Með lífsgleðina að vopni Vera Einarsdóttir skrifar 6. október 2017 10:30 Sóley vinnur nú að því að byggja sig upp með því að gera skemmtilega hluti sem hafa setið á hakanum. MYNDIR/EYÞÓR Sóley Kristjánsdóttir, plötusnúður og vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni, varð vör við hnút í brjósti í byrjun árs. Í lok apríl komst hún að því að um krabbamein var að ræða. Meinið var fjarlægt og vinnur hún nú að því að byggja sig upp með einstaka og eðlislæga lífsgleði að vopni. Ég fann lítinn harðan hnút í brjóstinu í byrjun árs. Mér datt ekki í hug að hann gæti verið illkynja og grunaði helst að þetta væri stíflaður fitukirtill. Mér var svo sparkað á Leitarstöðina einum og hálfum mánuði síðar. Þar voru menn nokkuð jákvæðir. Myndirnar komu vel út en það var þó ákveðið að taka sýni. Í því reyndust einhverjar frumubreytingar og þótti vissara að taka hnútinn. Mér var svo sagt að haft yrði samband eftir páska," upplýsir Sóley. Í lok apríl fékk hún svo þær fréttir að um brjóstakrabbamein væri að ræða. „Það reyndist hormónajákvætt og hægvaxandi sem hvort tveggja er jákvætt. Þá var ekki um HER2 jákvætt krabbamein að ræða sem er líka af hinu góða. Það reyndist aftur á móti þriðju gráðu sem er ekki eins æskilegt ásamt því hvað ég greinist ung,“ segir Sóley sem er 37 ára gömul. Hún segir þriðju gráðu krabbamein þó ekki það sama og þriðja stigs krabbamein en að það hafi að gera með hvernig frumurnar hegða sér. Það var því ákveðið að hún færi í fleygskurð, lyfjameðferð og geisla. Í uppskurðinum kom í ljós að meinið var staðbundið og hafði ekki dreift sér í eitla. Lyfjameðferð er því aðallega beitt í fyrirbyggjandi tilgangi en geislameðferð fylgir alltaf fleygskurði. Þá verður Sóley á andhormónameðferð fram að breytingaskeiði. Hún segir hormónajákvætt krabbamein læsa sig utan á kvenhormónin en með því að slökkva á hormónum dregur það úr líkum á að það taki sig upp á ný. „Það eru slæmar fréttir fyrir konur sem eru í barneignahugleiðingum en ég og maðurinn minn vorum hætt að eignast börn,“ segir Sóley sem er gift Frey Frostasyni, arkitekt hjá THG arkitektum. Saman eiga þau tvær dætur; átta og ellefu ára og 25 ára son, sem Freyr átti fyrir. Aðspurð segir hún greininguna hafa verið mikið áfall og þá ekki síst fyrir börnin. „Það er alltaf erfitt fyrir börn þegar mamma þeirra veikist en við lítum svo á að krabbameinið sé löngu farið og að nú sé ég í fyrirbyggjandi meðferð svo það komi ekki aftur. Það hefur reynst mjög hjálplegt.“ Sóley var að ljúka lyfjameðferð og fer í geisla í nóvember. Hún segir lyfjagjöfina hafa tekið töluvert á. „Lyfin eru gefin á þriggja vikna fresti og ég var vikuna á eftir að ná upp krafti. Það komu svo aftur á móti góðir dagar inn á milli sem ég reyndi að nýta til góðs.“Sóley fann meinið sjálf og hvetur konur til að vera duglegar að þreifa.Nýtir tímann til upplyftingar Sóley segist heppin að vera með góðan veikindarétt í vinnunni og snýr ekki aftur til starfa fyrr en eftir áramót. „Ég hef reynt að hafa það í huga að þegar ég lít baka verði þetta tímabil í lífi mínu ekki bara hræðilegt. Ég ætla því að nota tækifærið og gera eitthvað skemmtilegt og uppbyggilegt sem ég hefði annars ekki haft tök á að gera.“ Í því skyni lagði Sóley til dæmis leið sína í Þríhnúkagíg á dögunum sem hún segir hafa verið magnaða upplifun. „Ég hefði örugglega ekki gefið mér hálfan dag í það ef ég hefði verið í fullri vinnu.“ Hún fór líka í starfskynningu hjá Brauði og co. en hana hafði lengi langað til að ná almennilegum tökum á súrdeigsgerð. „Það var hrikalega skemmtilegt og mér var virkilega vel tekið.“ Sóley hefur svo verið að hekla og grynnka á stórum poka af fötum með saumsprettum sem hún hafði lengi ætlað að laga. „Eins hafði ég hugsað mér að sækja fyrirlestra sem oftar en ekki eru haldnir á vinnutíma og kafa ofan í íslenska hipphoppið svo dæmi séu nefnd.“ Sóley segist alltaf hafa haft þá hugmynd um sjálfa sig að hún væri heilbrigð og því hafi greiningin komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. „Ég hef aldrei reykt sígarettur, var með dætur mínar lengi á brjósti, sem á að hafa verndandi áhrif, og hef hugsað frekar vel um mig. Ég er alin upp við hollan og góðan kost og hef alltaf borðað mikið grænmeti sem ég rækta að einhverju leyti sjálf,“ segir Sóley sem auk þess heldur hænur í garðinum. „Krabbamein er ekki í ættinni og ég fæ varla kvef svo þetta kemur mjög á óvart.“ Hún segir ríkt í fólki að leita skýringa og kenna sér um. „Kannski er þó enga skýringu að finna eða nokkuð sem ég hefði getað gert öðruvísi.“ Hún segist í það minnsta ekki hafa þörf fyrir að umturna lífsstílnum. „Sumir þurfa að hætta að reykja eða taka mataræðið í gegn en ég tel mig ekki þurfa þess þó ég finni vissulega þörf til að borða enn þá hollari mat og vel nú í auknum mæli fisk og grænmeti á móti minni sykri og mjólkurvörum.“Hjálpar að hugleiða Sóley segist aftur á móti finna að hún þurfi að minnka streituna. „Ég hef alltaf unnið mikið og verið virk í öllu félagslífi ásamt því að sinna því sem viðkemur börnum, heimili og stórum garði svo dæmi séu nefnd. Það er helst þar sem ég þyrfti að finna meira jafnvægi. Ég minnkaði reyndar plötusnúðavinnuna mikið eftir að stelpurnar fæddust og sinni henni á kristilegri tíma en áður en engu að síður eiga dagarnir það til að verða tætingslegir, eins og margir þekkja.“ Sóley segist vera farin að tileinka sér hugleiðslu og að hún geri henni gott. „Ég finn það til dæmis í umferðinni eða ef eitthvað er að pirra mig að ég á auðveldara með að leiða það hjá mér.“ Sóleyju langar líka til að fara að hreyfa sig meira og var að byrja í jóga. „Ég hef alltaf verið grönn og ekki þurft að fara í ræktina til að ná einhverju af mér. Ég mætti hins vegar alveg vera í betra formi og veit að ég þyrfti ekki mikið til að ná því upp.“Spennt að prófa nýjar greiðslur Sóley starfaði sem fyrirsæta á árum áður og er þekkt fyrir geislandi bros og ljósan makka. Hún segir tilhugsunina um að missa hárið hafa verið kvíðvænlega. „Ég hef alltaf verið með sítt hár. Einu sinni klippti ég það upp að öxlum en sá svo eftir því að ég bannaði vinkonum mínum að gera slíkt hið sama,“ segir hún og hlær. „Það varð hins vegar ekki hjá því komist núna. Mér var sagt að það myndi byrja að losna tveimur vikum eftir fyrstu lyfjameðferðina og það kom heim og saman upp á dag. Hárið fór að klessast og hárburstinn fylltist af hárum,“ lýsir Sóley. Hún segir það yfirleitt reynast konum erfitt að missa hárið og að þá verði ástandið einhvern veginn áþreifanlegra, bæði fyrir sjúkling og aðstandendur. „Ég fékk hins vegar þá hugmynd hjá konu sem hefur verið í sömu sporum að vera með smá athöfn hjá Hugrúnu vinkonu minni á hárgreiðslustofunni Barbarellu. Ég bauð vinkonum mínum, mömmu og dætrum og leyfði þeim að umvefja mig á meðan hárið fékk að fjúka. Það var tilfinningarík en góð stund og við skáluðum á eftir.“ Sóley segir hárleysið ótrúlega fljótt að venjast og að nú muni dætur hennar varla eftir henni öðruvísi. „Núna finnst mér þetta bara svolítið spennandi og er búin að búa mér til albúm á Instagram með hugmyndum að flottum greiðslum í stutt hár sem ég hefði annars aldrei prófað. Ég bíð því bara eftir því að broddarnir láti sjá sig.“ Sóley viðurkennir þó að auðvitað komi dagar þar sem hún er blúsuð. „Mér finnst það hins vegar bæði gott og eðlilegt í þessum sporum að vera leið. Ráðið við því er í mínum huga að fara út, gera eitthvað skemmtilegt og umvefja mig góðu fólki.“ Aðspurð segist Sóley ekki hafa kynnst heilbrigðiskerfinu að neinu ráði fyrr en nú en er gífurlega ánægð með alla þá aðstoð og þjónustu sem hún hefur fengið. „Ég finn hins vegar að krabbameinslæknarnir eru þétt setnir og sjúklingar hafa lítinn aðgang að þeim utan fyrirfram ákveðins tíma, ef spurningar vakna. Þá hef ég svolitlar áhyggjur af eftirfylgninni en mér skilst að maður þurfi sjálfur að halda utan um að bóka tíma í blóðprufur og skoðanir þessi fimm ár sem mælt er með. Ég á þó eftir að kynna mér það betur og vil líka benda á að langflestar konur finna meinin sjálfar. Ég vil því hvetja þær til að vera duglegar að þreifa.“ Sóley segist svo hafa heyrt af því að starfsemi Krafts og Ljóssins sé framúrskarandi. „Ég hef þó ekki enn þá komið því í verk að hafa samband enda haft nóg fyrir stafni. Ég býst þó við að gera það þegar frá líður enda á ég allt eins von á því að fá síðbúið sjokk þegar meðferð lýkur.“Var barnið sem týndi rusl En hvernig sérðu framtíðina fyrir þér? „Persónulega sé ég fram á að nota næstu vikur og mánuði í að byggja mig upp andlega og líkamlega og hefja svo nýtt upphaf á nýju ári. Ég er mjög ánægð hjá Ölgerðinni þar sem ég hef starfað í fjórtán ár og veld starfi mínu vel. Ég hlakka því til að mæta til leiks á ný. Þá hafa umhverfismál alltaf verið mér hugleikin og ég myndi gjarnan vilja láta meira til mín taka á því sviði. Við Freyr deilum þeim áhuga og situr hann meðal annars í stjórn Icelandic Wildlife Fund sem berst gegn laxeldi í sjó.“ Sóley er að sögn alin upp við mikla sparsemi og nýtni og var barnið sem fór út að tína rusl. „Lífseigasti brandarinn í vinahópnum er að ég tek alltaf eldhúsrúllubréf og ríf þau í tvennt. Sömuleiðis bómullarskífur sem ég nota til að þrífa af augunum en þannig duga þær helmingi lengur. Þá hef ég alltaf verið dugleg að flokka og var fyrsti Íslendingurinn til að festa kaup á Kia Soul rafmagnsbíl hér á landi svo dæmi séu nefnd.“ Sóley segir umhverfismálin sem betur fer alltaf fá betri hljómgrunn í samfélaginu en að víða megi auðvitað gera betur. „Það er líka ótrúlega margt sem ein fjölskylda getur gert og með því að kenna börnunum okkar að umgangast náttúruna af virðingu höfum við áhrif á næstu kynslóðir. Þá veit ég til þess að ég hef náð að smita vini mína og eru margir farnir að rífa eldhúspappírinn í tvennt,“ segir hún og skellir upp úr.Sóley er alin upp við mikla sparsemi og nýtni og segir mikilvægt að kenna börnum að umgangast náttúruna af virðingu. Þannig má hafa áhrif á næstu kynslóðir. Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Sóley Kristjánsdóttir, plötusnúður og vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni, varð vör við hnút í brjósti í byrjun árs. Í lok apríl komst hún að því að um krabbamein var að ræða. Meinið var fjarlægt og vinnur hún nú að því að byggja sig upp með einstaka og eðlislæga lífsgleði að vopni. Ég fann lítinn harðan hnút í brjóstinu í byrjun árs. Mér datt ekki í hug að hann gæti verið illkynja og grunaði helst að þetta væri stíflaður fitukirtill. Mér var svo sparkað á Leitarstöðina einum og hálfum mánuði síðar. Þar voru menn nokkuð jákvæðir. Myndirnar komu vel út en það var þó ákveðið að taka sýni. Í því reyndust einhverjar frumubreytingar og þótti vissara að taka hnútinn. Mér var svo sagt að haft yrði samband eftir páska," upplýsir Sóley. Í lok apríl fékk hún svo þær fréttir að um brjóstakrabbamein væri að ræða. „Það reyndist hormónajákvætt og hægvaxandi sem hvort tveggja er jákvætt. Þá var ekki um HER2 jákvætt krabbamein að ræða sem er líka af hinu góða. Það reyndist aftur á móti þriðju gráðu sem er ekki eins æskilegt ásamt því hvað ég greinist ung,“ segir Sóley sem er 37 ára gömul. Hún segir þriðju gráðu krabbamein þó ekki það sama og þriðja stigs krabbamein en að það hafi að gera með hvernig frumurnar hegða sér. Það var því ákveðið að hún færi í fleygskurð, lyfjameðferð og geisla. Í uppskurðinum kom í ljós að meinið var staðbundið og hafði ekki dreift sér í eitla. Lyfjameðferð er því aðallega beitt í fyrirbyggjandi tilgangi en geislameðferð fylgir alltaf fleygskurði. Þá verður Sóley á andhormónameðferð fram að breytingaskeiði. Hún segir hormónajákvætt krabbamein læsa sig utan á kvenhormónin en með því að slökkva á hormónum dregur það úr líkum á að það taki sig upp á ný. „Það eru slæmar fréttir fyrir konur sem eru í barneignahugleiðingum en ég og maðurinn minn vorum hætt að eignast börn,“ segir Sóley sem er gift Frey Frostasyni, arkitekt hjá THG arkitektum. Saman eiga þau tvær dætur; átta og ellefu ára og 25 ára son, sem Freyr átti fyrir. Aðspurð segir hún greininguna hafa verið mikið áfall og þá ekki síst fyrir börnin. „Það er alltaf erfitt fyrir börn þegar mamma þeirra veikist en við lítum svo á að krabbameinið sé löngu farið og að nú sé ég í fyrirbyggjandi meðferð svo það komi ekki aftur. Það hefur reynst mjög hjálplegt.“ Sóley var að ljúka lyfjameðferð og fer í geisla í nóvember. Hún segir lyfjagjöfina hafa tekið töluvert á. „Lyfin eru gefin á þriggja vikna fresti og ég var vikuna á eftir að ná upp krafti. Það komu svo aftur á móti góðir dagar inn á milli sem ég reyndi að nýta til góðs.“Sóley fann meinið sjálf og hvetur konur til að vera duglegar að þreifa.Nýtir tímann til upplyftingar Sóley segist heppin að vera með góðan veikindarétt í vinnunni og snýr ekki aftur til starfa fyrr en eftir áramót. „Ég hef reynt að hafa það í huga að þegar ég lít baka verði þetta tímabil í lífi mínu ekki bara hræðilegt. Ég ætla því að nota tækifærið og gera eitthvað skemmtilegt og uppbyggilegt sem ég hefði annars ekki haft tök á að gera.“ Í því skyni lagði Sóley til dæmis leið sína í Þríhnúkagíg á dögunum sem hún segir hafa verið magnaða upplifun. „Ég hefði örugglega ekki gefið mér hálfan dag í það ef ég hefði verið í fullri vinnu.