Gylfi á skotskónum í fyrsta leik Allardyce Dagur Lárusson skrifar 2. desember 2017 17:00 Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton tóku á móti Huddersfield í dag en liðið burstaði West Ham 4-0 í síðasta umferð og síðasta leik David Unsworth með liðið. Leikurinn í dag var því fyrsti leikur Sam Allardyce með liðið. Það var fátt um fína drætti í fyrri hálfleiknum en það voru þó gestirnir sem voru meira með boltann og lét meira að sér kveða en staðan var 0-0 í hlé. Í seinni hálfleiknum tóku heimamenn í Everton öll völd sóttu stíft. Það skilaði sér strax á 47. mínútu en þá skoraði Gylfi Þór Sigurðsson mark eftir laglegan undirbúning Calwert-Lewin. Við það vökunuðu Everton enn frekar og sóttu meira og skoruðu þeir annað mark sitt á 73. mínútu en þá var það Calwert-Lewin sem skoraði sjálfur. Lokatölur leiksins voru 2-0 fyrir Everton og því fer Sam Allardyce vel af stað. Enski boltinn
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton tóku á móti Huddersfield í dag en liðið burstaði West Ham 4-0 í síðasta umferð og síðasta leik David Unsworth með liðið. Leikurinn í dag var því fyrsti leikur Sam Allardyce með liðið. Það var fátt um fína drætti í fyrri hálfleiknum en það voru þó gestirnir sem voru meira með boltann og lét meira að sér kveða en staðan var 0-0 í hlé. Í seinni hálfleiknum tóku heimamenn í Everton öll völd sóttu stíft. Það skilaði sér strax á 47. mínútu en þá skoraði Gylfi Þór Sigurðsson mark eftir laglegan undirbúning Calwert-Lewin. Við það vökunuðu Everton enn frekar og sóttu meira og skoruðu þeir annað mark sitt á 73. mínútu en þá var það Calwert-Lewin sem skoraði sjálfur. Lokatölur leiksins voru 2-0 fyrir Everton og því fer Sam Allardyce vel af stað.