„Við köstuðum þessu frá okkur“ Einar Sigurvinsson skrifar 22. október 2017 22:37 Gunnar Magnússon vísir/anton brink „Við vorum bara klaufar að vera ekki meira yfir í hálfleik, þetta var frábær fyrri hálfleikur. Vörnin var stórkostleg fyrstu 30 mínúturnar og við spiluðum frábærlega, sagði Gunnar Magnússon þjálfari Hauka, eftir eins marks tap liðsins gegn Selfyssingum í kvöld. Haukar voru töluvert betra liðið á vellinum í fyrri hálfleik en allt annað var að liðið í þeim síðari. Það tók Selfyssinga 11 mínútur að jafna leikinn eftir að hafa farið fimm mörkum undir inn í hálfleikinn. „Í seinni hálfleik er þetta svo bara eins og svart og hvítt, miðjublokkin sem var búin að vera frábær í fyrri hálfleik bara hrinur og allir með. Það stendur ekki steinn við steini í vörninni og við bara náum ekki að klukka þá varnarlega. Við eigum bara ekki séns í þá varnarlega í seinni hálfleik og þeir ganga á lagið. Við fáum á okkur 16 mörk í einum hálfleik sem er allt of mikið fyrir okkur.“ „Ég er ekki bara ósáttur með það hvernig við fórum niður á hælana, við vorum líka að missa hausinn í klaufalegum brotum og vorum mikið einum færri. Við köstuðum þessu frá okkur.“ Aðspurður hvort hann hafi einhverjar skýringar á leik liðsins í síðari hálfleik sagði Gunnar að hann þyrfti að skoða leikinn betur. „Við þurfum bara að leggjast yfir þetta. Auðvitað var skelfilegt að sjá hvernig sömu mennirnir og voru frábærir í fyrri hálfleik detta niður í seinni hálfleik. Að sama skapi var færanýtingin hræðileg, sérstaklega af línunni. Þegar við vorum eiga slæman kafla varnarlega vantaði okkur að klára færin líka til að halda þeim í skefjum. Við fengum nóg af færum í síðari hálfleik til að skora meira en 10 mörk, en við nýttum þau ekki. Undir lok leiksins voru nokkrir dómar að leggjast illa í leikmenn Hauka, Gunnar vildi þó ekki meina að þetta hafi verið illa dæmdur leikur. „Nei, ég er mest svekktur út í okkur sjálfa. Þetta var kannski eitthvað eitt og eitt atriði en ég er mest svekktur yfir því hvernig við duttum niður í seinni hálfleik. Allur minn pirringur var út í okkar drengi, hvernig við duttum niður og misstum hausinn. Þetta er ekki boðlegt.“ „Við þurfum bara að læra af þessu. Á móti jafn góðu liði og Selfoss, ef við gefum þeim blóðbragð á tennurnar þá taka þeir það, allan daginn,“ sagði svekktur Gunnar að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Selfoss 23-24 | Frábær endurkoma Selfyssinga Ungt lið Selfoss sýndi frábæran karakter í að vinna upp sjö marka mun og sigra Hauka á Ásvöllum í kvöld 22. október 2017 22:30 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur Sjá meira
„Við vorum bara klaufar að vera ekki meira yfir í hálfleik, þetta var frábær fyrri hálfleikur. Vörnin var stórkostleg fyrstu 30 mínúturnar og við spiluðum frábærlega, sagði Gunnar Magnússon þjálfari Hauka, eftir eins marks tap liðsins gegn Selfyssingum í kvöld. Haukar voru töluvert betra liðið á vellinum í fyrri hálfleik en allt annað var að liðið í þeim síðari. Það tók Selfyssinga 11 mínútur að jafna leikinn eftir að hafa farið fimm mörkum undir inn í hálfleikinn. „Í seinni hálfleik er þetta svo bara eins og svart og hvítt, miðjublokkin sem var búin að vera frábær í fyrri hálfleik bara hrinur og allir með. Það stendur ekki steinn við steini í vörninni og við bara náum ekki að klukka þá varnarlega. Við eigum bara ekki séns í þá varnarlega í seinni hálfleik og þeir ganga á lagið. Við fáum á okkur 16 mörk í einum hálfleik sem er allt of mikið fyrir okkur.“ „Ég er ekki bara ósáttur með það hvernig við fórum niður á hælana, við vorum líka að missa hausinn í klaufalegum brotum og vorum mikið einum færri. Við köstuðum þessu frá okkur.“ Aðspurður hvort hann hafi einhverjar skýringar á leik liðsins í síðari hálfleik sagði Gunnar að hann þyrfti að skoða leikinn betur. „Við þurfum bara að leggjast yfir þetta. Auðvitað var skelfilegt að sjá hvernig sömu mennirnir og voru frábærir í fyrri hálfleik detta niður í seinni hálfleik. Að sama skapi var færanýtingin hræðileg, sérstaklega af línunni. Þegar við vorum eiga slæman kafla varnarlega vantaði okkur að klára færin líka til að halda þeim í skefjum. Við fengum nóg af færum í síðari hálfleik til að skora meira en 10 mörk, en við nýttum þau ekki. Undir lok leiksins voru nokkrir dómar að leggjast illa í leikmenn Hauka, Gunnar vildi þó ekki meina að þetta hafi verið illa dæmdur leikur. „Nei, ég er mest svekktur út í okkur sjálfa. Þetta var kannski eitthvað eitt og eitt atriði en ég er mest svekktur yfir því hvernig við duttum niður í seinni hálfleik. Allur minn pirringur var út í okkar drengi, hvernig við duttum niður og misstum hausinn. Þetta er ekki boðlegt.“ „Við þurfum bara að læra af þessu. Á móti jafn góðu liði og Selfoss, ef við gefum þeim blóðbragð á tennurnar þá taka þeir það, allan daginn,“ sagði svekktur Gunnar að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Selfoss 23-24 | Frábær endurkoma Selfyssinga Ungt lið Selfoss sýndi frábæran karakter í að vinna upp sjö marka mun og sigra Hauka á Ásvöllum í kvöld 22. október 2017 22:30 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Selfoss 23-24 | Frábær endurkoma Selfyssinga Ungt lið Selfoss sýndi frábæran karakter í að vinna upp sjö marka mun og sigra Hauka á Ásvöllum í kvöld 22. október 2017 22:30