Greiðslur til leikmanna og þjálfara vegna EM námu 846 milljónum króna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. febrúar 2017 18:51 Strákarnir okkar komust í átta liða úrslit á EM í Frakklandi. vísir/vilhelm Landsliðsmenn Íslands í knattspyrnu og þjálfarar fengu greiddar 846 milljónir króna frá KSÍ vegna árangursins sem strákarnir okkar náðu í undankeppni og úrslitakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu. Þetta kemur fram í rekstraryfirliti vegna EM sem birt er á vefsíðu KSÍ í dag ásamt ársskýrslu KSÍ sem birt er í dag, viku fyrir ársþing KSÍ sem fram fer í Vestmannaeyjum 11. febrúar. Vísir hefur áður fjallað um þær greiðslur sem KSÍ fékk vegna árangursins. Nam hún 1,1 milljarði króna í tilfelli undankeppni EM 2016 og svo 820 milljónir til viðbótar fyrir árangur í úrslitakeppninni. Í heildina rúmur 1,9 milljarður króna. Flug- og dvalarkostnaður landsliðsins í tengslum við Evrópumótið nam 250 milljónum króna. Greiðslur til leikmanna og þjálfara námu í heildina 846 milljónum en ekki er nánar sundurliðuð skiptingin á þeirri upphæð milli leikmanna og þjálfara. Geir Þorsteinsson er formaður KSÍ. Í bakgrunn má sjá Lars Lagerbäck sem tók í fyrradag við starfi landsliðsþjálfara Noregs.Vísir/Daníel Gestir kostuðu sex milljónir króna Kostnaður KSÍ við flug og dvöl starfsmanna og stjórnarmanna nam 13,4 milljónum. Ekki kemur fram hve margir starfsmenn voru í Frakklandi en þeir voru nokkuð margir. Þá voru að sjálfsögðu með landsliðinu læknar, sjúkraþjálfarar, liðsstjórar og fleira. Fjórir landsliðsnefndarmenn voru líka á svæðinu allan tímann en áður hefur verið fjallað um hlutverk nefndarinnar hér á Vísi.Þá kom sömuleiðis fram að stjórnarmönnum KSÍ var boðið út á leiki landsliðsins og greitt fyrir bæði flug og gistingu. Þá var mökum boðið á leikina þótt ekki væri greitt fyrir þá flug og gisting. Heildarkostnaður vegna gesta nam rúmum sex milljónum króna hjá KSÍ. Heildarkostnaðurinn við dvölina í Frakklandi nam því rúmlega 1,1 milljarði króna. Þá fengu íslensku félögin í sinn hlut 453 milljónir króna til skiptana. Eftir standa því 376 milljónir króna.Rekstraryfirlitið má nálgast hér.Uppfært 4. febrúar klukkan 14:48Óskar Örn Guðbrandsson, upplýsingafulltrúi KSÍ, kom því á framfæri að ekki hefði verið greitt sérstaklega fyrir maka stjórnarmanna, hvorki flug né gisting. Þeim var þó boðið á leiki. Þetta hefur verið leiðrétt. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Nefndin sem Lars gagnrýndi: Í bjórbanni í Annecy og formaðurinn reifst við Sigga Dúllu Leikmenn karlalandsliðsins í knattspyrnu hrista höfuðið og skilja ekki tilgang nefndarinnar frekar en landsliðsþjálfararnir. 1. desember 2016 13:00 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Sjá meira
Landsliðsmenn Íslands í knattspyrnu og þjálfarar fengu greiddar 846 milljónir króna frá KSÍ vegna árangursins sem strákarnir okkar náðu í undankeppni og úrslitakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu. Þetta kemur fram í rekstraryfirliti vegna EM sem birt er á vefsíðu KSÍ í dag ásamt ársskýrslu KSÍ sem birt er í dag, viku fyrir ársþing KSÍ sem fram fer í Vestmannaeyjum 11. febrúar. Vísir hefur áður fjallað um þær greiðslur sem KSÍ fékk vegna árangursins. Nam hún 1,1 milljarði króna í tilfelli undankeppni EM 2016 og svo 820 milljónir til viðbótar fyrir árangur í úrslitakeppninni. Í heildina rúmur 1,9 milljarður króna. Flug- og dvalarkostnaður landsliðsins í tengslum við Evrópumótið nam 250 milljónum króna. Greiðslur til leikmanna og þjálfara námu í heildina 846 milljónum en ekki er nánar sundurliðuð skiptingin á þeirri upphæð milli leikmanna og þjálfara. Geir Þorsteinsson er formaður KSÍ. Í bakgrunn má sjá Lars Lagerbäck sem tók í fyrradag við starfi landsliðsþjálfara Noregs.Vísir/Daníel Gestir kostuðu sex milljónir króna Kostnaður KSÍ við flug og dvöl starfsmanna og stjórnarmanna nam 13,4 milljónum. Ekki kemur fram hve margir starfsmenn voru í Frakklandi en þeir voru nokkuð margir. Þá voru að sjálfsögðu með landsliðinu læknar, sjúkraþjálfarar, liðsstjórar og fleira. Fjórir landsliðsnefndarmenn voru líka á svæðinu allan tímann en áður hefur verið fjallað um hlutverk nefndarinnar hér á Vísi.Þá kom sömuleiðis fram að stjórnarmönnum KSÍ var boðið út á leiki landsliðsins og greitt fyrir bæði flug og gistingu. Þá var mökum boðið á leikina þótt ekki væri greitt fyrir þá flug og gisting. Heildarkostnaður vegna gesta nam rúmum sex milljónum króna hjá KSÍ. Heildarkostnaðurinn við dvölina í Frakklandi nam því rúmlega 1,1 milljarði króna. Þá fengu íslensku félögin í sinn hlut 453 milljónir króna til skiptana. Eftir standa því 376 milljónir króna.Rekstraryfirlitið má nálgast hér.Uppfært 4. febrúar klukkan 14:48Óskar Örn Guðbrandsson, upplýsingafulltrúi KSÍ, kom því á framfæri að ekki hefði verið greitt sérstaklega fyrir maka stjórnarmanna, hvorki flug né gisting. Þeim var þó boðið á leiki. Þetta hefur verið leiðrétt.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Nefndin sem Lars gagnrýndi: Í bjórbanni í Annecy og formaðurinn reifst við Sigga Dúllu Leikmenn karlalandsliðsins í knattspyrnu hrista höfuðið og skilja ekki tilgang nefndarinnar frekar en landsliðsþjálfararnir. 1. desember 2016 13:00 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Sjá meira
Nefndin sem Lars gagnrýndi: Í bjórbanni í Annecy og formaðurinn reifst við Sigga Dúllu Leikmenn karlalandsliðsins í knattspyrnu hrista höfuðið og skilja ekki tilgang nefndarinnar frekar en landsliðsþjálfararnir. 1. desember 2016 13:00