Enski boltinn

Bandarískur landsliðsmaður fagnar gríðarlega umdeildri tilskipun Trumps

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Geoff Cameron er í hópi fárra íþróttamanna sem hafa opinberlega stutt Trump.
Geoff Cameron er í hópi fárra íþróttamanna sem hafa opinberlega stutt Trump. vísir/getty
Geoff Cameron, leikmaður Stoke og landsliðsmaður Bandaríkjanna í fótbolta, er sammála tilskipun Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna, að takmarka straum flótta- og ferðamanna frá sjö múslímaríkjum til landsins.

Tilskipunin meinar öllum ríkisborgurum Íraks, Írans, Líbíu, Sómalíu, Súdans, Sýrlands og Jemens inngöngu í Bandaríkin og gildir slíkt einnig um fólk frá þessum ríkjum sem eru handhafar græna kortsins.

Fjölmargir bandarískir íþróttamenn hafa látið óánægju sína í garð Trumps í ljós, þar á meðal samherjar Camerons í landsliðinu á borð við Michael Bradley, Alejandro Bedoya, Darlington Nagbe og Sacha Kljestan.

„Ég tel mikilvægt að styðja forsetann okkar hvort sem þú kaust hann eða ekki,“ segir Cameron í viðtali við Sports Illustrated.

„Ég fagna því að hann setji öryggi allra Bandaríkjamanna í forgang. Óvinir okkar hafa sagt - og sýnt í verki í Evrópu - að þeir nýta sér lin innflytjendalög til að framkvæmda hryðjuverk.

„Það er fullkomlega skiljanlegt að setja innflytjendur aðeins á ís á meðan verið er að skoða málin betur. Bandaríkin eru ein gjafmildasta og hugljúfasta þjóð heims. Við þurfum samt að hugsa um okkar eigið öryggi. Ef okkur líður ekki eins og við erum örugg, hvernig eigum við þá að verja aðra?“ segir Geoff Cameron.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×