáðsins, baðst afsökunar í gær. „Þetta er skammarleg fortíð og þöggunarmenning hennar og sjálfsbjargarviðleitni leiddi til óþarfra þjáninga fjöldamargra fórnarlamba og fjölskyldna þeirra,“ sagði erkibiskupinn. Hann neitaði því hins vegar að breyta ætti lögum kirkjunnar er varða skriftir. „Sambandið sem Guð hefur innsiglað á milli prestsins og þess sem biður um syndaaflausn má aldrei skaða,“ sagði Hart. Hins vegar væri undir páfa komið að endurskoða skírlífisreglur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira