Íslensk stuttmynd á kvikmyndahátíðinni í Varsjá Stefán Þór Hjartarson skrifar 18. september 2017 10:30 Allt gengur upp hjá Tinnu Hrafnsdóttur þessa dagana en stuttmyndin hennar Munda keppir í flokki stuttmynda á kvikmyndahátíðinni í Varsjá. Vísir/Stefán Munda er önnur stuttmyndin mín. Handritið skrifaði Bergþóra Snæbjörnsdóttir en það var valið eitt af bestu handritunum í handritasamkeppni sem var haldin fyrir nokkru,“ segir Tinna Hrafnsdóttir leikstjóri, en henni hlotnaðist sá heiður að stuttmynd hennar Munda var valin inn í aðalkeppni stuttmynda á kvikmyndahátíðinni í Varsjá, einni virtustu kvikmyndahátíð í heiminum og í hópi með hátíðinni í Cannes, Feneyjum og Toronto.Um hvað fjallar Munda? „Myndin segir sögu Mundu sem er ómannblendinn prestur á sjötugsaldri. Í hartnær fjörutíu ár hefur líf hennar markast af þráhyggju en einn daginn, þegar Mundu er skyndilega gert að hætta störfum og tilvera hennar fer á hliðina, öðlast hún óvænt kjark til að horfast í augu við sjálfa sig og sleppa tökunum. Þetta er sár og ljúf saga í senn, saga einstaklings sem endurspeglar á næman hátt ákveðna grunnþætti og þarfir í sálarlífinu sem við þekkjum öll en fá oft ekki útrás. Við þráum öll að tilheyra, öðlast hlutdeild í lífi þeirra sem við elskum, segja hug okkar, en finnum svo oft fyrir alls kyns sjálfsköpuðum hindrunum og vanmætti sem leiðir til þess að við þegjum, höldum aftur af okkur og látum þar við sitja.“Að vera valin í keppnina mikill sigur í sjálfu sér „Það eitt að hafa verið valin inn í aðalkeppnina er mikill sigur. Það var alltaf markmiðið að komast inn á A-hátíð með myndina svo ég er gríðarlega stolt af að hafa náð þeim árangri. Að sjálfsögðu yrði það enn sætari sigur að vinna keppnina en þátttakan ein og sér er fyrir mér mikilvægasta skrefið núna.“Þú vannst pitch-keppni Shorts TV í Cannes í fyrra fyrir hugmyndina að Mundu, hvernig hafði það áhrif á framleiðsluferli myndarinnar? „Ég fann fyrir miklum stuðningi hér heima þegar ég tók þátt í pitch-keppninni í Cannes sem mér þótti afar vænt um. Hvert skref í þessum bransa er mikilvægt, stórt sem smátt, og með því að vinna keppnina úti tryggði ég mér fyrsta framleiðslustyrkinn. En sagan er fyrst og fremst sterk og ég var svo heppin að fá þá leikkonu, Guðrúnu S. Gísladóttur, sem ég sá allan tímann fyrir mér í hlutverki Mundu til að taka að sér hlutverkið. Hún skilaði því frábærlega og ég er virkilega ánægð með útkomuna, enda er Guðrún ein af okkar bestu leikkonum að mínu mati.“Þú varst nýlega á kvikmyndahátíðinni í Toronto eftir að hafa verið valin inn á TIFF Talent Lab vinnusmiðjuna, geturðu útskýrt hvað fór þar fram? „Hún er hluti af kvikmyndahátíðinni í Toronto en árlega eru valdir aðeins 20 leikstjórar: 10 frá Kanada og 10 frá öðrum löndum, til þátttöku. Þetta var því mikill heiður fyrir mig en þarna gafst mér tækifæri til að þróa næsta verkefni sem er kvikmynd byggð á skáldsögunni Stóri skjálfti eftir Auði Jónsdóttur. Við þjálfuðum að „pitch-a“ eða kynna verkefnin, fengum sýn annarra leikstjóra á þau og tækifæri til að hitta nokkra af þeim sem voru með myndir á hátíðinni, til dæmis Ruben Östlund leikstjóra The Square sem vann Gullpálmann í Cannes. Hann gaf okkur nána innsýn í sínar vinnuaðferðir sem var einstaklega áhugavert enda er hann að mínu mati einn af þeim bestu í dag. Reynsla annarra getur verið svo mikilvægur lærdómur fyrir mann sjálfan í þessum bransa og þeir sem töluðu við okkur voru mjög opnir og viljugir til að deila sigrum sínum og sorgum. Þetta var því mikill og góður skóli fyrir mig.“Hvað er svo næst á dagskrá? „Næst er að fylgja Mundu eftir til Varsjár. Síðan fer ég með myndina til Frakklands á Brest European Short Film Festival og þaðan til Englands á Aesthetica Short Film Festival en þær báðar eru mikilvægar í heimi stuttmyndanna. Samhliða þessu mun ég halda áfram að þróa Stóra skjálfta og önnur verkefni sem mig langar líka til að finna farveg.“ Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Fleiri fréttir Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Munda er önnur stuttmyndin mín. Handritið skrifaði Bergþóra Snæbjörnsdóttir en það var valið eitt af bestu handritunum í handritasamkeppni sem var haldin fyrir nokkru,“ segir Tinna Hrafnsdóttir leikstjóri, en henni hlotnaðist sá heiður að stuttmynd hennar Munda var valin inn í aðalkeppni stuttmynda á kvikmyndahátíðinni í Varsjá, einni virtustu kvikmyndahátíð í heiminum og í hópi með hátíðinni í Cannes, Feneyjum og Toronto.Um hvað fjallar Munda? „Myndin segir sögu Mundu sem er ómannblendinn prestur á sjötugsaldri. Í hartnær fjörutíu ár hefur líf hennar markast af þráhyggju en einn daginn, þegar Mundu er skyndilega gert að hætta störfum og tilvera hennar fer á hliðina, öðlast hún óvænt kjark til að horfast í augu við sjálfa sig og sleppa tökunum. Þetta er sár og ljúf saga í senn, saga einstaklings sem endurspeglar á næman hátt ákveðna grunnþætti og þarfir í sálarlífinu sem við þekkjum öll en fá oft ekki útrás. Við þráum öll að tilheyra, öðlast hlutdeild í lífi þeirra sem við elskum, segja hug okkar, en finnum svo oft fyrir alls kyns sjálfsköpuðum hindrunum og vanmætti sem leiðir til þess að við þegjum, höldum aftur af okkur og látum þar við sitja.“Að vera valin í keppnina mikill sigur í sjálfu sér „Það eitt að hafa verið valin inn í aðalkeppnina er mikill sigur. Það var alltaf markmiðið að komast inn á A-hátíð með myndina svo ég er gríðarlega stolt af að hafa náð þeim árangri. Að sjálfsögðu yrði það enn sætari sigur að vinna keppnina en þátttakan ein og sér er fyrir mér mikilvægasta skrefið núna.“Þú vannst pitch-keppni Shorts TV í Cannes í fyrra fyrir hugmyndina að Mundu, hvernig hafði það áhrif á framleiðsluferli myndarinnar? „Ég fann fyrir miklum stuðningi hér heima þegar ég tók þátt í pitch-keppninni í Cannes sem mér þótti afar vænt um. Hvert skref í þessum bransa er mikilvægt, stórt sem smátt, og með því að vinna keppnina úti tryggði ég mér fyrsta framleiðslustyrkinn. En sagan er fyrst og fremst sterk og ég var svo heppin að fá þá leikkonu, Guðrúnu S. Gísladóttur, sem ég sá allan tímann fyrir mér í hlutverki Mundu til að taka að sér hlutverkið. Hún skilaði því frábærlega og ég er virkilega ánægð með útkomuna, enda er Guðrún ein af okkar bestu leikkonum að mínu mati.“Þú varst nýlega á kvikmyndahátíðinni í Toronto eftir að hafa verið valin inn á TIFF Talent Lab vinnusmiðjuna, geturðu útskýrt hvað fór þar fram? „Hún er hluti af kvikmyndahátíðinni í Toronto en árlega eru valdir aðeins 20 leikstjórar: 10 frá Kanada og 10 frá öðrum löndum, til þátttöku. Þetta var því mikill heiður fyrir mig en þarna gafst mér tækifæri til að þróa næsta verkefni sem er kvikmynd byggð á skáldsögunni Stóri skjálfti eftir Auði Jónsdóttur. Við þjálfuðum að „pitch-a“ eða kynna verkefnin, fengum sýn annarra leikstjóra á þau og tækifæri til að hitta nokkra af þeim sem voru með myndir á hátíðinni, til dæmis Ruben Östlund leikstjóra The Square sem vann Gullpálmann í Cannes. Hann gaf okkur nána innsýn í sínar vinnuaðferðir sem var einstaklega áhugavert enda er hann að mínu mati einn af þeim bestu í dag. Reynsla annarra getur verið svo mikilvægur lærdómur fyrir mann sjálfan í þessum bransa og þeir sem töluðu við okkur voru mjög opnir og viljugir til að deila sigrum sínum og sorgum. Þetta var því mikill og góður skóli fyrir mig.“Hvað er svo næst á dagskrá? „Næst er að fylgja Mundu eftir til Varsjár. Síðan fer ég með myndina til Frakklands á Brest European Short Film Festival og þaðan til Englands á Aesthetica Short Film Festival en þær báðar eru mikilvægar í heimi stuttmyndanna. Samhliða þessu mun ég halda áfram að þróa Stóra skjálfta og önnur verkefni sem mig langar líka til að finna farveg.“
Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Fleiri fréttir Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira