Viðskipti innlent

Hlutabréf Icelandair lækkuðu þriðja daginn í röð

Haraldur Guðmundsson skrifar
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group.
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group. Vísir/GVA
Gengi hlutabréfa Icelandair Group var 15,95 krónur á hlut við lokun markaða í dag og lækkuðu þau því í verði þriðja daginn í röð. Veltan með bréf flugfélagsins í dag var þó talsvert minni en dagana á undan, eða um 401 milljón króna, og lækkuðu bréfin um 1,54 prósent.

Virði hlutabréfanna hefur því lækkað úr 22,1 krónu á hlut niður í 15,95 síðan á þriðjudagsmorgun. Þann dag sendi Icelandair Group frá sér kolsvarta afkomuviðvörun og um 27 milljarðar af markaðsvirði félagsins þurrkuðust út á einum degi.


Tengdar fréttir

Horfðu á 27 milljarða gufa upp

Svört afkomuviðvörun olli því að bréf Icelandair lækkuðu um 24 prósent. "Samkeppnin haft meiri áhrif á félagið en búist var við,“ segir sérfræðingur. Hlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna lækkað um 17 milljarða. 

Gengi hlutabréfa Icelandair hélt áfram að lækka

Gengi hlutabréfa Icelandair Group lækkaði í dag um 3,6 prósent í 1.075 milljóna króna viðskiptum. Við lokun markaða nam virði bréfanna 16,2 krónum á hlut og hafa þau því fallið í verði um 27 prósent frá opnun markaða í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×