Liverpool í fjórða sætið eftir sigur Dagur Lárusson skrifar 2. desember 2017 17:00 Sex leikir hófust kl 15:00 í ensku úrvaldsdeildinni í dag en þeim var að ljúka rétt í þessu og þar á meðal viðureign Brighton og Liverpool. Liverpool fór í heimsókn til nýliða Brighton en Liverpool hefur stundum átt erfitt uppdráttar gegn nýliðum á útivelli en það var ekki raunin í dag. Emre Can kom Liverpool yfir með skalla á 31.mínútu leiksins eftir hornspyrnu frá Coutinho. Liverpool voru síðan ekki lengi að því að bæta við öðru markinu því aðeins mínútu seinna skoraði Roberto Firmino eftir frábæra skyndisókn. Staðan var 0-2 í hálfleik og í seinni hálfleiknum héldu Liverpool áfram að sækja og skilaði það sér snemma í seinni hálfleik þegar Roberto Firmino skoraði aftur eftir laglega skyndisókn og undirbúning frá Salah. Coutinho vildi vera með í fjörinu og skoraði hann tvö mörk á síðustu 5 mínútum leiksins og það fyrra kom beint úr aukaspyrnu. Lokatölur leiksins því 5-1 fyrir Liverpool og eru þeir komnir með 29 stig í 4.sæti deildarinnar.Úrslit dagsins: Brighton&Hove Albion 1-5 Liverpool Everton 2-0 Huddersfield Leicester City 1-0 Burnley Stoke City 2-1 Swansea City Watford 1-1 Tottenham Hotspur WBA 0-0 Crystal Palace Enski boltinn
Sex leikir hófust kl 15:00 í ensku úrvaldsdeildinni í dag en þeim var að ljúka rétt í þessu og þar á meðal viðureign Brighton og Liverpool. Liverpool fór í heimsókn til nýliða Brighton en Liverpool hefur stundum átt erfitt uppdráttar gegn nýliðum á útivelli en það var ekki raunin í dag. Emre Can kom Liverpool yfir með skalla á 31.mínútu leiksins eftir hornspyrnu frá Coutinho. Liverpool voru síðan ekki lengi að því að bæta við öðru markinu því aðeins mínútu seinna skoraði Roberto Firmino eftir frábæra skyndisókn. Staðan var 0-2 í hálfleik og í seinni hálfleiknum héldu Liverpool áfram að sækja og skilaði það sér snemma í seinni hálfleik þegar Roberto Firmino skoraði aftur eftir laglega skyndisókn og undirbúning frá Salah. Coutinho vildi vera með í fjörinu og skoraði hann tvö mörk á síðustu 5 mínútum leiksins og það fyrra kom beint úr aukaspyrnu. Lokatölur leiksins því 5-1 fyrir Liverpool og eru þeir komnir með 29 stig í 4.sæti deildarinnar.Úrslit dagsins: Brighton&Hove Albion 1-5 Liverpool Everton 2-0 Huddersfield Leicester City 1-0 Burnley Stoke City 2-1 Swansea City Watford 1-1 Tottenham Hotspur WBA 0-0 Crystal Palace