Segja að þvinganir muni ekki stöðva þá Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2017 15:50 Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og hershöfðingjar hans. Vísir/AFP Utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu segir að refsiaðgerðir og viðskiptaþvinganir muni ekki stöðva eldflauga- og kjarnorkuvopnaáætlanir ríkisins. Þessi í stað muni slíkar aðgerðir hraða áætlunum Norður-Kóreu. Þá sakar ráðuneytið Bandaríkin um að þvinga önnur ríki til að taka þátt í refsiaðgerðum með því að hóta kjarnorkustríði á Kóreuskaganum. Í tilkynningu á vef KCNA, opinberri fréttaveitu ríkisins, segir ráðuneytið að refsiaðgerðirnar gegn Norður-Kóreu beinist gegn borgurum ríkisins og þær séu „grimmar og siðlausar“ aðgerðir sem ætlað sé að „útrýma“ íbúum Norður-Kóreu.„Kjánalegur draumur“„Bandaríkin eru að kyrkja og kæfa ríki og brjóta vilja þess á bak aftur til að koma vilja sínum yfir það. Er það friðsöm og pólitísk lausn?“ segir á vef KCNA. Enn fremur segir ráðuneytið að Bandaríkin hóti því að beita hernaði og þar með kjarnorkustríði á Kóreuskaganum til að þvinga þjóðir heimsins til að taka þátt í refsiaðgerðunum. „Það er kjánalegur draumur að vona að aðgerðirnar virki gegn Norður-Kóreu þegar þær hafa ekki stöðvað tilraunir ríkisins til að verða kjarnorkuveldi og byggja upp efnahagsveldi í rúma hálfa öld. Frekari aðgerðir Bandaríkjanna og leppríkja þeirra til að beita Norður-Kóreu þvingunum mun einungis auka hraða okkar að því markmiði að verða kjarnorkuveldi.“Norður-Kórea rædd í þaula Fastlega má búast við því að Norður-Kórea verði mikið á milli tannanna á leiðtogum heimsins á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem hófst í dag og verður út vikuna. Markmið refsiaðgerða Sameinuðu þjóðanna er að koma í veg fyrir að Norður-Kórea verði sér út um eldsneyti og tekjur sem nýtast í vopnaáætlanir ríkisins. Ríkið hefur sprengt sex kjarnorkusprengjur á undanförnum árum og skotið fjölda eldflauga á loft á síðustu mánuðum. Allt í trássi við ályktanir Sameinuðu þjóðanna og öryggisráðið. Yfirlýst markmið Norður-Kóreu er að þróa kjarnorkuvopn og eldflaugar sem geta borið slík vopn til meginlands Bandaríkjanna. Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea skaut eldflaug yfir Japan Norður-Kórea skaut eldflaug í austurátt frá borginni Pyongyang. 14. september 2017 22:53 Lengsta eldflaugaskotið hingað til Norður-Kórea skaut eldflaug yfir norðurhluta Japan einunguis nokkrum klukkustundum eftir að hafa hótað því að "sökkva“ Japan með kjarnorkuvopnum. 15. september 2017 11:00 Ætlað að ráða Kim Jong-un af dögum Yfirvöld Suður-Kóreu ætla að stefna herdeild með nokkuð sérstakt markmið. 13. september 2017 14:15 Hóta því að „sökkva“ Japan með kjarnorkuvopnum Norður-Kóreumenn hótuðu því í dag að sökkva Japan með kjarnorkuvopnum og gera Bandaríkin að „ösku og myrkri“. 14. september 2017 13:13 Vara Norður-Kóreu enn einu sinni við eyðileggingu Helstu ráðgjafar Donald Trump fóru fram á að Norður-Kóreumenn létu af eldflauga- og kjarnorkuvopnatilraunum sínum og hættu að hóta Bandaríkjunum eða bandamönnum þeirra. 17. september 2017 20:00 Samþykktu hertar refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu Ályktun um refsiaðgerðir var lögð fram af Bandaríkjunum sem breyttu drögunum að henni nokkuð til að fá stuðning Kína og Rússlands í öryggisráðinu. 11. september 2017 23:38 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Sjá meira
Utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu segir að refsiaðgerðir og viðskiptaþvinganir muni ekki stöðva eldflauga- og kjarnorkuvopnaáætlanir ríkisins. Þessi í stað muni slíkar aðgerðir hraða áætlunum Norður-Kóreu. Þá sakar ráðuneytið Bandaríkin um að þvinga önnur ríki til að taka þátt í refsiaðgerðum með því að hóta kjarnorkustríði á Kóreuskaganum. Í tilkynningu á vef KCNA, opinberri fréttaveitu ríkisins, segir ráðuneytið að refsiaðgerðirnar gegn Norður-Kóreu beinist gegn borgurum ríkisins og þær séu „grimmar og siðlausar“ aðgerðir sem ætlað sé að „útrýma“ íbúum Norður-Kóreu.„Kjánalegur draumur“„Bandaríkin eru að kyrkja og kæfa ríki og brjóta vilja þess á bak aftur til að koma vilja sínum yfir það. Er það friðsöm og pólitísk lausn?“ segir á vef KCNA. Enn fremur segir ráðuneytið að Bandaríkin hóti því að beita hernaði og þar með kjarnorkustríði á Kóreuskaganum til að þvinga þjóðir heimsins til að taka þátt í refsiaðgerðunum. „Það er kjánalegur draumur að vona að aðgerðirnar virki gegn Norður-Kóreu þegar þær hafa ekki stöðvað tilraunir ríkisins til að verða kjarnorkuveldi og byggja upp efnahagsveldi í rúma hálfa öld. Frekari aðgerðir Bandaríkjanna og leppríkja þeirra til að beita Norður-Kóreu þvingunum mun einungis auka hraða okkar að því markmiði að verða kjarnorkuveldi.“Norður-Kórea rædd í þaula Fastlega má búast við því að Norður-Kórea verði mikið á milli tannanna á leiðtogum heimsins á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem hófst í dag og verður út vikuna. Markmið refsiaðgerða Sameinuðu þjóðanna er að koma í veg fyrir að Norður-Kórea verði sér út um eldsneyti og tekjur sem nýtast í vopnaáætlanir ríkisins. Ríkið hefur sprengt sex kjarnorkusprengjur á undanförnum árum og skotið fjölda eldflauga á loft á síðustu mánuðum. Allt í trássi við ályktanir Sameinuðu þjóðanna og öryggisráðið. Yfirlýst markmið Norður-Kóreu er að þróa kjarnorkuvopn og eldflaugar sem geta borið slík vopn til meginlands Bandaríkjanna.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea skaut eldflaug yfir Japan Norður-Kórea skaut eldflaug í austurátt frá borginni Pyongyang. 14. september 2017 22:53 Lengsta eldflaugaskotið hingað til Norður-Kórea skaut eldflaug yfir norðurhluta Japan einunguis nokkrum klukkustundum eftir að hafa hótað því að "sökkva“ Japan með kjarnorkuvopnum. 15. september 2017 11:00 Ætlað að ráða Kim Jong-un af dögum Yfirvöld Suður-Kóreu ætla að stefna herdeild með nokkuð sérstakt markmið. 13. september 2017 14:15 Hóta því að „sökkva“ Japan með kjarnorkuvopnum Norður-Kóreumenn hótuðu því í dag að sökkva Japan með kjarnorkuvopnum og gera Bandaríkin að „ösku og myrkri“. 14. september 2017 13:13 Vara Norður-Kóreu enn einu sinni við eyðileggingu Helstu ráðgjafar Donald Trump fóru fram á að Norður-Kóreumenn létu af eldflauga- og kjarnorkuvopnatilraunum sínum og hættu að hóta Bandaríkjunum eða bandamönnum þeirra. 17. september 2017 20:00 Samþykktu hertar refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu Ályktun um refsiaðgerðir var lögð fram af Bandaríkjunum sem breyttu drögunum að henni nokkuð til að fá stuðning Kína og Rússlands í öryggisráðinu. 11. september 2017 23:38 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Sjá meira
Norður-Kórea skaut eldflaug yfir Japan Norður-Kórea skaut eldflaug í austurátt frá borginni Pyongyang. 14. september 2017 22:53
Lengsta eldflaugaskotið hingað til Norður-Kórea skaut eldflaug yfir norðurhluta Japan einunguis nokkrum klukkustundum eftir að hafa hótað því að "sökkva“ Japan með kjarnorkuvopnum. 15. september 2017 11:00
Ætlað að ráða Kim Jong-un af dögum Yfirvöld Suður-Kóreu ætla að stefna herdeild með nokkuð sérstakt markmið. 13. september 2017 14:15
Hóta því að „sökkva“ Japan með kjarnorkuvopnum Norður-Kóreumenn hótuðu því í dag að sökkva Japan með kjarnorkuvopnum og gera Bandaríkin að „ösku og myrkri“. 14. september 2017 13:13
Vara Norður-Kóreu enn einu sinni við eyðileggingu Helstu ráðgjafar Donald Trump fóru fram á að Norður-Kóreumenn létu af eldflauga- og kjarnorkuvopnatilraunum sínum og hættu að hóta Bandaríkjunum eða bandamönnum þeirra. 17. september 2017 20:00
Samþykktu hertar refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu Ályktun um refsiaðgerðir var lögð fram af Bandaríkjunum sem breyttu drögunum að henni nokkuð til að fá stuðning Kína og Rússlands í öryggisráðinu. 11. september 2017 23:38