Sofa í bílakjallara eða ruslageymslu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. desember 2017 20:00 Heimilislausir einstaklingar í Reykjavík telja borgaryfirvöld hafa brugðist og gagnrýna úrræðaleysi. Þrír einstaklingar hafa komið sér upp tjöldum í Öskjuhlíð og búa þar. Annar maður hefur sofið í bílakjallara Ráðhúss Reykjavíkur í nokkra mánuði. Líkt og fréttastofa Stöðvar 2 hefur fjallað um að undanförnu hefur vandi heimilislausra í Reykjavík magnast á liðnum árum. Í júní taldi hópurinn 349 manns samanborið við 179 fyrir fimm árum. Samkvæmt úttekt velferðarsviðs borgarinnar búa í dag átján manns á tjaldstæðinu í Laugardal. Þá hafa þrír einstaklingar komið sér fyrir í tjöldum í Öskjuhlíð. Tjöldin eru ekki á tjaldsvæði og er því engin þjónusta til staðar. Fólkið hefur þó komið sér upp eigin þvotta- og salernisaðstöðu. Vildu þau ekki veita viðtal er fréttastofu bar að garði. Maður sem hefur gist í bílakjallara Ráðhúss Reykjavíkur í þrjá til fjóra mánuði segir lætin sem stundum eru í gistiskýlinu á Lindagötu ekki eiga við sig. „Það er gistiskýli á Lindagötu, en það er fyrir fólk sem er að drekka og er í eiturlyfjum. Aftur á móti fyrir þá sem eru alveg hreinir, þá er ekkert pláss," segir hann. Hann segir starfsmenn ráðhússins hafa gert nokkrar athugasemdir við búsetuna í bílakjallaranum en þeir hafa einnig fært honum ýmislegt. „Þeir koma með teppi handa manni og ég er búinn að fá hérna sæng og svo annað teppi hérna," segir hann.Hefur verið gerð athugasemd við að þú sért hér? „Já já, það er búið að gera nokkrar. Það er búið að keyra á mig tvisvar og keyra á dótið mitt þrisvar til fjórum sinnum," segir hann. Helgi Þorkell Eyjólfsson hefur búið á götunni í þrjú ár og leitar oft í gistiskýli borgarinnar við Lindargötu. Í gær brá Helgi sér frá eftir miðnætti en það er brot á húsreglum þar sem ró skal vera komin á klukkan tólf. Honum var því vísað frá en laumaði sér síðan inn með því að þykjast þurfa á klósettið. „Ég skreið þá upp í næsta rúm af því ég var bara gjörsamlega búinn á því. Það leið svona hálftími þangað til það var búið að hringja á lögregluna. Það mættu fimm lögreglumenn til þess að taka heimilislausan mann og setja hann út í frostið," segir Helgi. Helgi varði því nóttinni í ruslageymslu og tróð inn á sig dagblöðum til að halda á sér hita. „Ég meina ég er ekki að kenna öðrum um vandamálin mín en þetta er fáránlegt. Það voru fullt af rúmum laus," segir Helgi. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Heimilislausir einstaklingar í Reykjavík telja borgaryfirvöld hafa brugðist og gagnrýna úrræðaleysi. Þrír einstaklingar hafa komið sér upp tjöldum í Öskjuhlíð og búa þar. Annar maður hefur sofið í bílakjallara Ráðhúss Reykjavíkur í nokkra mánuði. Líkt og fréttastofa Stöðvar 2 hefur fjallað um að undanförnu hefur vandi heimilislausra í Reykjavík magnast á liðnum árum. Í júní taldi hópurinn 349 manns samanborið við 179 fyrir fimm árum. Samkvæmt úttekt velferðarsviðs borgarinnar búa í dag átján manns á tjaldstæðinu í Laugardal. Þá hafa þrír einstaklingar komið sér fyrir í tjöldum í Öskjuhlíð. Tjöldin eru ekki á tjaldsvæði og er því engin þjónusta til staðar. Fólkið hefur þó komið sér upp eigin þvotta- og salernisaðstöðu. Vildu þau ekki veita viðtal er fréttastofu bar að garði. Maður sem hefur gist í bílakjallara Ráðhúss Reykjavíkur í þrjá til fjóra mánuði segir lætin sem stundum eru í gistiskýlinu á Lindagötu ekki eiga við sig. „Það er gistiskýli á Lindagötu, en það er fyrir fólk sem er að drekka og er í eiturlyfjum. Aftur á móti fyrir þá sem eru alveg hreinir, þá er ekkert pláss," segir hann. Hann segir starfsmenn ráðhússins hafa gert nokkrar athugasemdir við búsetuna í bílakjallaranum en þeir hafa einnig fært honum ýmislegt. „Þeir koma með teppi handa manni og ég er búinn að fá hérna sæng og svo annað teppi hérna," segir hann.Hefur verið gerð athugasemd við að þú sért hér? „Já já, það er búið að gera nokkrar. Það er búið að keyra á mig tvisvar og keyra á dótið mitt þrisvar til fjórum sinnum," segir hann. Helgi Þorkell Eyjólfsson hefur búið á götunni í þrjú ár og leitar oft í gistiskýli borgarinnar við Lindargötu. Í gær brá Helgi sér frá eftir miðnætti en það er brot á húsreglum þar sem ró skal vera komin á klukkan tólf. Honum var því vísað frá en laumaði sér síðan inn með því að þykjast þurfa á klósettið. „Ég skreið þá upp í næsta rúm af því ég var bara gjörsamlega búinn á því. Það leið svona hálftími þangað til það var búið að hringja á lögregluna. Það mættu fimm lögreglumenn til þess að taka heimilislausan mann og setja hann út í frostið," segir Helgi. Helgi varði því nóttinni í ruslageymslu og tróð inn á sig dagblöðum til að halda á sér hita. „Ég meina ég er ekki að kenna öðrum um vandamálin mín en þetta er fáránlegt. Það voru fullt af rúmum laus," segir Helgi.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira