Hætt að rukka fyrir notkun salerna í Hörpu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. október 2017 22:08 Aukinn straumur ferðamanna í Hörpu, yfir sumartímann, varð til þess að stjórnendur Hörpu brugðu á það ráð að hefja gjaldtöku á salernum hússins. Vísir/samsett mynd Stjórn Hörpu lét af gjaldtöku á salernisaðstöðu hússins í september þar sem ferðamönnum er tekið að fækka með haustinu. „Núna þegar hlutirnir hafa snúist við og allt öðruvísi nýting er á húsinu þá borgar þetta sig ekki núna þegar langstærsti hlutinn eru gestir viðburða í húsinu,“ segir Diljá Ámundadóttir verkefnisstjóri ferðamála í Hörpu í samtali við Vísi. Aukinn straumur ferðamanna í húsið hafi orðið til þess að gera þurfti ákveðnar áherslubreytingar yfir sumartímann. Diljá segir að fólk hafi almennt brugðist vel við gjaldtökunni en ásteytingarsteinninn hafi verið sjálf upphæðin. MBL greindi fyrst frá því að gjaldtökunni hefði nú verið hætt. Vísir greindi frá því í byrjun sumars að stjórnendur Hörpu hefðu gripið til þess ráðs að rukka fyrir aðgengi að salernum hússins. Gjaldtakan hefur aldrei átt við um gesti Hörpu heldur aðeins þá sem lögðu leið sína í tónlistar-og ráðstefnuhúsið í þeim eina tilgangi að notast við salernisaðstöðuna. Diljá segir að ákvörðunin um að hefja gjaldtöku hafi verið ákveðið viðbragð til að stýra þeim fjölda ferðamanna sem lagði leið sína í Hörpu gagngert til þess að nota salernið. Hún segir að rútubílstjórar hefðu oft notað menningarhúsið sem salernisstopp fyrir ferðamenn.Tónleika- og ráðstefnuhúsið Harpa.vísir/eyþórFerðamenn lögðu sig á gólfinu og smurðu sér nestiAukinn fjöldi ferðamanna sem heimsótti Hörpu kallaði á áherslubreytingar að sögn Diljár. „Þetta er bara sumaráhersla sem við gerðum. Hluti af því er að bregðast við hvernig umgengni í öllu húsinu var. Fólk var að smyrja sér nesti og leggja sig á gólfinu og þar af leiðandi stýrðum við aðgengi um húsið. Þetta voru áherslubreytingar til þess að halda betur utan um hvernig Harpa tekur á móti fólki,“ segir Diljá sem greindi frá því að sumir ferðamannanna hefðu gengið svo langt að nota handklæðin sem teppi. Aðspurð segir Diljá að fólk hafi almennt brugðist vel við gjaldtökunni. „Þetta er líka bara víðs vegar um heiminn í sambærilegum stofnunum, óperuhúsum og menningarstofnunum. Það eru náttúrulega alltaf einhverjar neikvæðar raddir en það voru yfirleitt Íslendingar sem voru öðru vanir og sem hafa sterkar tilfinningar til hússins. En þetta gekk alveg rosalega vel, þetta gekk upp og við erum mjög ánægð með útkomuna.“Fólk hafði sterkar skoðanir á upphæðinniÞú bendir réttilega á að slík gjaldtaka tíðkist víða um heim en var gjaldið ekki of hátt? „Viðbrögðin voru yfirleitt þau að fólk skildi þetta ofboðslega vel en það var kannski þessi upphæð sem fór mismunandi í fólk og fólk hafði sterkar skoðanir á því. Það má rökræða það en þetta gekk svo sem alveg upp og þá verður það við að sitja.“Harpa fari í sumarham á nýju áriAðspurð hvort þau hyggist taka aftur upp gjaldtökuna að ári segir Diljá: „Ég þori kannski ekki alveg að fara með gjaldtökuna. Það verður vegið og metið hvernig þetta verður útfært en við höfum alveg tekið ákvörðun um að það verði svokallaður „sumarhamur“ í Hörpu þar sem áherslan er lögð á þennan straum ferðamanna sem kemur í hús til þess að geta stýrt því sem best og að allir geti notið sem best.“ Diljá er ekki með nákvæma tölu yfir þá fjárhæð sem hlaust af gjaldtökunni en staðfestir að hún hafi staðið undir sér og þar af leiðandi séu þau sátt. Gjaldtakan hafi verið hluti af þessum áherslubreytingum sem áttu sér stað í byrjun sumars sem miði að bættri umgengni og betri upplifun gesta. Tengdar fréttir Harpa rukkar fyrir klósettferðir gesta Brögð að því að ferðamenn fari í Hörpu gagngert til að nota klósettið. 16. júní 2017 17:04 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent „Við erum mjög háð rafmagninu“ Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Stjórn Hörpu lét af gjaldtöku á salernisaðstöðu hússins í september þar sem ferðamönnum er tekið að fækka með haustinu. „Núna þegar hlutirnir hafa snúist við og allt öðruvísi nýting er á húsinu þá borgar þetta sig ekki núna þegar langstærsti hlutinn eru gestir viðburða í húsinu,“ segir Diljá Ámundadóttir verkefnisstjóri ferðamála í Hörpu í samtali við Vísi. Aukinn straumur ferðamanna í húsið hafi orðið til þess að gera þurfti ákveðnar áherslubreytingar yfir sumartímann. Diljá segir að fólk hafi almennt brugðist vel við gjaldtökunni en ásteytingarsteinninn hafi verið sjálf upphæðin. MBL greindi fyrst frá því að gjaldtökunni hefði nú verið hætt. Vísir greindi frá því í byrjun sumars að stjórnendur Hörpu hefðu gripið til þess ráðs að rukka fyrir aðgengi að salernum hússins. Gjaldtakan hefur aldrei átt við um gesti Hörpu heldur aðeins þá sem lögðu leið sína í tónlistar-og ráðstefnuhúsið í þeim eina tilgangi að notast við salernisaðstöðuna. Diljá segir að ákvörðunin um að hefja gjaldtöku hafi verið ákveðið viðbragð til að stýra þeim fjölda ferðamanna sem lagði leið sína í Hörpu gagngert til þess að nota salernið. Hún segir að rútubílstjórar hefðu oft notað menningarhúsið sem salernisstopp fyrir ferðamenn.Tónleika- og ráðstefnuhúsið Harpa.vísir/eyþórFerðamenn lögðu sig á gólfinu og smurðu sér nestiAukinn fjöldi ferðamanna sem heimsótti Hörpu kallaði á áherslubreytingar að sögn Diljár. „Þetta er bara sumaráhersla sem við gerðum. Hluti af því er að bregðast við hvernig umgengni í öllu húsinu var. Fólk var að smyrja sér nesti og leggja sig á gólfinu og þar af leiðandi stýrðum við aðgengi um húsið. Þetta voru áherslubreytingar til þess að halda betur utan um hvernig Harpa tekur á móti fólki,“ segir Diljá sem greindi frá því að sumir ferðamannanna hefðu gengið svo langt að nota handklæðin sem teppi. Aðspurð segir Diljá að fólk hafi almennt brugðist vel við gjaldtökunni. „Þetta er líka bara víðs vegar um heiminn í sambærilegum stofnunum, óperuhúsum og menningarstofnunum. Það eru náttúrulega alltaf einhverjar neikvæðar raddir en það voru yfirleitt Íslendingar sem voru öðru vanir og sem hafa sterkar tilfinningar til hússins. En þetta gekk alveg rosalega vel, þetta gekk upp og við erum mjög ánægð með útkomuna.“Fólk hafði sterkar skoðanir á upphæðinniÞú bendir réttilega á að slík gjaldtaka tíðkist víða um heim en var gjaldið ekki of hátt? „Viðbrögðin voru yfirleitt þau að fólk skildi þetta ofboðslega vel en það var kannski þessi upphæð sem fór mismunandi í fólk og fólk hafði sterkar skoðanir á því. Það má rökræða það en þetta gekk svo sem alveg upp og þá verður það við að sitja.“Harpa fari í sumarham á nýju áriAðspurð hvort þau hyggist taka aftur upp gjaldtökuna að ári segir Diljá: „Ég þori kannski ekki alveg að fara með gjaldtökuna. Það verður vegið og metið hvernig þetta verður útfært en við höfum alveg tekið ákvörðun um að það verði svokallaður „sumarhamur“ í Hörpu þar sem áherslan er lögð á þennan straum ferðamanna sem kemur í hús til þess að geta stýrt því sem best og að allir geti notið sem best.“ Diljá er ekki með nákvæma tölu yfir þá fjárhæð sem hlaust af gjaldtökunni en staðfestir að hún hafi staðið undir sér og þar af leiðandi séu þau sátt. Gjaldtakan hafi verið hluti af þessum áherslubreytingum sem áttu sér stað í byrjun sumars sem miði að bættri umgengni og betri upplifun gesta.
Tengdar fréttir Harpa rukkar fyrir klósettferðir gesta Brögð að því að ferðamenn fari í Hörpu gagngert til að nota klósettið. 16. júní 2017 17:04 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent „Við erum mjög háð rafmagninu“ Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Harpa rukkar fyrir klósettferðir gesta Brögð að því að ferðamenn fari í Hörpu gagngert til að nota klósettið. 16. júní 2017 17:04