Umstangið á aðfangadag í lágmarki Vera Einarsdóttir skrifar 16. desember 2017 10:00 Kraftlyftingakonan Hulda B. Waage er alltaf með hnetusteik á jólunum. Í henni er ýmislegt jólakrydd sem gerir hana hátíðlega. Hún segir best að gera hana nokkrum dögum fyrir jól, þá sé hún best. Hulda B. Waage gerðist vegan á unglingsárum. Um tíma borðaði hún líka fisk en fyrir tæpum fjórum árum snéri hún sér alfarið að veganisma. Hulda hefur alltaf haft gaman af því að elda en hún starfar sem matreiðslumaður í mötuneyti Íslandsbanka á Akureyri. „Í upphafi fannst mér einfaldlega meira spennandi að elda grænmetisrétti en í seinni tíð er ég farin að hugsa meira út í hugmyndafræðina að baki því að sleppa dýrum og dýraafurðum. Heilt yfir finnst mér mun einfaldara að elda vegan en annað. Hulda tilheyrir landsliðinu í kraftlyftingum og hefur bæði hampað Íslandsmeistara- og bikarmeistaratitlum. Hún fær oft þá spurningu hvort hægt sé að byggja upp vöðva ef maður er vegan. „Margir halda að það sé samasemmerki á milli neyslu dýrapróteina og vöðvauppbyggingar en það er mikill misskilningur. Þú þarft ekki að borða vöðva til að fá vöðva og þeir sem einblína eingöngu á prótein eru á miklum villigötum. Það þarf að hugsa hlutina í víðara samhengi; hreyfa sig, næra sig vel og sofa,“ segir Hulda, en sjálf borðar hún mikið af grænmeti, ávöxtum, baunum, tófú og kornmeti. Hulda er alltaf með hnetusteik á jólunum. Í hana setur hún kanil, negul og engifer til að hún verði sem jólalegust á bragðið. „Lengi vel var ég með heita sósu og waldorfsalat með en í seinni tíð hef ég reynt að létta meðlætið enda nóg af þungum mat í kringum jólin.“ Hnetusteikina gerir Hulda viku fyrir jól og geymir í frysti. „Þá þarf ég lítið að standa í eldhúsinu á aðfangadag og get notið þess að slaka á með fjölskyldunni en auk þess bragðast hún betur upphituð.“ Hulda hefur líka tekið að sér að gera steikina fyrir aðra og notar ágóðann í keppnissjóð. Hún er með opinn snapchatreikning undir nafninu Bwaagepower þar sem hún sýnir frá æfingum, matargerð og ýmsu fleiru. Hún gefur hér uppskrift að jólamatnum á hennar heimili. Hnetusteik Huldu Waage. Hnetusteik 1 meðalstór sæt kartafla 1 laukur 1/2 fennel 1 hvítlauksrif ½ dl bygg 1 ½ dl vatn 300 g hnetur 2 msk maukaðar sólþurrkaðir tómatar 2 tsk negull 1 tsk engifer 1 tsk cumin ½ tsk kanill 2 tsk salt 1 tsk maple síróp 1 tsk olía Sjóðið bygg í söltu vatni í 45 mínútur. Skerið sæta kartöflu í nokkra bita, lauk í fernt og fennel til helminga. Dreifið á ofnplötu ásamt hvítlauksrifi. Kryddið og dreifið ólíu og Maple sýrópi yfir. Bakið við 165 gráður í 45 mínútur. Þegar byggið er soðið og grænmetið vel bakað er það sett saman í skál. Bætið tómatmauki samanvið. Ristið hnetur að eigin vali (mæli með pecanhnetum og valhnetum) og grófmalið í matvinnsluvél. Bætið þeim út í skálina og hnoðið með höndunum (má líka hræra í hrærivél). Smakkið til með salti, sætu og krydd. Mótið steikina eins og ykkur lystir og bakið við 160°c í 25mín. Hana má frysta, þýða og hita að vild. Salvíu majó ½ dl sojamjólk 1 tsk hrísgrjónaedik 1 dl bragðlaus olía ½ tsk maple sýróp 1 tsk salt 1/8 tsk cayenne pipar 1 msk smátt söxuð fersk salvía 1/2 hvítlauksrif Hellið sojamjólk og ediki í ílangt glas. Maukið með töfrasprota. Hellið olíu í mjórri buni út í glasið á meðan sprotinn er í gangi. Úr verður bragðlaust majones. Bætið kryddinu við. Smakkið til með salti, sætu og cayenne pipar (Eins er hægt að kaupa tilbúið vegan majones. Þá má gera stærri uppskrift í blandara). Hulda hefur í seinni tíð reynt að létta meðlætið með steikinni enda nóg af þungum mat í kringum jólin. Hún vill líka hafa matinn hollan. Rauðrófu og eplasalat 1 rauðrófa 1 grænt epli nokkur grænkálslauf 1 msk olía 1 tsk maple sýróp 1 lime Skerið rauðrófu í bita eða sneiðar. Skerið epli í litla teninga. Rífið kálið af stilkunum og saxið. Bætið olíu maple sýrópi og safa ár lime saman við og hellið í skál. Eftirrétturinn er laus við dýraafurðir. Í honum er þeyttur kókosrjómi. Eftiréttur 1 banani og nokkur jarðaber. 1 dós kókósmjólk (köld) 1 msk maple síróp 1 tsk vanilludropar Oatly vanillusósa PB2 (hnetuduft) Kælið kókosmjólkina yfir nótt. Setjið þykka hlutann af kókosmjólkinni í ískalda skál ásamt maple sýrópi og vanillu. Þeytið vel í að minnsta kosti fimm mínútur eða þar til rjóminn er orðinn vel þéttur. Geymið í ísskáp. Sneiðið bananann og skerið jarðarberin í fernt. Setjið jarðarber í botninn á háu glasi, næst kókosrjóma, þá banana, svo vanillusósu, aftur banana og að síðustu jarðarber. Toppið með rjóma og vanillusósu. Stráið PB2 yfir. Jól Jólamatur Vegan Hnetusteik Mest lesið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Jól Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Sex hundruð Úkraínumenn á jólaballi í Vesturbænum Jól Jólaleyndarmálið er rauðrófusulta Jól Sykurlausar sörur hinna lötu Jól Fleiri fréttir Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
Kraftlyftingakonan Hulda B. Waage er alltaf með hnetusteik á jólunum. Í henni er ýmislegt jólakrydd sem gerir hana hátíðlega. Hún segir best að gera hana nokkrum dögum fyrir jól, þá sé hún best. Hulda B. Waage gerðist vegan á unglingsárum. Um tíma borðaði hún líka fisk en fyrir tæpum fjórum árum snéri hún sér alfarið að veganisma. Hulda hefur alltaf haft gaman af því að elda en hún starfar sem matreiðslumaður í mötuneyti Íslandsbanka á Akureyri. „Í upphafi fannst mér einfaldlega meira spennandi að elda grænmetisrétti en í seinni tíð er ég farin að hugsa meira út í hugmyndafræðina að baki því að sleppa dýrum og dýraafurðum. Heilt yfir finnst mér mun einfaldara að elda vegan en annað. Hulda tilheyrir landsliðinu í kraftlyftingum og hefur bæði hampað Íslandsmeistara- og bikarmeistaratitlum. Hún fær oft þá spurningu hvort hægt sé að byggja upp vöðva ef maður er vegan. „Margir halda að það sé samasemmerki á milli neyslu dýrapróteina og vöðvauppbyggingar en það er mikill misskilningur. Þú þarft ekki að borða vöðva til að fá vöðva og þeir sem einblína eingöngu á prótein eru á miklum villigötum. Það þarf að hugsa hlutina í víðara samhengi; hreyfa sig, næra sig vel og sofa,“ segir Hulda, en sjálf borðar hún mikið af grænmeti, ávöxtum, baunum, tófú og kornmeti. Hulda er alltaf með hnetusteik á jólunum. Í hana setur hún kanil, negul og engifer til að hún verði sem jólalegust á bragðið. „Lengi vel var ég með heita sósu og waldorfsalat með en í seinni tíð hef ég reynt að létta meðlætið enda nóg af þungum mat í kringum jólin.“ Hnetusteikina gerir Hulda viku fyrir jól og geymir í frysti. „Þá þarf ég lítið að standa í eldhúsinu á aðfangadag og get notið þess að slaka á með fjölskyldunni en auk þess bragðast hún betur upphituð.“ Hulda hefur líka tekið að sér að gera steikina fyrir aðra og notar ágóðann í keppnissjóð. Hún er með opinn snapchatreikning undir nafninu Bwaagepower þar sem hún sýnir frá æfingum, matargerð og ýmsu fleiru. Hún gefur hér uppskrift að jólamatnum á hennar heimili. Hnetusteik Huldu Waage. Hnetusteik 1 meðalstór sæt kartafla 1 laukur 1/2 fennel 1 hvítlauksrif ½ dl bygg 1 ½ dl vatn 300 g hnetur 2 msk maukaðar sólþurrkaðir tómatar 2 tsk negull 1 tsk engifer 1 tsk cumin ½ tsk kanill 2 tsk salt 1 tsk maple síróp 1 tsk olía Sjóðið bygg í söltu vatni í 45 mínútur. Skerið sæta kartöflu í nokkra bita, lauk í fernt og fennel til helminga. Dreifið á ofnplötu ásamt hvítlauksrifi. Kryddið og dreifið ólíu og Maple sýrópi yfir. Bakið við 165 gráður í 45 mínútur. Þegar byggið er soðið og grænmetið vel bakað er það sett saman í skál. Bætið tómatmauki samanvið. Ristið hnetur að eigin vali (mæli með pecanhnetum og valhnetum) og grófmalið í matvinnsluvél. Bætið þeim út í skálina og hnoðið með höndunum (má líka hræra í hrærivél). Smakkið til með salti, sætu og krydd. Mótið steikina eins og ykkur lystir og bakið við 160°c í 25mín. Hana má frysta, þýða og hita að vild. Salvíu majó ½ dl sojamjólk 1 tsk hrísgrjónaedik 1 dl bragðlaus olía ½ tsk maple sýróp 1 tsk salt 1/8 tsk cayenne pipar 1 msk smátt söxuð fersk salvía 1/2 hvítlauksrif Hellið sojamjólk og ediki í ílangt glas. Maukið með töfrasprota. Hellið olíu í mjórri buni út í glasið á meðan sprotinn er í gangi. Úr verður bragðlaust majones. Bætið kryddinu við. Smakkið til með salti, sætu og cayenne pipar (Eins er hægt að kaupa tilbúið vegan majones. Þá má gera stærri uppskrift í blandara). Hulda hefur í seinni tíð reynt að létta meðlætið með steikinni enda nóg af þungum mat í kringum jólin. Hún vill líka hafa matinn hollan. Rauðrófu og eplasalat 1 rauðrófa 1 grænt epli nokkur grænkálslauf 1 msk olía 1 tsk maple sýróp 1 lime Skerið rauðrófu í bita eða sneiðar. Skerið epli í litla teninga. Rífið kálið af stilkunum og saxið. Bætið olíu maple sýrópi og safa ár lime saman við og hellið í skál. Eftirrétturinn er laus við dýraafurðir. Í honum er þeyttur kókosrjómi. Eftiréttur 1 banani og nokkur jarðaber. 1 dós kókósmjólk (köld) 1 msk maple síróp 1 tsk vanilludropar Oatly vanillusósa PB2 (hnetuduft) Kælið kókosmjólkina yfir nótt. Setjið þykka hlutann af kókosmjólkinni í ískalda skál ásamt maple sýrópi og vanillu. Þeytið vel í að minnsta kosti fimm mínútur eða þar til rjóminn er orðinn vel þéttur. Geymið í ísskáp. Sneiðið bananann og skerið jarðarberin í fernt. Setjið jarðarber í botninn á háu glasi, næst kókosrjóma, þá banana, svo vanillusósu, aftur banana og að síðustu jarðarber. Toppið með rjóma og vanillusósu. Stráið PB2 yfir.
Jól Jólamatur Vegan Hnetusteik Mest lesið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Jól Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Sex hundruð Úkraínumenn á jólaballi í Vesturbænum Jól Jólaleyndarmálið er rauðrófusulta Jól Sykurlausar sörur hinna lötu Jól Fleiri fréttir Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira