Hildur frumsýnir Eurovision-myndband Stefán Árni Pálsson skrifar 3. febrúar 2017 12:00 Hildur tekur þátt í söngkeppni sjónvarpsins. Vísir/Stefán „Ég fékk Andreu Björk Andrésdóttur vinkonu mína sem er „motion designer" til þess að gera myndbandið. Við unnum saman við gerð síðast myndbands sem ég gaf út og gekk það svona líka glimrandi vel. Andrea er reyndar búsett í Berlín þannig að samvinnan fór fram í gegnum Skype og Facebook, þannig að þessi samvinna er mjög í anda Eurovision - svona á milli landa í Evrópu,“ segir Hildur Kristín Stefánsdóttir, um tónlistarmyndbandið við lagið Bammbaramm sem hún sendir inn í Söngkeppni sjónvarpsins. „Við vildum gera virkilega hresst og krúttlegt vídjó í anda lagsins og textans og við fengum innblástur frá japönskum karaoke-vídjóum. Ég er með BA-gráðu í japönsku sem ég fæ nánast aldrei að flagga en þegar við ákváðum að hafa japanskan texta í viðlögunum gat ég heldur betur dustað rykið af japönskunni! Ég er virkilega ánægð með útkomuna og finnst myndbandið ná vel að undirstrika gleðina í laginu.” Hildur segir að lagið fjalli um augnablikið þegar þú hittir manneskju sem þú verður skotin í. „Þetta er eiginlega bara samið um þegar ég hitti kærastann minn, í staðinn fyrir að gera væmið ástarlag henti ég bara í eitt stuðlag, því mig langar að hafa gaman upp á sviði. Bammbaramm er vísun í hjartsláttinn sem kemur þegar maður sér ástina. Ég er búin að fá virkilega góð viðbrögð við laginu og margir hafa orð á að nú sé tími að senda út hresst lag í keppnina og ég gæti ekki verið meira sammála.“ Hildur er nú í óða önn að undirbúa sviðssetningu lagsins, en Bammbaramm keppir í fyrri undanúrslitum Söngvakeppninnar þann 25.febrúar. „Það er virkilega mikil tilhlökkun í mér að flytja lagið því að ég held að sviðssetningin muni gefa laginu byr undir báða vængi. Þetta verður ein stór gleðibomba sem ég vona að hrífi fólk með sér”. Hægt er að fylgjast með Hildi á eftirfarandi miðlum: Facebook: facebook.com/hihildur Snapchat: hildur.kristin Instagram: instagram.com/hihildur Eurovision Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Sjá meira
„Ég fékk Andreu Björk Andrésdóttur vinkonu mína sem er „motion designer" til þess að gera myndbandið. Við unnum saman við gerð síðast myndbands sem ég gaf út og gekk það svona líka glimrandi vel. Andrea er reyndar búsett í Berlín þannig að samvinnan fór fram í gegnum Skype og Facebook, þannig að þessi samvinna er mjög í anda Eurovision - svona á milli landa í Evrópu,“ segir Hildur Kristín Stefánsdóttir, um tónlistarmyndbandið við lagið Bammbaramm sem hún sendir inn í Söngkeppni sjónvarpsins. „Við vildum gera virkilega hresst og krúttlegt vídjó í anda lagsins og textans og við fengum innblástur frá japönskum karaoke-vídjóum. Ég er með BA-gráðu í japönsku sem ég fæ nánast aldrei að flagga en þegar við ákváðum að hafa japanskan texta í viðlögunum gat ég heldur betur dustað rykið af japönskunni! Ég er virkilega ánægð með útkomuna og finnst myndbandið ná vel að undirstrika gleðina í laginu.” Hildur segir að lagið fjalli um augnablikið þegar þú hittir manneskju sem þú verður skotin í. „Þetta er eiginlega bara samið um þegar ég hitti kærastann minn, í staðinn fyrir að gera væmið ástarlag henti ég bara í eitt stuðlag, því mig langar að hafa gaman upp á sviði. Bammbaramm er vísun í hjartsláttinn sem kemur þegar maður sér ástina. Ég er búin að fá virkilega góð viðbrögð við laginu og margir hafa orð á að nú sé tími að senda út hresst lag í keppnina og ég gæti ekki verið meira sammála.“ Hildur er nú í óða önn að undirbúa sviðssetningu lagsins, en Bammbaramm keppir í fyrri undanúrslitum Söngvakeppninnar þann 25.febrúar. „Það er virkilega mikil tilhlökkun í mér að flytja lagið því að ég held að sviðssetningin muni gefa laginu byr undir báða vængi. Þetta verður ein stór gleðibomba sem ég vona að hrífi fólk með sér”. Hægt er að fylgjast með Hildi á eftirfarandi miðlum: Facebook: facebook.com/hihildur Snapchat: hildur.kristin Instagram: instagram.com/hihildur
Eurovision Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið