Fordæmalaus aukning á útblæstri hér á landi Svavar Hávarðsson skrifar 1. mars 2017 06:45 Stefnt er að því að hlutfall endurnýjanlegrar orku sem notuð er á innlendum fiskiskipum verði 10 prósent árið 2030 en það er aðeins 0,1 prósent í dag. VÍSIR/ÓSKAR Losun gróðurhúsalofttegunda á hvern íbúa hér á landi er um 14 tonn af koldíoxíðsígildum en er 4,9 tonn á heimsvísu og 7,4 tonn að meðaltali í ríkjum Evrópusambandsins. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Bjartar Ólafsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, um stöðu og stefnu í loftslagsmálum sem lögð var fram á Alþingi í gær. Þar kemur einnig fram að losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi hefur aukist um 26% frá 1990 til 2015 og var um 4,6 milljón tonn af CO2-ígildum árið 2014. Á sama tíma hefur losun dregist saman um 24% samtals í 28 ríkjum ESB. Nýbirt spá í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands bendir til að losun hér á landi geti aukist um 53-99% til 2030. Sé tekið tillit til kolefnisbindingar með landgræðslu og skógrækt er aukningin 33-79%. „Líklega eru fá eða engin dæmi um jafn mikla fyrirsjáanlega aukningu í losun til 2030 hjá öðrum þróuðum ríkjum,“ segir orðrétt í skýrslunni.Samkvæmt skýrslu Bjartar verður erfitt fyrir Ísland að standa við Kýótó-bókunina sem gildir frá 2013-2020. Slíkt mun verða kostnaðarsamt því stjórnvöld þurfa þá að kaupa losunarheimildir. Ímynd Íslands er brothætt að mati Bjartar því hætt er við að fáir líti til Íslands sem fyrirmyndar ef losun eykst meira hér en í flestum eða öllum þróuðum ríkjum til 2030. Ekki sé endalaust hægt að vísa til hitaveituvæðingar fortíðarinnar sem dæmis um framsækni Íslands í loftslagsmálum að mati hennar. Ísland hefur fullgilt Parísarsamninginn og sent inn landsákvarðað framlag með markmið til 2030. Í því segir að Ísland ætli sér að taka þátt í samevrópsku markmiði um minnkun losunar um 40% til 2030 miðað við 1990. Fyrir Alþingi liggur nú þingsályktunartillaga um aðgerðaráætlun í orkuskiptum. Með tillögunni er stefnt að því að Ísland verði framarlega í notkun á endurnýjanlegum orkugjöfum á öllum sviðum. Stefnt er að því að hlutfall endurnýjanlegrar orku í samgöngum verði 10% árið 2020 og 40% árið 2030, en þetta hlutfall er nú um 6%.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Losun gróðurhúsalofttegunda á hvern íbúa hér á landi er um 14 tonn af koldíoxíðsígildum en er 4,9 tonn á heimsvísu og 7,4 tonn að meðaltali í ríkjum Evrópusambandsins. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Bjartar Ólafsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, um stöðu og stefnu í loftslagsmálum sem lögð var fram á Alþingi í gær. Þar kemur einnig fram að losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi hefur aukist um 26% frá 1990 til 2015 og var um 4,6 milljón tonn af CO2-ígildum árið 2014. Á sama tíma hefur losun dregist saman um 24% samtals í 28 ríkjum ESB. Nýbirt spá í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands bendir til að losun hér á landi geti aukist um 53-99% til 2030. Sé tekið tillit til kolefnisbindingar með landgræðslu og skógrækt er aukningin 33-79%. „Líklega eru fá eða engin dæmi um jafn mikla fyrirsjáanlega aukningu í losun til 2030 hjá öðrum þróuðum ríkjum,“ segir orðrétt í skýrslunni.Samkvæmt skýrslu Bjartar verður erfitt fyrir Ísland að standa við Kýótó-bókunina sem gildir frá 2013-2020. Slíkt mun verða kostnaðarsamt því stjórnvöld þurfa þá að kaupa losunarheimildir. Ímynd Íslands er brothætt að mati Bjartar því hætt er við að fáir líti til Íslands sem fyrirmyndar ef losun eykst meira hér en í flestum eða öllum þróuðum ríkjum til 2030. Ekki sé endalaust hægt að vísa til hitaveituvæðingar fortíðarinnar sem dæmis um framsækni Íslands í loftslagsmálum að mati hennar. Ísland hefur fullgilt Parísarsamninginn og sent inn landsákvarðað framlag með markmið til 2030. Í því segir að Ísland ætli sér að taka þátt í samevrópsku markmiði um minnkun losunar um 40% til 2030 miðað við 1990. Fyrir Alþingi liggur nú þingsályktunartillaga um aðgerðaráætlun í orkuskiptum. Með tillögunni er stefnt að því að Ísland verði framarlega í notkun á endurnýjanlegum orkugjöfum á öllum sviðum. Stefnt er að því að hlutfall endurnýjanlegrar orku í samgöngum verði 10% árið 2020 og 40% árið 2030, en þetta hlutfall er nú um 6%.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira