Tugir Rohingja hafa drukknað á flótta Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. september 2017 06:00 Sorgin heltók þennan Rohingja-múslima þegar hann sat yfir líki ungrar dóttur sinnar sem hafði drukknað á leiðinni frá Mjanmar til Bangladess, en nokkur börn voru á meðal þeirra sem létust þegar bátnum hvolfdi. Nordicphotos/AFP Talið er að um sextíu flóttamenn af þjóðflokki Rohingja hafi farist þegar báti þeirra hvolfdi við strönd Bangladess. Rohingjarnir voru að reyna að flýja til Bangladess frá Mjanmar en samkvæmt Sameinuðu þjóðunum gerir ríkisstjórn Mjanmar um þessar mundir þjóðernishreinsanir á Rohingjum, sem eru múslimar, í Rakhine-héraði ríkisins. Sameinuðu þjóðirnar greindu frá slysinu í gær og sagði talsmaður þeirra að staðfest væri að 23 hefðu farist. Fjörutíu væri enn saknað og þeir því taldir af. Tugir til viðbótar hafa dáið undanfarnar vikur á leiðinni til Bangladess en nærri hálf milljón Rohingja hefur flúið til ríkisins frá því átök brutust út í Rakhine-héraði þann 25. ágúst síðastliðinn. Gerðu skæruliðar úr röðum Rohingja þá árás á herstöð og svöruðu jafnt almennir borgarar, sem flestir eru búddistar, og hermenn árásinni með því að brenna bæi Rohingja og taka þá af lífi án dóms og laga, að því er mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur haldið fram. Rohingjar hafa lengi sætt mismunun í Mjanmar. Er þeim neitað um ríkisborgararétt og þeir álitnir ólöglegir innflytjendur, burtséð frá því hvort þeir hafi fæðst í Mjanmar eða ekki. Joel Millman, talsmaður Alþjóðaflóttamannastofnunarinnar, sagði í samtali við BBC í gær að um áttatíu hefðu verið í bátnum. „Þeir sem lifðu slysið af segjast hafa verið í sjónum í alla nótt, án matar og drykkjar,“ sagði Millman og bætti því við að nokkur börn hefðu verið á meðal hinna látnu. Í samtali við Reuters sagði Abdul Kalam, einn flóttamannanna að eiginkona hans, tvö börn og eitt barnabarn hefðu drukknað. Þau hefðu ákveðið að flýja frá Rakhine-héraði eftir að vopnaðir búddistar stálu búfé þeirra og matarbirgðum. Greint var frá því í gær að ríkisstjórn Mjanmar hefði frestað heimsókn diplómata Sameinuðu þjóðanna til ríkisins um viku. Skýringin var sú að slæmt veður byði ekki upp á annað. Ríkisstjórn Mjanmar hefur alfarið hafnað öllum ásökunum um að standa að þjóðernishreinsunum en alþjóðasamfélagið er á öðru máli. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, kallaði eftir því á fimmtudag að ríki heimsins ættu að hætta allri vopnasölu til Mjanmar þar til ríkisstjórnin tekur ábyrgð á gjörðum sínum. „Það ætti að koma þeim frá völdum sem hafa verið sakaðir um þessi brot og sækja þau til saka,“ sagði Haley. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri SÞ, tjáði sig um ástandið á allsherjarþinginu fyrr í mánuðinum. Sagði hann að ofbeldið í Mjanmar væri orðið að algjörri martröð og kallaði eftir bættu aðgengi hjálpar- og mannúðarsamtaka að svæðinu en eins og er er það aðgengi verulega takmarkað. Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Fresta heimsókn til Mjanmar um viku Yfirvöld í Mjanmar hafa frestað heimsókn diplómata Sameinuðu þjóðanna til Rakhine-héraðs. Frá þessu greindi talsmaður SÞ í Mjanmar í samtali við BBC í gær. 29. september 2017 06:00 Frá friðarverðlaunum til þjóðernishreinsana Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, er sögð þegja á meðan almennir borgarar drepa Rohingja-múslima án dóms og laga. Suu Kyi er handhafi friðarverðlauna Nóbels og skora aðrir friðarverðlaunahafar á hana að binda enda á ofsóknirnar. 13. september 2017 06:00 Suu Kyi óttast ekki alþjóðlega rannsókn á þjóðernishreinsunum í Rakhine-héraði Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, hefur loksins tjáð sig um atburðina í Rakhine-héraði þar sem Sameinuðu þjóðirnar telja að nýverið hafi farið fram þjóðernishreinsanir á Rohingja-múslimum. 19. september 2017 09:10 Skrópar á allsherjarþingi en óttast ekki að vera gagnrýnd Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar og friðarverðlaunahafi, sætir gagnrýni fyrir að fordæma ekki ofbeldi í garð Rohingja í landi sínu. 14. september 2017 07:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Talið er að um sextíu flóttamenn af þjóðflokki Rohingja hafi farist þegar báti þeirra hvolfdi við strönd Bangladess. Rohingjarnir voru að reyna að flýja til Bangladess frá Mjanmar en samkvæmt Sameinuðu þjóðunum gerir ríkisstjórn Mjanmar um þessar mundir þjóðernishreinsanir á Rohingjum, sem eru múslimar, í Rakhine-héraði ríkisins. Sameinuðu þjóðirnar greindu frá slysinu í gær og sagði talsmaður þeirra að staðfest væri að 23 hefðu farist. Fjörutíu væri enn saknað og þeir því taldir af. Tugir til viðbótar hafa dáið undanfarnar vikur á leiðinni til Bangladess en nærri hálf milljón Rohingja hefur flúið til ríkisins frá því átök brutust út í Rakhine-héraði þann 25. ágúst síðastliðinn. Gerðu skæruliðar úr röðum Rohingja þá árás á herstöð og svöruðu jafnt almennir borgarar, sem flestir eru búddistar, og hermenn árásinni með því að brenna bæi Rohingja og taka þá af lífi án dóms og laga, að því er mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur haldið fram. Rohingjar hafa lengi sætt mismunun í Mjanmar. Er þeim neitað um ríkisborgararétt og þeir álitnir ólöglegir innflytjendur, burtséð frá því hvort þeir hafi fæðst í Mjanmar eða ekki. Joel Millman, talsmaður Alþjóðaflóttamannastofnunarinnar, sagði í samtali við BBC í gær að um áttatíu hefðu verið í bátnum. „Þeir sem lifðu slysið af segjast hafa verið í sjónum í alla nótt, án matar og drykkjar,“ sagði Millman og bætti því við að nokkur börn hefðu verið á meðal hinna látnu. Í samtali við Reuters sagði Abdul Kalam, einn flóttamannanna að eiginkona hans, tvö börn og eitt barnabarn hefðu drukknað. Þau hefðu ákveðið að flýja frá Rakhine-héraði eftir að vopnaðir búddistar stálu búfé þeirra og matarbirgðum. Greint var frá því í gær að ríkisstjórn Mjanmar hefði frestað heimsókn diplómata Sameinuðu þjóðanna til ríkisins um viku. Skýringin var sú að slæmt veður byði ekki upp á annað. Ríkisstjórn Mjanmar hefur alfarið hafnað öllum ásökunum um að standa að þjóðernishreinsunum en alþjóðasamfélagið er á öðru máli. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, kallaði eftir því á fimmtudag að ríki heimsins ættu að hætta allri vopnasölu til Mjanmar þar til ríkisstjórnin tekur ábyrgð á gjörðum sínum. „Það ætti að koma þeim frá völdum sem hafa verið sakaðir um þessi brot og sækja þau til saka,“ sagði Haley. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri SÞ, tjáði sig um ástandið á allsherjarþinginu fyrr í mánuðinum. Sagði hann að ofbeldið í Mjanmar væri orðið að algjörri martröð og kallaði eftir bættu aðgengi hjálpar- og mannúðarsamtaka að svæðinu en eins og er er það aðgengi verulega takmarkað.
Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Fresta heimsókn til Mjanmar um viku Yfirvöld í Mjanmar hafa frestað heimsókn diplómata Sameinuðu þjóðanna til Rakhine-héraðs. Frá þessu greindi talsmaður SÞ í Mjanmar í samtali við BBC í gær. 29. september 2017 06:00 Frá friðarverðlaunum til þjóðernishreinsana Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, er sögð þegja á meðan almennir borgarar drepa Rohingja-múslima án dóms og laga. Suu Kyi er handhafi friðarverðlauna Nóbels og skora aðrir friðarverðlaunahafar á hana að binda enda á ofsóknirnar. 13. september 2017 06:00 Suu Kyi óttast ekki alþjóðlega rannsókn á þjóðernishreinsunum í Rakhine-héraði Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, hefur loksins tjáð sig um atburðina í Rakhine-héraði þar sem Sameinuðu þjóðirnar telja að nýverið hafi farið fram þjóðernishreinsanir á Rohingja-múslimum. 19. september 2017 09:10 Skrópar á allsherjarþingi en óttast ekki að vera gagnrýnd Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar og friðarverðlaunahafi, sætir gagnrýni fyrir að fordæma ekki ofbeldi í garð Rohingja í landi sínu. 14. september 2017 07:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Fresta heimsókn til Mjanmar um viku Yfirvöld í Mjanmar hafa frestað heimsókn diplómata Sameinuðu þjóðanna til Rakhine-héraðs. Frá þessu greindi talsmaður SÞ í Mjanmar í samtali við BBC í gær. 29. september 2017 06:00
Frá friðarverðlaunum til þjóðernishreinsana Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, er sögð þegja á meðan almennir borgarar drepa Rohingja-múslima án dóms og laga. Suu Kyi er handhafi friðarverðlauna Nóbels og skora aðrir friðarverðlaunahafar á hana að binda enda á ofsóknirnar. 13. september 2017 06:00
Suu Kyi óttast ekki alþjóðlega rannsókn á þjóðernishreinsunum í Rakhine-héraði Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, hefur loksins tjáð sig um atburðina í Rakhine-héraði þar sem Sameinuðu þjóðirnar telja að nýverið hafi farið fram þjóðernishreinsanir á Rohingja-múslimum. 19. september 2017 09:10
Skrópar á allsherjarþingi en óttast ekki að vera gagnrýnd Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar og friðarverðlaunahafi, sætir gagnrýni fyrir að fordæma ekki ofbeldi í garð Rohingja í landi sínu. 14. september 2017 07:00