Þyngsti dómur á Íslandi í 23 ár Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. september 2017 06:00 Brjánn Guðjónsson, faðir Birnu, faðmar Hönnu Láru Helgadóttur, réttargæslumann sinn og Sigurlaugar Hreinsdóttur, eftir að dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Fréttablaðið/Vilhelm Það var spennuþrungið andrúmsloft þegar dómur var kveðinn upp í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Möller Olsen, sem ákærður var fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og smygli á rúmum 20 kílóum af hassi. Sakborningurinn var fjarstaddur, en Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari og Páll Rúnar M. Kristjánsson, verjandi Thomasar, höfðu komið sér fyrir í réttarsalnum í Héraðsdómi Reykjaness. Í salnum sat líka Brjánn Guðjónsson, faðir Birnu Brjánsdóttur, og fylgdist með því sem fram fór. Dómararnir þrír gengu inn í salinn og dómsformaðurinn, Kristinn Halldórsson, las upp dóminn. „Hinn ákærði, Thomas Fredrik Möller Olsen, sæti 19 ára fangelsi.“ Að auki ber honum að greiða foreldrum Birnu samtals um átta milljónir króna í miskabætur. Þetta er þyngsti dómur sem kveðinn hefur verið upp á Íslandi allt frá árinu 1994, þegar Hæstiréttur Íslands dæmdi Þórð Jóhann Eyþórsson í 20 ára fangelsi fyrir manndráp.Páll Winkel fangelsismálastjóri.vísir/andri marinóEftir að dómþingi var slitið gekk saksóknari, Brjánn Guðjónsson og réttargæslumaður hans út. En verjandinn sat grafalvarlegur í bragði í sæti sínu um stund. En kom dómurinn honum á óvart. „No comment,“ sagði hann áður en hann yfirgaf salinn og kvaðst ekki ætla að veita viðtal að sinni. Hann hefur ekki upplýst hvort dómnum verði áfrýjað. Saksóknarinn ræddi við fjölmiðla þegar tími gafst til. „Það er ekki beint hægt að segja að þetta hafi komið á óvart,“ sagði Kolbrún. Thomas Fredrik Olsen hefur undanfarið verið vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði. Páll Winkel, fangelsismálastjóri segir að þegar fullnaðardómur er genginn í málum norrænna ríkisborgara sem hljóta dóm hér á landi, séu þeir alla jafna fluttir til síns heimalands, þar sem þeir afplána dóm sinn. „Það eru samningar milli Norðurlandanna þannig að ef að dómþolar óska eftir því að afplána í sínu heimalandi er orðið við því og það gerist tiltölulega hratt. Það sama gerist þrátt fyrir að dómþolar hafi ekki hug á að afplána í sínu heimalandi þegar um er að ræða ríkisborgara Norðurlandanna, en það tekur hugsanlega lengri tíma. Við leggjum mikla áherslu á að flytja ríkisborgara erlendra þjóða til síns heima í afplánun þegar það er mögulegt,“ segir Páll Páll segir að hingað til hafi Danir vistað Grænlendinga í Vestre Fængsel í Danmörku og í öðrum fangelsum þar. „Það eru opin fangelsi í Grænlandi en þeir eru að byggja nýtt fangelsi þar, sem verður tilbúið innan fárra ára.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Það var spennuþrungið andrúmsloft þegar dómur var kveðinn upp í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Möller Olsen, sem ákærður var fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og smygli á rúmum 20 kílóum af hassi. Sakborningurinn var fjarstaddur, en Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari og Páll Rúnar M. Kristjánsson, verjandi Thomasar, höfðu komið sér fyrir í réttarsalnum í Héraðsdómi Reykjaness. Í salnum sat líka Brjánn Guðjónsson, faðir Birnu Brjánsdóttur, og fylgdist með því sem fram fór. Dómararnir þrír gengu inn í salinn og dómsformaðurinn, Kristinn Halldórsson, las upp dóminn. „Hinn ákærði, Thomas Fredrik Möller Olsen, sæti 19 ára fangelsi.“ Að auki ber honum að greiða foreldrum Birnu samtals um átta milljónir króna í miskabætur. Þetta er þyngsti dómur sem kveðinn hefur verið upp á Íslandi allt frá árinu 1994, þegar Hæstiréttur Íslands dæmdi Þórð Jóhann Eyþórsson í 20 ára fangelsi fyrir manndráp.Páll Winkel fangelsismálastjóri.vísir/andri marinóEftir að dómþingi var slitið gekk saksóknari, Brjánn Guðjónsson og réttargæslumaður hans út. En verjandinn sat grafalvarlegur í bragði í sæti sínu um stund. En kom dómurinn honum á óvart. „No comment,“ sagði hann áður en hann yfirgaf salinn og kvaðst ekki ætla að veita viðtal að sinni. Hann hefur ekki upplýst hvort dómnum verði áfrýjað. Saksóknarinn ræddi við fjölmiðla þegar tími gafst til. „Það er ekki beint hægt að segja að þetta hafi komið á óvart,“ sagði Kolbrún. Thomas Fredrik Olsen hefur undanfarið verið vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði. Páll Winkel, fangelsismálastjóri segir að þegar fullnaðardómur er genginn í málum norrænna ríkisborgara sem hljóta dóm hér á landi, séu þeir alla jafna fluttir til síns heimalands, þar sem þeir afplána dóm sinn. „Það eru samningar milli Norðurlandanna þannig að ef að dómþolar óska eftir því að afplána í sínu heimalandi er orðið við því og það gerist tiltölulega hratt. Það sama gerist þrátt fyrir að dómþolar hafi ekki hug á að afplána í sínu heimalandi þegar um er að ræða ríkisborgara Norðurlandanna, en það tekur hugsanlega lengri tíma. Við leggjum mikla áherslu á að flytja ríkisborgara erlendra þjóða til síns heima í afplánun þegar það er mögulegt,“ segir Páll Páll segir að hingað til hafi Danir vistað Grænlendinga í Vestre Fængsel í Danmörku og í öðrum fangelsum þar. „Það eru opin fangelsi í Grænlandi en þeir eru að byggja nýtt fangelsi þar, sem verður tilbúið innan fárra ára.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira