Alda Music og 300 Entertainment í eina sæng Stefán Árni Pálsson skrifar 12. september 2017 17:00 Mynd af Sölva Blöndal og David Giberga, head of A&R hjá 300 Entertainment, tekin í New York á dögunum. Bandaríska Hip Hop útgáfan 300 Entertainment og Alda Music hafa gert með sér samkomulag um samstarf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Öldu. Samstarf útgáfanna felst í því að Alda Music verður sérstakur samstarfsaðili 300 Entertainment á Íslandi, en 300 Entertainment hefur rennt hýru auga hingað til lands undanfarin misseri vegna sérlega blómlegrar útgáfu í HipHop tónlist. Útgáfan hyggst einnig víkka út starfsvettvang sinn hingað til lands og til hinna Norðurlandanna, en í því starfi verður Alda Music í lykilhlutverki. 300 Entertainment er Bandarískt Hip Hop útgáfufyrirtæki og hefur á sínum snærum marga af fremstu Hip Hop listamönnum heims um þessar mundir, þar á meðal Migos og Young Thug. 300 Entertainment hóf starfsemi árið 2014 en að baki útgáfunni standa margir þungaviktaraðilar úr hljómplötuútgáfu sögunni, viðriðnir útgáfur á borð við Def Jam og Warner Music. Alda Music er nýtt íslenskt útgáfufyrirtæki sem tók yfir tónlistarútgáfuhluta Senu árið 2016 með Ólaf Arnalds og Sölva Blöndal í fararbroddi. Fyrirtækið býr yfir viðamiklum katalóg íslenskrar dægurtónlistar sem teygir anga sína aftur til sjötta áratugarins, en einnig hefur fyrirtækið staðið að baki nokkrum nýjum útgáfum á íslenskri tónlist undanfarin misseri, ma. nýrri hljómplötu rappsveitarinnar Úlfur Úlfur og Kristalsplötu Páls Óskars, EP plötu með Hildi sem og Ella Grill. Auk endurútgáfa eldri verka td. Ellyjar Vilhjálmss og Hauks Morthens. Samkomulagið felur í sér að listamenn undir merkjum Alda Music fá aðgang að víðfeðmu tengslaneti 300 Entertainment auk aðgangs að nýjum mörkuðum bæði fyrir útgáfur og til hljómleikahalds. Þetta samstarf mun því fela í sér mikla verðmætaaukningu á íslenskri tónlist sem útflutningsvöru. Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Bandaríska Hip Hop útgáfan 300 Entertainment og Alda Music hafa gert með sér samkomulag um samstarf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Öldu. Samstarf útgáfanna felst í því að Alda Music verður sérstakur samstarfsaðili 300 Entertainment á Íslandi, en 300 Entertainment hefur rennt hýru auga hingað til lands undanfarin misseri vegna sérlega blómlegrar útgáfu í HipHop tónlist. Útgáfan hyggst einnig víkka út starfsvettvang sinn hingað til lands og til hinna Norðurlandanna, en í því starfi verður Alda Music í lykilhlutverki. 300 Entertainment er Bandarískt Hip Hop útgáfufyrirtæki og hefur á sínum snærum marga af fremstu Hip Hop listamönnum heims um þessar mundir, þar á meðal Migos og Young Thug. 300 Entertainment hóf starfsemi árið 2014 en að baki útgáfunni standa margir þungaviktaraðilar úr hljómplötuútgáfu sögunni, viðriðnir útgáfur á borð við Def Jam og Warner Music. Alda Music er nýtt íslenskt útgáfufyrirtæki sem tók yfir tónlistarútgáfuhluta Senu árið 2016 með Ólaf Arnalds og Sölva Blöndal í fararbroddi. Fyrirtækið býr yfir viðamiklum katalóg íslenskrar dægurtónlistar sem teygir anga sína aftur til sjötta áratugarins, en einnig hefur fyrirtækið staðið að baki nokkrum nýjum útgáfum á íslenskri tónlist undanfarin misseri, ma. nýrri hljómplötu rappsveitarinnar Úlfur Úlfur og Kristalsplötu Páls Óskars, EP plötu með Hildi sem og Ella Grill. Auk endurútgáfa eldri verka td. Ellyjar Vilhjálmss og Hauks Morthens. Samkomulagið felur í sér að listamenn undir merkjum Alda Music fá aðgang að víðfeðmu tengslaneti 300 Entertainment auk aðgangs að nýjum mörkuðum bæði fyrir útgáfur og til hljómleikahalds. Þetta samstarf mun því fela í sér mikla verðmætaaukningu á íslenskri tónlist sem útflutningsvöru.
Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira