Sebastian: Get skilið við félagið á betri stað Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. mars 2017 13:42 Sebastian Alexandersson, fyrrum þjálfari Selfoss. Vísir/Anton Sebastian Alexandersson hefur sent frá sér yfirlýsingu í tilefni af því að honum var nýverið sagt upp störfum sem þjálfari hjá handknattleiksdeild Selfoss. Sebastian var þjálfari kvennaliðs félagsins sem situr í næstneðsta sæti Olísdeildar kvenna. Liðið komst þó undanúrslit Coca-Cola bikars kvenna þar sem Selfyssingar máttu þola tap fyrir Stjörnunni. Hann segist stoltur af sínum störfum en hann lætur formlega af störfum í dag eftir tæplega fjórtán ára starf. „Það sem gleður mig þó mest er að ég get skilið við félagið á betri stað en það var á þegar ég kom til þess,“ segir í yfirlýsingu hans sem má lesa alla hér fyrir neðan. „Í maí 2003 hóf ég störf hjá Handknattleiksdeild Selfoss og í dag 1. mars 2017 læt ég af störfum sem starfsmaður félagsins. Á þessum tíma hef ég kynnst frábæru fólki hvort sem það eru leikmenn, þjálfarar, stjórnarmenn, stuðningsmenn, styrktaraðilar, aðstandendur eða samstarfsaðilar sem vert væri að þakka sérstaklega en listinn er of langur. Ég vill þakka Selfossi sérstaklega fyrir tækifærið sem þeir hafa gefið mér á þessum tíma sem ég hef starfað hjá þeim. Þökk sé þeim þá er ég í dag jafnvígur á karlaþjálfun, kvennaþjálfun, yngriflokkaþjálfun og sérþjálfun. Það eru fáheyrð forréttindi að hafa fengið svo mörg tækifæri innan sama félagsins. Einnig vill ég þakka samstarfsmanni mínum Zoran Ivic sérstaklega fyrir samstarfið í vetur. Það hefur verið ákaflega lærdómsríkt að kynnast öðrum áherslum og sjónarmiðum sem hafa bæði víkkað sjóndeildarhring minn og aukið þekkingu mína sem þjálfara. Ég er stoltur af framlagi mínu til uppbyggingar karlaboltans á árunum 2003-2011. Ég er mjög stoltur af því að hafa tekið þátt í búa til akademíu sem virkar. Þá er ég sérstaklega stoltur af því að hafa lagt mitt að mörkunum við að búa til samkeppnishæft kvennalið á aðeins 5 árum eftir að félagið hafði ekki verið með kvennalið í tæp 20 ár. En það sem gleður mig þó mest er að ég get skilið við félagið á betri stað en það var á þegar ég kom til þess. Að lokum vill ég óska leikmönnum félagsins alls hins besta í komandi leikjum. Ég óska stjórn félagsins alls hins besta við áframhaldandi uppbyggingu þessa flotta félags og ég óska samstarfsfólki mínu alls hins besta í því sem þeir eru að gera eða taka sér næst fyrir hendur. Virðingafyllst Sebastian“ Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Selfoss 27-23 | Meistararnir í úrslit Bikarmeistarar Stjörnunnar geta varið Coca-Cola bikarinn á laugardaginn, en liðið tryggði sér í dag sæti í úrslitaleik bikarsins með sigri á Selfoss í Laugardalshöllinni í dag, 27-23. 23. febrúar 2017 19:15 Sebastian látinn fara Stjórn handknattleiksdeildar Selfoss sagt upp samningi við Sebastian Alexanderson og Zoran Ivic sem þjálfað hafa kvennalið Selfoss frá vordögum 2016. Uppsögn þeirra tekur þegar gildi. 26. febrúar 2017 17:07 Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sjá meira
Sebastian Alexandersson hefur sent frá sér yfirlýsingu í tilefni af því að honum var nýverið sagt upp störfum sem þjálfari hjá handknattleiksdeild Selfoss. Sebastian var þjálfari kvennaliðs félagsins sem situr í næstneðsta sæti Olísdeildar kvenna. Liðið komst þó undanúrslit Coca-Cola bikars kvenna þar sem Selfyssingar máttu þola tap fyrir Stjörnunni. Hann segist stoltur af sínum störfum en hann lætur formlega af störfum í dag eftir tæplega fjórtán ára starf. „Það sem gleður mig þó mest er að ég get skilið við félagið á betri stað en það var á þegar ég kom til þess,“ segir í yfirlýsingu hans sem má lesa alla hér fyrir neðan. „Í maí 2003 hóf ég störf hjá Handknattleiksdeild Selfoss og í dag 1. mars 2017 læt ég af störfum sem starfsmaður félagsins. Á þessum tíma hef ég kynnst frábæru fólki hvort sem það eru leikmenn, þjálfarar, stjórnarmenn, stuðningsmenn, styrktaraðilar, aðstandendur eða samstarfsaðilar sem vert væri að þakka sérstaklega en listinn er of langur. Ég vill þakka Selfossi sérstaklega fyrir tækifærið sem þeir hafa gefið mér á þessum tíma sem ég hef starfað hjá þeim. Þökk sé þeim þá er ég í dag jafnvígur á karlaþjálfun, kvennaþjálfun, yngriflokkaþjálfun og sérþjálfun. Það eru fáheyrð forréttindi að hafa fengið svo mörg tækifæri innan sama félagsins. Einnig vill ég þakka samstarfsmanni mínum Zoran Ivic sérstaklega fyrir samstarfið í vetur. Það hefur verið ákaflega lærdómsríkt að kynnast öðrum áherslum og sjónarmiðum sem hafa bæði víkkað sjóndeildarhring minn og aukið þekkingu mína sem þjálfara. Ég er stoltur af framlagi mínu til uppbyggingar karlaboltans á árunum 2003-2011. Ég er mjög stoltur af því að hafa tekið þátt í búa til akademíu sem virkar. Þá er ég sérstaklega stoltur af því að hafa lagt mitt að mörkunum við að búa til samkeppnishæft kvennalið á aðeins 5 árum eftir að félagið hafði ekki verið með kvennalið í tæp 20 ár. En það sem gleður mig þó mest er að ég get skilið við félagið á betri stað en það var á þegar ég kom til þess. Að lokum vill ég óska leikmönnum félagsins alls hins besta í komandi leikjum. Ég óska stjórn félagsins alls hins besta við áframhaldandi uppbyggingu þessa flotta félags og ég óska samstarfsfólki mínu alls hins besta í því sem þeir eru að gera eða taka sér næst fyrir hendur. Virðingafyllst Sebastian“
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Selfoss 27-23 | Meistararnir í úrslit Bikarmeistarar Stjörnunnar geta varið Coca-Cola bikarinn á laugardaginn, en liðið tryggði sér í dag sæti í úrslitaleik bikarsins með sigri á Selfoss í Laugardalshöllinni í dag, 27-23. 23. febrúar 2017 19:15 Sebastian látinn fara Stjórn handknattleiksdeildar Selfoss sagt upp samningi við Sebastian Alexanderson og Zoran Ivic sem þjálfað hafa kvennalið Selfoss frá vordögum 2016. Uppsögn þeirra tekur þegar gildi. 26. febrúar 2017 17:07 Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Selfoss 27-23 | Meistararnir í úrslit Bikarmeistarar Stjörnunnar geta varið Coca-Cola bikarinn á laugardaginn, en liðið tryggði sér í dag sæti í úrslitaleik bikarsins með sigri á Selfoss í Laugardalshöllinni í dag, 27-23. 23. febrúar 2017 19:15
Sebastian látinn fara Stjórn handknattleiksdeildar Selfoss sagt upp samningi við Sebastian Alexanderson og Zoran Ivic sem þjálfað hafa kvennalið Selfoss frá vordögum 2016. Uppsögn þeirra tekur þegar gildi. 26. febrúar 2017 17:07