Enski boltinn

Berahino féll á lyfjaprófi fyrr í vetur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Berahino í sínum fyrsta leik með Stoke.
Berahino í sínum fyrsta leik með Stoke. vísir/getty
Stjóri Stoke City, Mark Hughes, hefur staðfest að framherjinn Saido Berahino hefði fallið á lyfjaprófi fyrr í vetur. Hann keypti samt leikmanninn í síðasta mánuði.

Hughes segir að Berahino hafi verið settur í átta vikna bann en samkvæmt heimildum enskra miðla var Berahino líklega að reykja kannabis.

„Við vissum af þessu. Þetta mál fór fyrir aganefndina og hann fór í átta vikna bann,“ sagði Hughes en hann greiddi 12 milljónir punda fyrir leikmanninn sem kom frá WBA.

„Auðvitað vissum við af þessu áður en við keyptum hann. Við höfum ekki meiri upplýsingar um málið og hans gamla félag verður að svara fyrir það. Hann var í vandræðum þar í 18 mánuði. Við skoðuðum málið vel og það breytti ekki neinu hjá okkur. við vildum kaupa hann.“

Berahino spilaði sinn fyrsta leik fyrir Stoke um síðustu helgi og mun líklega spila einnig um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×