“ Hún fór líka í starfskynningu hjá Brauði og co. en hana hafði lengi langað til að ná almennilegum tökum á súrdeigsgerð. „Það var hrikalega skemmtilegt og mér var virkilega vel tekið.“ Sóley hefur svo verið að hekla og grynnka á stórum poka af fötum með saumsprettum sem hún hafði lengi ætlað að laga. „Eins hafði ég hugsað mér að sækja fyrirlestra sem oftar en ekki eru haldnir á vinnutíma og kafa ofan í íslenska hipphoppið svo dæmi séu nefnd.“ Sóley segist alltaf hafa haft þá hugmynd um sjálfa sig að hún væri heilbrigð og því hafi greiningin komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. „Ég hef aldrei reykt sígarettur, var með dætur mínar lengi á brjósti, sem á að hafa verndandi áhrif, og hef hugsað frekar vel um mig. Ég er alin upp við hollan og góðan kost og hef alltaf borðað mikið grænmeti sem ég rækta að einhverju leyti sjálf,“ segir Sóley sem auk þess heldur hænur í garðinum. „Krabbamein er ekki í ættinni og ég fæ varla kvef svo þetta kemur mjög á óvart.“ Hún segir ríkt í fólki að leita skýringa og kenna sér um. „Kannski er þó enga skýringu að finna eða nokkuð sem ég hefði getað gert öðruvísi.“ Hún segist í það minnsta ekki hafa þörf fyrir að umturna lífsstílnum. „Sumir þurfa að hætta að reykja eða taka mataræðið í gegn en ég tel mig ekki þurfa þess þó ég finni vissulega þörf til að borða enn þá hollari mat og vel nú í auknum mæli fisk og grænmeti á móti minni sykri og mjólkurvörum.“Hjálpar að hugleiða Sóley segist aftur á móti finna að hún þurfi að minnka streituna. „Ég hef alltaf unnið mikið og verið virk í öllu félagslífi ásamt því að sinna því sem viðkemur börnum, heimili og stórum garði svo dæmi séu nefnd. Það er helst þar sem ég þyrfti að finna meira jafnvægi. Ég minnkaði reyndar plötusnúðavinnuna mikið eftir að stelpurnar fæddust og sinni henni á kristilegri tíma en áður en engu að síður eiga dagarnir það til að verða tætingslegir, eins og margir þekkja.“ Sóley segist vera farin að tileinka sér hugleiðslu og að hún geri henni gott. „Ég finn það til dæmis í umferðinni eða ef eitthvað er að pirra mig að ég á auðveldara með að leiða það hjá mér.“ Sóleyju langar líka til að fara að hreyfa sig meira og var að byrja í jóga. „Ég hef alltaf verið grönn og ekki þurft að fara í ræktina til að ná einhverju af mér. Ég mætti hins vegar alveg vera í betra formi og veit að ég þyrfti ekki mikið til að ná því upp.“Spennt að prófa nýjar greiðslur Sóley starfaði sem fyrirsæta á árum áður og er þekkt fyrir geislandi bros og ljósan makka. Hún segir tilhugsunina um að missa hárið hafa verið kvíðvænlega. „Ég hef alltaf verið með sítt hár. Einu sinni klippti ég það upp að öxlum en sá svo eftir því að ég bannaði vinkonum mínum að gera slíkt hið sama,“ segir hún og hlær. „Það varð hins vegar ekki hjá því komist núna. Mér var sagt að það myndi byrja að losna tveimur vikum eftir fyrstu lyfjameðferðina og það kom heim og saman upp á dag. Hárið fór að klessast og hárburstinn fylltist af hárum,“ lýsir Sóley. Hún segir það yfirleitt reynast konum erfitt að missa hárið og að þá verði ástandið einhvern veginn áþreifanlegra, bæði fyrir sjúkling og aðstandendur. „Ég fékk hins vegar þá hugmynd hjá konu sem hefur verið í sömu sporum að vera með smá athöfn hjá Hugrúnu vinkonu minni á hárgreiðslustofunni Barbarellu. Ég bauð vinkonum mínum, mömmu og dætrum og leyfði þeim að umvefja mig á meðan hárið fékk að fjúka. Það var tilfinningarík en góð stund og við skáluðum á eftir.“ Sóley segir hárleysið ótrúlega fljótt að venjast og að nú muni dætur hennar varla eftir henni öðruvísi. „Núna finnst mér þetta bara svolítið spennandi og er búin að búa mér til albúm á Instagram með hugmyndum að flottum greiðslum í stutt hár sem ég hefði annars aldrei prófað. Ég bíð því bara eftir því að broddarnir láti sjá sig.“ Sóley viðurkennir þó að auðvitað komi dagar þar sem hún er blúsuð. „Mér finnst það hins vegar bæði gott og eðlilegt í þessum sporum að vera leið. Ráðið við því er í mínum huga að fara út, gera eitthvað skemmtilegt og umvefja mig góðu fólki.“ Aðspurð segist Sóley ekki hafa kynnst heilbrigðiskerfinu að neinu ráði fyrr en nú en er gífurlega ánægð með alla þá aðstoð og þjónustu sem hún hefur fengið. „Ég finn hins vegar að krabbameinslæknarnir eru þétt setnir og sjúklingar hafa lítinn aðgang að þeim utan fyrirfram ákveðins tíma, ef spurningar vakna. Þá hef ég svolitlar áhyggjur af eftirfylgninni en mér skilst að maður þurfi sjálfur að halda utan um að bóka tíma í blóðprufur og skoðanir þessi fimm ár sem mælt er með. Ég á þó eftir að kynna mér það betur og vil líka benda á að langflestar konur finna meinin sjálfar. Ég vil því hvetja þær til að vera duglegar að þreifa.“ Sóley segist svo hafa heyrt af því að starfsemi Krafts og Ljóssins sé framúrskarandi. „Ég hef þó ekki enn þá komið því í verk að hafa samband enda haft nóg fyrir stafni. Ég býst þó við að gera það þegar frá líður enda á ég allt eins von á því að fá síðbúið sjokk þegar meðferð lýkur.“Var barnið sem týndi rusl En hvernig sérðu framtíðina fyrir þér? „Persónulega sé ég fram á að nota næstu vikur og mánuði í að byggja mig upp andlega og líkamlega og hefja svo nýtt upphaf á nýju ári. Ég er mjög ánægð hjá Ölgerðinni þar sem ég hef starfað í fjórtán ár og veld starfi mínu vel. Ég hlakka því til að mæta til leiks á ný. Þá hafa umhverfismál alltaf verið mér hugleikin og ég myndi gjarnan vilja láta meira til mín taka á því sviði. Við Freyr deilum þeim áhuga og situr hann meðal annars í stjórn Icelandic Wildlife Fund sem berst gegn laxeldi í sjó.“ Sóley er að sögn alin upp við mikla sparsemi og nýtni og var barnið sem fór út að tína rusl. „Lífseigasti brandarinn í vinahópnum er að ég tek alltaf eldhúsrúllubréf og ríf þau í tvennt. Sömuleiðis bómullarskífur sem ég nota til að þrífa af augunum en þannig duga þær helmingi lengur. Þá hef ég alltaf verið dugleg að flokka og var fyrsti Íslendingurinn til að festa kaup á Kia Soul rafmagnsbíl hér á landi svo dæmi séu nefnd.“ Sóley segir umhverfismálin sem betur fer alltaf fá betri hljómgrunn í samfélaginu en að víða megi auðvitað gera betur. „Það er líka ótrúlega margt sem ein fjölskylda getur gert og með því að kenna börnunum okkar að umgangast náttúruna af virðingu höfum við áhrif á næstu kynslóðir. Þá veit ég til þess að ég hef náð að smita vini mína og eru margir farnir að rífa eldhúspappírinn í tvennt,“ segir hún og skellir upp úr.Sóley er alin upp við mikla sparsemi og nýtni og segir mikilvægt að kenna börnum að umgangast náttúruna af virðingu. Þannig má hafa áhrif á næstu kynslóðir.
Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira