Innlent

Aldraði ferðamaðurinn fundinn

Þórdís Valsdóttir skrifar
Lögreglan sendi tölvupóst á öll hótel landsins til þess að reyna að finna manninn. Hann fannst á hóteli í Keflavík.
Lögreglan sendi tölvupóst á öll hótel landsins til þess að reyna að finna manninn. Hann fannst á hóteli í Keflavík. Vísir/stefán
Ferðamaðurinn Michael Roland Sasal sem lögreglan lýsti eftir fyrr í dag er fundinn.

Samkvæmt Gunnari Hilmarssyni aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fannst maðurinn í góðu yfirlæti á hóteli í Keflavík fyrir skömmu. Lögreglan ætlar nú að koma manninum í samband við samferðakonu hans sem leitaði að honum.

Þau höfðu mælt sér mót á Hótel Kríunesi við Elliðavatn á fimmtudag en maðurinn mætti ekki. Maðurinn er ekki með síma meðferðis og auk þess notar hann ekki samfélagsmiðla svo erfitt var að komast í samband við hann. Konan leitaði því til lögreglunnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×