Lífeyrissjóðir gegn fólkinu Sævar Þór Jónsson skrifar 12. september 2017 14:38 Það fer ekki framhjá neinum sem fylgst hefur með umræðunni í þjóðfélaginu um hið svokallaða efnahagshruni að lífeyrissjóðirnir voru hafðir af leiksopum og var spilað með fjármuni almennings eins og í spilavíti. Fáir ef einhverjir voru látnir taka ábyrgð á því sukki. Enn virðist sem fé almennings leki úr hirslum lífeyrissjóðanna í vasa fárra ef marka má nýjustu fréttir sem tengist sorgarsögu United Silicon. Þó er önnur saga ósögð en það er saga þeirra fjölmörgu fjölskyldna og einstaklinga sem fóru illa út úr hruninu og voru svo óheppnir að skulda lífeyrissjóðunum. Meginþorri þessa fólks hafði sér það eitt til sakar unnið að fjárfesta í heimili, þaki yfir höfuðið fyri sig og sína. Uppgjör hrunsmála er ekki lokið þótt margir virðast halda það. Enn þann dag í dag er fólk að leita til mín vegna skuldavanda sem rekja má beint til hrunsins. Mörg þessara mála snúa að því að fólk hefur ekki fengið þau úrræði sem voru á boðstólum eða ekki hefur verið rétt úr málum þeirra unnið eða hnökrar verið á málsmeðferðinni. Ég hef t.d. unnið fyrir fjölskyldu sem missti heimili sitt á uppboði fyrri part árs 2016 til lífeyrissjóðs. Í framhaldinu var farið í viðræður við lífeyrissjóðinn um að umbjóðandinn myndi kaupa fasteignina til baka. Fasteignin var metin af viðurkenndum fagaðilum og kom í ljós að ástand hennar var lélegt auk þess sem þrjár tegundir myglusvepps fundust og var ástandið alvarlegt. Þrátt fyrir þetta vildi sjóðurinn ekki viðurkenna matið og kenndi umbjóðanda mínum um ástand eignarinnar. Í framhaldinu var farið í þá vinnu að fjölskyldan fengi að leigja eignina af sjóðnum sem var og samþykkt með herkjum. Þá kom að því að sjóðurinn vildi bera fjölskylduna út úr eigninni og fór í aðför. Í kjölfarið var farið í samningaviðræður við sjóðinn sem miðuðu að því að fjölskyldan fengi að kaupa eignina á markaðsverði óháð því hversu slæmt ástand hennar var. Viðbrögð sjóðsins voru þau að sjóðurinn væri að vinna eftir verklagsreglum sem kvæðu á um að fólk þyrfti fyrst að flytja út úr eignunum og gætu svo í framhaldinu gert kauptilboð í eignina í almennu söluferli. Sem sagt, sjóðurinn vildi selja en ekki leyfi fjölskyldunni að kaupa heimili sitt til baka á hærra verði sjóðurinn gæti nokkurn tíma fengið á almennum markaði. Hvað veldur? Slík harka væri betur heimfærð á eftirlit með fjárfestingum sjóðanna og endurheimtur í sjóði fjárglæframanna. Það er alveg ljóst að það eru engin rök fyrir umræddri nálgun sjóðsins sérstaklega þegar það kemur því að selja eignir sem boðnar hafa verið upp og viðkomandi gerðarþoli er tilbúinn og hefur getu til að kaupa eignina til baka á uppsettu markaðsverði. Á þessu tapa allir, lífeyrissjóðurinn fær minna fyrir eignina og fjölskylda missir heimili sitt til margra ára. Sævar Þór Jónsson, lögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Það fer ekki framhjá neinum sem fylgst hefur með umræðunni í þjóðfélaginu um hið svokallaða efnahagshruni að lífeyrissjóðirnir voru hafðir af leiksopum og var spilað með fjármuni almennings eins og í spilavíti. Fáir ef einhverjir voru látnir taka ábyrgð á því sukki. Enn virðist sem fé almennings leki úr hirslum lífeyrissjóðanna í vasa fárra ef marka má nýjustu fréttir sem tengist sorgarsögu United Silicon. Þó er önnur saga ósögð en það er saga þeirra fjölmörgu fjölskyldna og einstaklinga sem fóru illa út úr hruninu og voru svo óheppnir að skulda lífeyrissjóðunum. Meginþorri þessa fólks hafði sér það eitt til sakar unnið að fjárfesta í heimili, þaki yfir höfuðið fyri sig og sína. Uppgjör hrunsmála er ekki lokið þótt margir virðast halda það. Enn þann dag í dag er fólk að leita til mín vegna skuldavanda sem rekja má beint til hrunsins. Mörg þessara mála snúa að því að fólk hefur ekki fengið þau úrræði sem voru á boðstólum eða ekki hefur verið rétt úr málum þeirra unnið eða hnökrar verið á málsmeðferðinni. Ég hef t.d. unnið fyrir fjölskyldu sem missti heimili sitt á uppboði fyrri part árs 2016 til lífeyrissjóðs. Í framhaldinu var farið í viðræður við lífeyrissjóðinn um að umbjóðandinn myndi kaupa fasteignina til baka. Fasteignin var metin af viðurkenndum fagaðilum og kom í ljós að ástand hennar var lélegt auk þess sem þrjár tegundir myglusvepps fundust og var ástandið alvarlegt. Þrátt fyrir þetta vildi sjóðurinn ekki viðurkenna matið og kenndi umbjóðanda mínum um ástand eignarinnar. Í framhaldinu var farið í þá vinnu að fjölskyldan fengi að leigja eignina af sjóðnum sem var og samþykkt með herkjum. Þá kom að því að sjóðurinn vildi bera fjölskylduna út úr eigninni og fór í aðför. Í kjölfarið var farið í samningaviðræður við sjóðinn sem miðuðu að því að fjölskyldan fengi að kaupa eignina á markaðsverði óháð því hversu slæmt ástand hennar var. Viðbrögð sjóðsins voru þau að sjóðurinn væri að vinna eftir verklagsreglum sem kvæðu á um að fólk þyrfti fyrst að flytja út úr eignunum og gætu svo í framhaldinu gert kauptilboð í eignina í almennu söluferli. Sem sagt, sjóðurinn vildi selja en ekki leyfi fjölskyldunni að kaupa heimili sitt til baka á hærra verði sjóðurinn gæti nokkurn tíma fengið á almennum markaði. Hvað veldur? Slík harka væri betur heimfærð á eftirlit með fjárfestingum sjóðanna og endurheimtur í sjóði fjárglæframanna. Það er alveg ljóst að það eru engin rök fyrir umræddri nálgun sjóðsins sérstaklega þegar það kemur því að selja eignir sem boðnar hafa verið upp og viðkomandi gerðarþoli er tilbúinn og hefur getu til að kaupa eignina til baka á uppsettu markaðsverði. Á þessu tapa allir, lífeyrissjóðurinn fær minna fyrir eignina og fjölskylda missir heimili sitt til margra ára. Sævar Þór Jónsson, lögmaður
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar