Ekkert mál að komast beint á leiki í HM Benedikt Bóas skrifar 2. desember 2017 07:00 Ísland er í riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu og spilar í D-riðli á Heimsmeistaramótinu. Íslenska landsliðið í knattspyrnu lenti í D-riðli þegar dregið var í riðla Heimsmeistaramótsins í gær. Ísland leikur gegn Argentínu í Moskvu 16. júní á Otkrytiye-vellinum. Sex dögum síðar er spilað gegn Nígeríu í Volgograd og lokaleikurinn er gegn Króatíu í Rostov 26. júní. Þó að mótið sé haldið í hinu geysistóra Rússlandi þá verður lítið vandamál að komast á leikvelli frá Íslandi. Icelandair og Gaman Ferðir munu fljúga beint á alla leikstaði Íslands og segir Þór Bæring, annar eigandi Gaman Ferða, að verði áhuginn meiri verði fleiri flugvélum bætt við. Þór er einmitt staddur í Rússlandi og var viðstaddur dráttinn. Vinnan við skipulagninguna fór á fullt þegar ljóst var hvar íslenska landsliðið léki. „Við erum að setja upp pakka á hvern einasta leik. Þá verður gist í eina eða tvær nætur þar sem innifalið verður flug, gisting og ferðir til og frá flugvelli en fólk fær sína miða hjá FIFA. Við verðum með pakkaferðir á þessa þrjá leiki í riðlinum og ef eftirspurnin verður meiri þá munum við bjarga fleiri flugvélum á þessa staði. Það er bara þannig,“ segir Þór. Hjá Icelandair verður flogið frá Íslandi daginn fyrir leik og til baka daginn eftir leik. „Við fáum mikið af fyrirspurnum um HM og ljóst að fjöldi Íslendinga mun gera sér ferð á keppnina. Eflaust munu margir nýta sér áætlunarflug til borga í Evrópu og taka þaðan flug eða lest á áfangastað, en nú liggur fyrir að Icelandair mun fljúga beint á alla þrjá leiki Íslands í riðlakeppninni,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Þór segir að hann búist við töluverðum fjölda þó að það verði ekki jafn mikið og í Frakklandi þegar Evrópumótið fór fram. „Það eru margir að hringja og spyrja og margir mjög áhugasamir en ég hef ekki alveg trú á að það verði jafn mikið og á EM. Rússland er kannski ekki alveg jafn heillandi staður og Frakkland en samt verður þetta geggjað sýnist manni. Rússarnir munu gera þetta gríðarlega vel sýnist mér en þetta er lengra ferðalag og dýrari pakki og erfiðara að fara á eigin vegum. En þeir sem munu fara munu gera þetta eftirminnilegt.“ Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira
Íslenska landsliðið í knattspyrnu lenti í D-riðli þegar dregið var í riðla Heimsmeistaramótsins í gær. Ísland leikur gegn Argentínu í Moskvu 16. júní á Otkrytiye-vellinum. Sex dögum síðar er spilað gegn Nígeríu í Volgograd og lokaleikurinn er gegn Króatíu í Rostov 26. júní. Þó að mótið sé haldið í hinu geysistóra Rússlandi þá verður lítið vandamál að komast á leikvelli frá Íslandi. Icelandair og Gaman Ferðir munu fljúga beint á alla leikstaði Íslands og segir Þór Bæring, annar eigandi Gaman Ferða, að verði áhuginn meiri verði fleiri flugvélum bætt við. Þór er einmitt staddur í Rússlandi og var viðstaddur dráttinn. Vinnan við skipulagninguna fór á fullt þegar ljóst var hvar íslenska landsliðið léki. „Við erum að setja upp pakka á hvern einasta leik. Þá verður gist í eina eða tvær nætur þar sem innifalið verður flug, gisting og ferðir til og frá flugvelli en fólk fær sína miða hjá FIFA. Við verðum með pakkaferðir á þessa þrjá leiki í riðlinum og ef eftirspurnin verður meiri þá munum við bjarga fleiri flugvélum á þessa staði. Það er bara þannig,“ segir Þór. Hjá Icelandair verður flogið frá Íslandi daginn fyrir leik og til baka daginn eftir leik. „Við fáum mikið af fyrirspurnum um HM og ljóst að fjöldi Íslendinga mun gera sér ferð á keppnina. Eflaust munu margir nýta sér áætlunarflug til borga í Evrópu og taka þaðan flug eða lest á áfangastað, en nú liggur fyrir að Icelandair mun fljúga beint á alla þrjá leiki Íslands í riðlakeppninni,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Þór segir að hann búist við töluverðum fjölda þó að það verði ekki jafn mikið og í Frakklandi þegar Evrópumótið fór fram. „Það eru margir að hringja og spyrja og margir mjög áhugasamir en ég hef ekki alveg trú á að það verði jafn mikið og á EM. Rússland er kannski ekki alveg jafn heillandi staður og Frakkland en samt verður þetta geggjað sýnist manni. Rússarnir munu gera þetta gríðarlega vel sýnist mér en þetta er lengra ferðalag og dýrari pakki og erfiðara að fara á eigin vegum. En þeir sem munu fara munu gera þetta eftirminnilegt.“
Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira