Enski boltinn

Iwobi alveg 100 prósent á því að Patriots vinni Super Bowl

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Alex Iwobi horfir líklega á Super Bowl.
Alex Iwobi horfir líklega á Super Bowl. vísir/getty
Alex Iwobi, framherji Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, er handviss um að New England Patriots fagni sigri í Super Bowl á sunnudagskvöldið þegar Tom Brady og félagar mæta Atlanta Falcons í úrslitaleik NFL-deildarinnar.

Iwobi má ekki hugsa of mikið um NFL um helgina því hann á fyrir höndum stórleik með sínu liði á móti Arsenal í hádeginu á morgun en Iwobi er í heildina ekkert sérstaklega mikill áhugamaður um ameríska fótboltann.

Nígeríski landsliðsmaðurinn sat fyrir svörum í upphitunarþætti NFL UK fyrir Super Bowl og var þar spurður hvort liðið mun standa uppi sem sigurvegari.

„Hundrað prósent Patriots. Ég bara get ekki séð þessa sókn liðsins tapa. Tom Brady er maðurinn. Ég elska að halda með litlu liðunum en Patriots vinnur þennan leik með tíu stigum,“ sagði Iwobi.

Aðspurður hvaða samherji hans í Arsenal myndi standa sig vel í NFL svaraði Iwobi: „Það hlýtur að vera Francis Coquelin. Ekki vegna stærðarinnar heldur vegna þess að hann er svo ákafur og vill vinna sama hvað það kostar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×