Ég er minn eigin höfundur og leikari Magnús Guðmundsson skrifar 2. desember 2017 11:30 Stúfur í stuði í sviði Samkomuhússins á Akureyri. Jólasýningin Stúfur naut mikilla vinsælda í Samkomuhúsinu á Akureyri um síðustu jól en sýningin er fyrir alla krakka sex ára og eldri. Vinsældir Stúfs voru slíkar að í gærkvöldi sneri hann galvaskur aftur með nýja sýningu sem kallast einfaldlega Stúfur snýr aftur. Jólasveinninn smái en knái hefur nýtt tímann vel frá síðustu jólum við allskyns æfingar. „Ég er ljúfur, hrjúfur, spriklandi og sprellfjörugur,“ segir Stúfur og bætir við: „Ég elska leikhúsið því það er svona staður þar sem barasta allt getur gerst!" Í Stúfur snýr aftur sýnir og sannar jólasveinninn Stúfur enn og aftur að hann er enginn venjulegur jólasveinn. Hann er himinlifandi yfir að hafa verið boðið aftur í Samkomuhúsið og er núna í óða önn að æfa lagið sitt Jólalagstúfur og gera tilraunir með að baka hinn fullkomna kanilsnúð, en Stúfur ætlar að gefa öllum sem koma á sýninguna kanilstúf, eins og hann segir sjálfur. „Mér þykir gaman að baka og það finnst mér vera róandi þegar maður er jólaórói en það er líka gott að syngja og ég er búinn að semja nýtt lag fyrir sýninguna.“ Stúfur segist sjálfur vera sinn eigin höfundur og leikari en gengst þó við því að meðhöfundar, leikstjórar og sérstakir uppalendur séu þau Margrét Sverrisdóttir og Oddur Bjarni Þorkelsson.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. desember. Menning Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Jólasýningin Stúfur naut mikilla vinsælda í Samkomuhúsinu á Akureyri um síðustu jól en sýningin er fyrir alla krakka sex ára og eldri. Vinsældir Stúfs voru slíkar að í gærkvöldi sneri hann galvaskur aftur með nýja sýningu sem kallast einfaldlega Stúfur snýr aftur. Jólasveinninn smái en knái hefur nýtt tímann vel frá síðustu jólum við allskyns æfingar. „Ég er ljúfur, hrjúfur, spriklandi og sprellfjörugur,“ segir Stúfur og bætir við: „Ég elska leikhúsið því það er svona staður þar sem barasta allt getur gerst!" Í Stúfur snýr aftur sýnir og sannar jólasveinninn Stúfur enn og aftur að hann er enginn venjulegur jólasveinn. Hann er himinlifandi yfir að hafa verið boðið aftur í Samkomuhúsið og er núna í óða önn að æfa lagið sitt Jólalagstúfur og gera tilraunir með að baka hinn fullkomna kanilsnúð, en Stúfur ætlar að gefa öllum sem koma á sýninguna kanilstúf, eins og hann segir sjálfur. „Mér þykir gaman að baka og það finnst mér vera róandi þegar maður er jólaórói en það er líka gott að syngja og ég er búinn að semja nýtt lag fyrir sýninguna.“ Stúfur segist sjálfur vera sinn eigin höfundur og leikari en gengst þó við því að meðhöfundar, leikstjórar og sérstakir uppalendur séu þau Margrét Sverrisdóttir og Oddur Bjarni Þorkelsson.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. desember.
Menning Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira