Innlyksa í Hólmi en nota traktor í neyð Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 30. september 2017 06:00 "Þarna hinumegin eru elskulegir nágrannar mínir, Elvar Þór Sigurjónsson og Elínborg Baldursdóttir. Hlakka til að hitta þau þegar það verður hægt,“ skrifaði bóndinn í Hólmi við þessa mynd á Facebook. Vísir Magnús Guðjónsson og Guðrún Guðmundsdóttir, bændur í Hólmi í Hornafirði sjá fram á mikið tjón vegna hamfaranna fyrir austan. Nánast fullbókað hafi verið og allar tekjur af því falla niður meðan ástandið varir. Túnin eru öll undir vatni og líklega illa farin. „Það er allt undir vatni núna og kemur ekki í ljós fyrr en áin er farin af þessu,“ segir Magnús sem óttast að túnin verði eitthvað skemmd eftir þetta. Hjónin eiga land alveg inn að Fláajökli. „Þar fór göngubrúin nýja og síðan fór gríðarlega stórt land sem er í okkar eign; hvarf bara. Áin hefur breitt úr sér framan við svokallað Jökulfell og skolað landinu hreinlega burt. Ekki sé um ræktað land að ræða heldur sé verðmæti þess aðallega falið í því að um fallegt útivistarsvæði sé að ræða. „Þetta er gríðarlegt tjón á landi.“ Magnús telur framkvæmd, sem gerð var fyrir fimmtán árum, að nokkru leyti um að kenna. „Það var settur upp varnargarður þarna upp frá árið 2002 til að varna því að áin færi í austur alveg innst. Áður en þessi garður kom þá fór mikið meira vatn austur líka. Rörin sem þeir stungu í garðinn taka bara við ákveðnu magni af vatni. Þegar vatnavöxtur verður mikill þá fer meira magn af vatni vestur, sem hefði annars farið austur og í Hleypilæk, þaðan síðan í Djúpá og þeim megin út eins og það gerði alltaf áður. Aðspurður um öryggi íbúa í Hólmi segir Magnús alla nokkuð örugga, bæði menn og dýr. „Við höfum náttúrulega verið lokuð inni hérna en höfum nóg af nauðsynjum og erum ekkert illa haldin, en ég er búinn að prófa að fara á traktornum og get komist ef ég fer fyrir innan við bæina austan við mig og síðan út á veg. En þjóðvegurinn vestur er allur í sundur og ekki mögulegt að komast þá leiðina.“ Fé þeirra hjóna var komið í öruggt skjól áður en allt fór á kaf. „Ég var nú ekki staddur heima þegar þetta skeði en einn sveitungi minn, Bjarni Bergsson, var að verða búinn að smala fyrir mig túnið þegar ég kom heim.“ Hamfarir á hverju ári frá 2010„Það hafa verið hamfarir hér nánast á hverju ári frá gosinu í Eyjafjallajökli og auðvitað fer þetta að hafa áhrif á verðlagningu hjá okkur,“ segir Sigurlaug Gissurardóttir bóndi sem rekur ferðaþjónustu á Brunnhóli. Fjörutíu manns áttu bókaða gistingu hjá Sigurlaugu þegar vatnavextir hófust en nú eru öll rúm auð vegna hamfaranna. Aðspurð um áhrif hamfaranna á fjárfestingu í ferðaþjónustunni segir Sigurlaug: Breytingin sem hefur orðið í vexti greinarinnar frá árinu 2010 til 2017 veldur því kannski að varkárni vegna náttúruhamfara hefur vikið fyrir bjartsýni vegna aukinnar eftirspurnar. En maður fer samt að velta fyrir sér hlutum eins og rekstrarstöðvunartryggingu vegna þessara tíðu hamfara hér.“Hringvegurinn lokaðurÞjóðvegur 1 er lokaður bæði við Hólmsá á Mýrum, þar sem vegur er í sundur, og við Steinavötn í Suðursveit þar sem brúin er svo illa farin að byggja þarf nýja brú. Vegagerðin hefur þegar hafið vinnu við bráðabirgðabrú sem vera á tilbúin eftir eina viku.Óku hringinn til að gista á HelluFerðamenn á hamfararsvæðinu deyja ekki allir ráðalausir. Töluverður fjöldi ferðamanna var á svæðinu þegar vatnavextir hófust að sögn Orra Páls Jóhannssonar, landvarðar í Landmannalaugum. „Við hittum Spánverja hér í gær sem voru að koma frá Höfn. Þeir áttu pantaða gistingu á Hellu og töldu algjörlega ótækt að breyta sínum ferðaplönum þótt búið væri að loka veginum og fóru bara norður fyrir og allan hringinn til að komast þennan spotta.