Vill fá fleiri stelpur fyrir aftan barborðið Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 3. febrúar 2017 07:00 Sigurbjörg Tekla Þorsteinsdóttir, barþjónn. vísir/Eyþór „Ég er áfengisperri, ég drekk sjaldan en ég safna viskíi og koníaki og elska að smakka,“ segir Sigurbjörg Tekla Þorsteinsdóttir, rekstrarstjóri barsins Nora Magasín. Barinn er einn af yfir 30 börum sem taka þátt í kokteilahátíð sem nú fer fram fram í Reykjavík og stendur yfir til sunnudags. Kokteilaseðill Nora er saminn af konum og setti Sigurbjörg tvo þeirra saman en ekki er algengt að konur standi fyrir aftan barborðið og blandi kokteila. „Ég veit ekki af hverju það er. Mér finnst eins og strákar séu að taka nánast alveg yfir en það er ekki langt síðan stelpur voru að blanda kokteila þótt þær hafi ekki endilega verið að keppa í keppnum.“ Sjálf drekkur hún afar sjaldan en ef það gerist verður viskí eða rauðvín yfirleitt fyrir valinu. Og ef hún fer á bar til að panta sér kokteil er ekki sama hver blandar hann. „Ég var búin að vinna á bar í rúmlega þrjú ár þegar ég byrjaði að blanda kokteila af alvöru. Þá vann ég á Slippbarnum og byrjaði að fikra mig áfram. Ef ég panta mér kokteil þá verð ég helst að þekkja þann sem er að gera hann fyrir mig, annars er það bara rauðvín eða viskí,“ segir hún og hlær. Kokteilahátíðin, sem barþjónaklúbbur Íslands stendur fyrir, hófst á miðvikudag og lýkur með Íslandsmóti og keppni milli veitingastaða í kokteilagerð í Gamla bíói á sunnudag. Sigurbjörg segist ekki ætla að keppa í Íslandsmótinu þótt hún geri ráð fyrir að koma og horfa. „Það er klíkuskapur í þessu eins og svo mörgu öðru í þjóðfélaginu. Við búum á litlu landi og ég gafst upp á því að keppa í keppnum á sínum tíma eftir ákveðið atvik,“ segir hún án þess að fara nánar út í það. „Stelpur þurfa samt að þora að taka þátt. Það er mikið um feimni hjá stelpum. Ég þekki margar mjög góðar og áhugasamar stelpur sem vildu gjarnan taka þátt en gera það ekki af einhverjum sökum.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Fleiri fréttir 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Sjá meira
„Ég er áfengisperri, ég drekk sjaldan en ég safna viskíi og koníaki og elska að smakka,“ segir Sigurbjörg Tekla Þorsteinsdóttir, rekstrarstjóri barsins Nora Magasín. Barinn er einn af yfir 30 börum sem taka þátt í kokteilahátíð sem nú fer fram fram í Reykjavík og stendur yfir til sunnudags. Kokteilaseðill Nora er saminn af konum og setti Sigurbjörg tvo þeirra saman en ekki er algengt að konur standi fyrir aftan barborðið og blandi kokteila. „Ég veit ekki af hverju það er. Mér finnst eins og strákar séu að taka nánast alveg yfir en það er ekki langt síðan stelpur voru að blanda kokteila þótt þær hafi ekki endilega verið að keppa í keppnum.“ Sjálf drekkur hún afar sjaldan en ef það gerist verður viskí eða rauðvín yfirleitt fyrir valinu. Og ef hún fer á bar til að panta sér kokteil er ekki sama hver blandar hann. „Ég var búin að vinna á bar í rúmlega þrjú ár þegar ég byrjaði að blanda kokteila af alvöru. Þá vann ég á Slippbarnum og byrjaði að fikra mig áfram. Ef ég panta mér kokteil þá verð ég helst að þekkja þann sem er að gera hann fyrir mig, annars er það bara rauðvín eða viskí,“ segir hún og hlær. Kokteilahátíðin, sem barþjónaklúbbur Íslands stendur fyrir, hófst á miðvikudag og lýkur með Íslandsmóti og keppni milli veitingastaða í kokteilagerð í Gamla bíói á sunnudag. Sigurbjörg segist ekki ætla að keppa í Íslandsmótinu þótt hún geri ráð fyrir að koma og horfa. „Það er klíkuskapur í þessu eins og svo mörgu öðru í þjóðfélaginu. Við búum á litlu landi og ég gafst upp á því að keppa í keppnum á sínum tíma eftir ákveðið atvik,“ segir hún án þess að fara nánar út í það. „Stelpur þurfa samt að þora að taka þátt. Það er mikið um feimni hjá stelpum. Ég þekki margar mjög góðar og áhugasamar stelpur sem vildu gjarnan taka þátt en gera það ekki af einhverjum sökum.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Fleiri fréttir 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Sjá meira