Páll vill ekki útiloka lagasetningu á verkfall sjómanna Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 3. febrúar 2017 19:11 Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir það ábyrgðarleysi hjá stjórnvöldum að fullyrða að ekki verði gripið inn í deiluna og vill ekki útiloka lagasetningu. Ríkissáttasemjari boðaði samninganefndir sjómanna og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi til fundar í dag en þetta var fyrsti fundur í deilunni í tæpar tvær vikur. Fundurinn stóð yfir í um eina og hálfa klukkustund. Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, sagði fundinn hafa verið árangurslausan og deilan væri enn í mjög hörðum hnút. Þá óskaði hún eftir því að deilendur myndu ekki tjá sig við fjölmiðla um viðræðurnar.Á einhverjum tímapunkti brestur þolið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, sagði í fréttum Stöðvar 2 fyrr í vikunni að stjórnvöld væru ekki að fara að leysa deiluna, hvorki með lagasetningu eða öðrum hætti. „Í fyrsta lagi að þá teldi ég það vera ábyrgðarleysi af hálfu stjórnvalda að staðhæfa að það verði aldrei undir neinum kringumstæðum gripið inn í þessa kjaradeilu,” segir Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður atvinnuveganefndar Alþingis. Hann segir deilendur ekki hafa axlað þá ábyrgð að ná samningum. Það sé hins vegar ábyrgð stjórnvalda, Alþingis og ríkisstjórnar, gagnvart þjóðinni að fiskveiðiauðlindin sé nýtt. „Þannig að á einhverjum tímapunkti að þá brestur þolið og stjórnvöld verða að tryggja það að auðlindin sé nýtt en liggi ekki óbætt hjá garði. Þetta er staðan sem að við erum í í dag. Og auðvitað verðum við líka að hafa það í huga að fólk úti um allt land er farið að missa lífsviðurværi sitt út af þessu verkfalli. Þetta er ekki einkamál útgerðarmanna og sjómanna,” segir Páll.Ertu að leggja til lagasetningu á verkfallið? „Það er hægt að grípa inn í svona vinnudeilu með öðrum hætti en lagasetningu, en ég vil heldur ekkert útiloka lagasetningu,” segir Páll. Stjórnvöld hefðu mátt bregðast fyrr við Varaformaður Framsóknarflokksins gagnrýndi sjávarútvegsráðherra á Alþingi fyrr í vikunni fyrir að vera ekki búin að hefja vinnu við að meta efnahagslegar afleiðingar verkfallsins. Ráðherra sagði hins vegar á Twitter í gær að sú vinna væri nú hafin.Tekur þú undir þessa gagnrýni? „Já stjórnvöld hefðu mátt bregðast eiginlega bara strax við, líka fyrri ríkisstjórnin hefði mátt bregðast við um leið og það byrjaði, að kortleggja áhrif þess,” segir Páll. Tengdar fréttir „Sjaldnast til þess fallið að stuðla að lausnum þegar tekist er á um málið fyrir opnum tjöldum“ Ríkissáttasemjari setti deiluaðila í sjómannaverkfallinum í fjölmiðlabann. 3. febrúar 2017 16:34 Kortleggja áhrif sjómannaverkfallsins: „Kvótinn er þarna enn þá“ Sjávarútvegsráðherra segir hins vegar meginmálið að leysa deiluna sem fyrst. 2. febrúar 2017 14:32 Stjórnvöld munu ekki leysa verkfall sjómanna Tæpar sjö vikur eru frá því verkfall sjómanna hófst. Fyrir viku var viðræðunum slitið og síðan þá hefur ekki verið boðað til fundar í deilunni. 30. janúar 2017 18:47 Fundi sjómanna og útgerðarmanna slitið: Deiluaðilar settir í fjölmiðlabann Fundurinn stóð yfir í um einn og hálfan klukkutíma. 3. febrúar 2017 15:15 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir það ábyrgðarleysi hjá stjórnvöldum að fullyrða að ekki verði gripið inn í deiluna og vill ekki útiloka lagasetningu. Ríkissáttasemjari boðaði samninganefndir sjómanna og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi til fundar í dag en þetta var fyrsti fundur í deilunni í tæpar tvær vikur. Fundurinn stóð yfir í um eina og hálfa klukkustund. Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, sagði fundinn hafa verið árangurslausan og deilan væri enn í mjög hörðum hnút. Þá óskaði hún eftir því að deilendur myndu ekki tjá sig við fjölmiðla um viðræðurnar.Á einhverjum tímapunkti brestur þolið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, sagði í fréttum Stöðvar 2 fyrr í vikunni að stjórnvöld væru ekki að fara að leysa deiluna, hvorki með lagasetningu eða öðrum hætti. „Í fyrsta lagi að þá teldi ég það vera ábyrgðarleysi af hálfu stjórnvalda að staðhæfa að það verði aldrei undir neinum kringumstæðum gripið inn í þessa kjaradeilu,” segir Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður atvinnuveganefndar Alþingis. Hann segir deilendur ekki hafa axlað þá ábyrgð að ná samningum. Það sé hins vegar ábyrgð stjórnvalda, Alþingis og ríkisstjórnar, gagnvart þjóðinni að fiskveiðiauðlindin sé nýtt. „Þannig að á einhverjum tímapunkti að þá brestur þolið og stjórnvöld verða að tryggja það að auðlindin sé nýtt en liggi ekki óbætt hjá garði. Þetta er staðan sem að við erum í í dag. Og auðvitað verðum við líka að hafa það í huga að fólk úti um allt land er farið að missa lífsviðurværi sitt út af þessu verkfalli. Þetta er ekki einkamál útgerðarmanna og sjómanna,” segir Páll.Ertu að leggja til lagasetningu á verkfallið? „Það er hægt að grípa inn í svona vinnudeilu með öðrum hætti en lagasetningu, en ég vil heldur ekkert útiloka lagasetningu,” segir Páll. Stjórnvöld hefðu mátt bregðast fyrr við Varaformaður Framsóknarflokksins gagnrýndi sjávarútvegsráðherra á Alþingi fyrr í vikunni fyrir að vera ekki búin að hefja vinnu við að meta efnahagslegar afleiðingar verkfallsins. Ráðherra sagði hins vegar á Twitter í gær að sú vinna væri nú hafin.Tekur þú undir þessa gagnrýni? „Já stjórnvöld hefðu mátt bregðast eiginlega bara strax við, líka fyrri ríkisstjórnin hefði mátt bregðast við um leið og það byrjaði, að kortleggja áhrif þess,” segir Páll.
Tengdar fréttir „Sjaldnast til þess fallið að stuðla að lausnum þegar tekist er á um málið fyrir opnum tjöldum“ Ríkissáttasemjari setti deiluaðila í sjómannaverkfallinum í fjölmiðlabann. 3. febrúar 2017 16:34 Kortleggja áhrif sjómannaverkfallsins: „Kvótinn er þarna enn þá“ Sjávarútvegsráðherra segir hins vegar meginmálið að leysa deiluna sem fyrst. 2. febrúar 2017 14:32 Stjórnvöld munu ekki leysa verkfall sjómanna Tæpar sjö vikur eru frá því verkfall sjómanna hófst. Fyrir viku var viðræðunum slitið og síðan þá hefur ekki verið boðað til fundar í deilunni. 30. janúar 2017 18:47 Fundi sjómanna og útgerðarmanna slitið: Deiluaðilar settir í fjölmiðlabann Fundurinn stóð yfir í um einn og hálfan klukkutíma. 3. febrúar 2017 15:15 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
„Sjaldnast til þess fallið að stuðla að lausnum þegar tekist er á um málið fyrir opnum tjöldum“ Ríkissáttasemjari setti deiluaðila í sjómannaverkfallinum í fjölmiðlabann. 3. febrúar 2017 16:34
Kortleggja áhrif sjómannaverkfallsins: „Kvótinn er þarna enn þá“ Sjávarútvegsráðherra segir hins vegar meginmálið að leysa deiluna sem fyrst. 2. febrúar 2017 14:32
Stjórnvöld munu ekki leysa verkfall sjómanna Tæpar sjö vikur eru frá því verkfall sjómanna hófst. Fyrir viku var viðræðunum slitið og síðan þá hefur ekki verið boðað til fundar í deilunni. 30. janúar 2017 18:47
Fundi sjómanna og útgerðarmanna slitið: Deiluaðilar settir í fjölmiðlabann Fundurinn stóð yfir í um einn og hálfan klukkutíma. 3. febrúar 2017 15:15
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“