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Magnús Guðjónsson og Guðrún Guðmundsdóttir, bændur í Hólmi í Hornafirði sjá fram á mikið tjón vegna hamfaranna fyrir austan. Nánast fullbókað hafi verið og allar tekjur af því falla niður meðan ástandið varir. Túnin eru öll undir vatni og líklega illa farin. „Það er allt undir vatni núna og kemur ekki í ljós fyrr en áin er farin af þessu,“ segir Magnús sem óttast að túnin verði eitthvað skemmd eftir þetta. Hjónin eiga land alveg inn að Fláajökli. „Þar fór göngubrúin nýja og síðan fór gríðarlega stórt land sem er í okkar eign; hvarf bara. Áin hefur breitt úr sér framan við svokallað Jökulfell og skolað landinu hreinlega burt. Ekki sé um ræktað land að ræða heldur sé verðmæti þess aðallega falið í því að um fallegt útivistarsvæði sé að ræða. „Þetta er gríðarlegt tjón á landi.“ Magnús telur framkvæmd, sem gerð var fyrir fimmtán árum, að nokkru leyti um að kenna. „Það var settur upp varnargarður þarna upp frá árið 2002 til að varna því að áin færi í austur alveg innst. Áður en þessi garður kom þá fór mikið meira vatn austur líka. Rörin sem þeir stungu í garðinn taka bara við ákveðnu magni af vatni. Þegar vatnavöxtur verður mikill þá fer meira magn af vatni vestur, sem hefði annars farið austur og í Hleypilæk, þaðan síðan í Djúpá og þeim megin út eins og það gerði alltaf áður. Aðspurður um öryggi íbúa í Hólmi segir Magnús alla nokkuð örugga, bæði menn og dýr. „Við höfum náttúrulega verið lokuð inni hérna en höfum nóg af nauðsynjum og erum ekkert illa haldin, en ég er búinn að prófa að fara á traktornum og get komist ef ég fer fyrir innan við bæina austan við mig og síðan út á veg. En þjóðvegurinn vestur er allur í sundur og ekki mögulegt að komast þá leiðina.“ Fé þeirra hjóna var komið í öruggt skjól áður en allt fór á kaf. „Ég var nú ekki staddur heima þegar þetta skeði en einn sveitungi minn, Bjarni Bergsson, var að verða búinn að smala fyrir mig túnið þegar ég kom heim.“ Hamfarir á hverju ári frá 2010„Það hafa verið hamfarir hér nánast á hverju ári frá gosinu í Eyjafjallajökli og auðvitað fer þetta að hafa áhrif á verðlagningu hjá okkur,“ segir Sigurlaug Gissurardóttir bóndi sem rekur ferðaþjónustu á Brunnhóli. Fjörutíu manns áttu bókaða gistingu hjá Sigurlaugu þegar vatnavextir hófust en nú eru öll rúm auð vegna hamfaranna. Aðspurð um áhrif hamfaranna á fjárfestingu í ferðaþjónustunni segir Sigurlaug: Breytingin sem hefur orðið í vexti greinarinnar frá árinu 2010 til 2017 veldur því kannski að varkárni vegna náttúruhamfara hefur vikið fyrir bjartsýni vegna aukinnar eftirspurnar. En maður fer samt að velta fyrir sér hlutum eins og rekstrarstöðvunartryggingu vegna þessara tíðu hamfara hér.“Hringvegurinn lokaðurÞjóðvegur 1 er lokaður bæði við Hólmsá á Mýrum, þar sem vegur er í sundur, og við Steinavötn í Suðursveit þar sem brúin er svo illa farin að byggja þarf nýja brú. Vegagerðin hefur þegar hafið vinnu við bráðabirgðabrú sem vera á tilbúin eftir eina viku.Óku hringinn til að gista á HelluFerðamenn á hamfararsvæðinu deyja ekki allir ráðalausir. Töluverður fjöldi ferðamanna var á svæðinu þegar vatnavextir hófust að sögn Orra Páls Jóhannssonar, landvarðar í Landmannalaugum. „Við hittum Spánverja hér í gær sem voru að koma frá Höfn. Þeir áttu pantaða gistingu á Hellu og töldu algjörlega ótækt að breyta sínum ferðaplönum þótt búið væri að loka veginum og fóru bara norður fyrir og allan hringinn til að komast þennan spotta.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira