Setja trefjaríkt Coke á markað í Japan Birgir Olgeirsson skrifar 3. febrúar 2017 10:36 Coca-Cola Plus mun aðeins fást í Japan en þeir sem búa í öðrum löndum geta enn, líkt og áður, fengið trefjar úr fæðu. Vísir/EPA Coca-Cola er að reyna að markaðssetja trefjaríkt Coke sem hollustudrykk í Japan. Um er að ræða Coca-Cola Plus en drykkurinn er sagður innihalda engan sykur og engar hitaeiningar. Í honum eiga að vera fimm grömm af óleysanlegu sterkjulími sem á að skaffa meltingarkerfinu trefjar. Coca-Cola Plus var áður á markaði en þá með 1,7 grömm af trefjum en mörgum fannst það gera áferð drykkjarins sérkennilega. Coca-Cola-fyrirtækið heldur því fram að trefjarnar í drykknum muni draga úr upptöku á fitu úr mat í meltingarkerfinu, ef Coca-Cola Plus er drukkið með máltíðum. Coca-Cola er ekki eini gosdrykkjaframleiðandinn sem hefur reynt að setja trefjar í gosdrykk. Pepsi reyndi slíkt hið sama árið 2012 með Pepsi Special sem var sagt eiga að draga úr upptöku fitu úr mat. Í Japan hefur Coca-Cola Plus fengið stimpilinn „Tokuho“ sem þýðir að framleiðandi vörunnar heldur því fram að hún hafi jákvæð áhrif á heilsu fólks en varan hefur þó ekki farið í gegnum prófanir til sannreyna þá fullyrðingu. Coca-Cola Plus er aðeins fáanlegt í Japan en þeir sem búa annarstaðar geta ennþá, líkt og áður, fengið trefjar úr fæðu.Á Vísindavef Háskóla Íslands er hægt að finna mikinn fróðleik um áhrif trefja á líkamann. Þar er eru vörur úr heilkorni, eins og gróf brauð, hýðishrísgrjón og - pasta, belgjurtir, gúrkur, gulrætur og hnetur, sagðar góðar uppsprettur af óleysanlegum tefjaefnum. Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Coca-Cola er að reyna að markaðssetja trefjaríkt Coke sem hollustudrykk í Japan. Um er að ræða Coca-Cola Plus en drykkurinn er sagður innihalda engan sykur og engar hitaeiningar. Í honum eiga að vera fimm grömm af óleysanlegu sterkjulími sem á að skaffa meltingarkerfinu trefjar. Coca-Cola Plus var áður á markaði en þá með 1,7 grömm af trefjum en mörgum fannst það gera áferð drykkjarins sérkennilega. Coca-Cola-fyrirtækið heldur því fram að trefjarnar í drykknum muni draga úr upptöku á fitu úr mat í meltingarkerfinu, ef Coca-Cola Plus er drukkið með máltíðum. Coca-Cola er ekki eini gosdrykkjaframleiðandinn sem hefur reynt að setja trefjar í gosdrykk. Pepsi reyndi slíkt hið sama árið 2012 með Pepsi Special sem var sagt eiga að draga úr upptöku fitu úr mat. Í Japan hefur Coca-Cola Plus fengið stimpilinn „Tokuho“ sem þýðir að framleiðandi vörunnar heldur því fram að hún hafi jákvæð áhrif á heilsu fólks en varan hefur þó ekki farið í gegnum prófanir til sannreyna þá fullyrðingu. Coca-Cola Plus er aðeins fáanlegt í Japan en þeir sem búa annarstaðar geta ennþá, líkt og áður, fengið trefjar úr fæðu.Á Vísindavef Háskóla Íslands er hægt að finna mikinn fróðleik um áhrif trefja á líkamann. Þar er eru vörur úr heilkorni, eins og gróf brauð, hýðishrísgrjón og - pasta, belgjurtir, gúrkur, gulrætur og hnetur, sagðar góðar uppsprettur af óleysanlegum tefjaefnum.
Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira