Íslenski boltinn

Hólmfríður með tvö mörk í fyrsta byrjunarliðsleiknum | Sjáðu mörkin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það munar mikið um það að fá leikmann eins og Hólmfríði Magnúsdóttur inn í byrjunarliðið og það sannaðist á Fylkisvellinum í dag.

KR-konur unnu þá fyrsta leikinn sinn í Pepsi-deild kvenna í sumar en Vesturbæjarliðið var stigalaust eftir fyrstu fimm leikina.

KR vann 3-1 sigur á Fylki í Árbænum í fyrsta leik sjöttu umferðar en KR-konur fjórfölduðu markaskor sumarsins í þessum leik

Landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir er að koma til baka eftir meiðsli en hafði aðeins komið inná sem varamaður fram að leiknum í dag. Hólmfríður fékk nú að byrja leikinn og þá var ekki sökum að spyrja. Hólmfríður sýndi styrk sinn og skoraði tvö af mörkum KR.

Fyrsta mark KR-liðsins skoraði Sigríður María S Sigurðardóttir, hennar fyrsta mark í sumar. Markið kom á 28. mínútu og aðeins þremur mínútum síðar var Hólmfríður búin að koma KR í 2-0. Jesse Shugg minnkaði muninn fyrir Fylki rétt fyrir hálfleik og það var því enn spenna í leiknum.

Hólmfríður fór hinsvegar langt með að gera út um leikinn þegar hún kom KR-liðinu í 3-1 á 66. mínútu.   

Hólmfríður Magnúsdóttir var ekki valin í landsliðshópinn fyrir leikina á móti Írlandi og Brasilíu en þessi frammistaða hennar í dag eru mjög góðar fréttir fyrir landsliðsþjálfarann Frey Alexanderssonar nú þegar styttist í Evrópumótið í Hollandi.

Upplýsingar um markaskorara er fengnar frá úrslitaþjónustunni úrslit.net.

Eyþór Árnason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í dag og tók þessar skemmtilegu myndir hér fyrir neðan.

Vísir/Eyþór
Vísir/Eyþór
Vísir/Eyþór
Vísir/Eyþór
Vísir/Eyþór
Vísir/Eyþór
Vísir/Eyþór
Vísir/Eyþór

Tengdar fréttir

Hólmfríður semur við KR

Kvennalið KR heldur áfram að safna liði fyrir næsta sumar og nú hefur landsliðskonan Hólmfríður Magnúsdóttir samið við sitt uppeldisfélag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×